Breytingar á byggingum gætu kallað á nýja útreikninga

Loftdreifimengunartölur fyrir verksmiðju United Silicon eru hugsanlega gallaðar. Mikil lyktarmengun var frá verksmiðjunni í þann tíma sem hún starfaði.

Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur ekki fengið að starfa síðan í vor vegna mikillar mengunar frá verksmiðjunni og of lítilla úrbóta.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur ekki fengið að starfa síðan í vor vegna mikillar mengunar frá verksmiðjunni og of lítilla úrbóta.
Auglýsing

Ekki er ljóst hvort breytt til­högun bygg­inga á lóð United Sil­icon hefur á áhrif á loft­dreif­ingu frá verk­smiðj­unni.

Síð­ast­liðið vor var greint frá því að nýrri bygg­ingu hafi verið bætt inn í skipu­lag lóð­ar­innar í Helgu­vík tveimur og hálfu ári eftir að skýrsla um umhverf­is­mat vegna fram­kvæmd­anna var kynnt.

Skipu­lags­stofnun hafði ekki verið til­kynnt um þessa við­bót og óskaði eftir skýr­ingum frá bæj­ar­yf­ir­völdum í Reykja­nes­bæ. Þær skýr­ingar feng­ust loks að svo virt­ist sem að mis­tök hefðu verið gerð þegar breyt­ingar á teikn­ingum af verk­smiðj­unni voru sam­þykkt­ar, þvert á umhverf­is­mat og þau lof­orð sem gefin höfðu ver­ið.

Auglýsing

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Karen Kjart­ans­dótt­ir, tals­maður United Sil­icon,  að óháðir eft­ir­lits­að­ilar kanni hvort breytt skipu­lag á lóð­inni í Helgu­vík hafi kallað á nýtt meng­un­ar­dreifi­lík­an. Í gögnum frá Skipu­lags­stofnun segi að ekki sé ljost hvort eða hvernig breytt umfang mann­virkja hafi á reikn­ing­ana en miklar mæl­ingar hafi verið gerðar á svæð­inu og eft­ir­lits­stofn­anir fari yfir þetta mál ef þörf þykir á.

Í umhverf­is­mati fram­kvæmd­anna var lítið sem ekk­ert fjallað um lykt­ar­mengun frá verk­smiðj­unni. Umhverf­is­stofnun segir að það atriði hafi verið van­reifað í umhverf­is­mat­in­u. Lykt­ar­mengun hafi hins vegar ekki verið vanda­mál í nágrenni sam­bæri­legra verk­smiðja ann­ars staðar í heim­in­um.

Magnús Garð­ars­son, fyrr­ver­andi for­stjóri og stofn­andi United Sil­icon, er einnig grun­aður um að hafa falsað reikn­inga og náð þannig yfir hálfum millj­arði króna út úr fyr­ir­tæk­in­u. Magnús starf­aði áður hjá COWI í þrjú ár eða til árs­ins 2003.

Mikil lykt­ar­mengun var af verk­smiðj­unni í þann skamma tíma sem hún var starf­rækt. Umhverf­is­stofnun lét loka verk­smiðj­unni í haust vegna mik­illar meng­unar frá starf­sem­inni. Meng­unin hafði verið svo mik­il, frá því að Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þáver­andi iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, gang­setti ljós­boga­ofn­inn í fyrsta sinn 13. nóv­em­ber 2016, að íbúar í nágrenn­inu efndu til mót­mæla. Fjöl­margar kvart­anir höfðu borist til yfir­valda vegna lykt­ar­meng­unar frá verk­smiðj­unni.

Upp­fært og leið­rétt 15:03, 30.9.1017: Fréttin hefur verið leið­rétt og henni breytt. Beðist er vel­virð­ingar á mis­tök­un­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent