Samfylkingin býður upp á nýja frambjóðendur í efstu sætum lista sinna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Helga Vala Helgadóttir lögmaður verður í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, verður í öðru sæti listans í því kjördæmi. Eva H. Baldursdóttir verður svo í þriðja sæti.
Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður flokksins sem hætti í stjórnmálum árið 2009, snýr aftur og leiðir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í öðru sæti verður Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, en hún var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í því kjördæmi í kosningunum í fyrra. Í þriðja sæti lista þessa árs verður Einar Kárason rithöfundur. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, eru 22. sæti, svokölluðu heiðurssæti, í sitt hvoru kjördæminu.
Samfylkingin er sem stendur ekki með neinn þingmann í Reykjavík en flokkurinn beið sögulegt afhroð í kosningunum í fyrrahaust. Þá fékk hann einungis 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn, alla af landsbyggðinni. Fyrir ári voru þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar í efstu sætunum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður en Össur Skarphéðinsson leiddi í Reykjavíkurkjördæmi suður og Eva H. Baldursdóttir var í öðru sæti. Hún færist því niður um eitt sæti á listanum í ár. Því liggur fyrir að engin þeirra þingmanna sem Samfylkingin hafði fram á síðasta haust í Reykjavík ætlar að reyna að komast aftur á þing. Sigríður Ingibjörg er reyndar á lista, en situr í 21. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þeirra þriggja sem greint er frá hér að ofan mun Valgerður Bjarnadóttir heldur ekki sækjast eftir endurkomu.
Ágúst Ólafur Ágústsson á 5,69 prósent hlut í móðurfélagi Kjarnans sem hann eignaðist árið 2014. Hann hefur setið í stjórn miðilsins. Í ljósi þess að Ágúst Ólafur hyggur á ný á stjórnmálaþátttöku hefur hann vikið úr stjórn og verður með öllu óvirkur eigandi í félaginu.
Reykjavík suður
- Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari
- Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
- Einar Kárason, rithöfundur
- Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrv. þingmaður
- Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar
- Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR – stéttarfélags og leikstjóri
- Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, vefsmiður, KaosPilot og athafnastjóri
- Guðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
- Margrét M. Norðdahl, myndlistarkona
- Reynir Sigurbjörnsson, rafvirki
- Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða
- Tómas Guðjónsson, stjórnmálafræðinemi
- Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi
- Hlal Jarah, veitingamaður á Mandi
- Ragnheiður Sigurjónsdóttir, fjölskylduráðgjafi
- Reynir Vilhjálmsson, eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari
- Halla B. Thorkelsson, fyrrv. formaður Heyrnarhjálpar
- Ída Finnbogadóttir, mannfræðingur og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
- Sigurður Svavarsson, bókaútgefandi
- Signý Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur
- Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur
- Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra
Reykjavík norður
- Helga Vala Helgadóttir, lögmaður
- Páll Valur Björnsson, grunnskólakennari
- Eva Baldursdóttir, lögfræðingur
- Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, formaður Ungra jafnaðarmanna og stjórnmálafræðingur
- Nikólína Hildur Sveinsdóttir, mannfræðinemi
- Þröstur Ólafsson, hagfræðingur
- Sigríður Ásta Eyþórsdóttir (Sassa), iðjuþjálfi í Hagaskóla
- Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður
- Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri
- Óli Jón Jónsson, kynningar- og fræðslufulltrúi BHM
- Edda Björgvinsdóttir, leikkona og menningarstjórnandi
- Birgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður í GusGus og DJ
- Jana Thuy Helgadóttir, túlkur
- Leifur Björnsson, rútubílstjóri og leiðsögumaður
- Vanda Sigurgeirsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
- Hervar Gunnarsson, vélstjóri
- Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari
- Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og tónlistarmaður
- Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), tónlistarmaður
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og fyrrv. þingkona
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri