Breytingar á byggingum gætu kallað á nýja útreikninga

Loftdreifimengunartölur fyrir verksmiðju United Silicon eru hugsanlega gallaðar. Mikil lyktarmengun var frá verksmiðjunni í þann tíma sem hún starfaði.

Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur ekki fengið að starfa síðan í vor vegna mikillar mengunar frá verksmiðjunni og of lítilla úrbóta.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur ekki fengið að starfa síðan í vor vegna mikillar mengunar frá verksmiðjunni og of lítilla úrbóta.
Auglýsing

Ekki er ljóst hvort breytt til­högun bygg­inga á lóð United Sil­icon hefur á áhrif á loft­dreif­ingu frá verk­smiðj­unni.

Síð­ast­liðið vor var greint frá því að nýrri bygg­ingu hafi verið bætt inn í skipu­lag lóð­ar­innar í Helgu­vík tveimur og hálfu ári eftir að skýrsla um umhverf­is­mat vegna fram­kvæmd­anna var kynnt.

Skipu­lags­stofnun hafði ekki verið til­kynnt um þessa við­bót og óskaði eftir skýr­ingum frá bæj­ar­yf­ir­völdum í Reykja­nes­bæ. Þær skýr­ingar feng­ust loks að svo virt­ist sem að mis­tök hefðu verið gerð þegar breyt­ingar á teikn­ingum af verk­smiðj­unni voru sam­þykkt­ar, þvert á umhverf­is­mat og þau lof­orð sem gefin höfðu ver­ið.

Auglýsing

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Karen Kjart­ans­dótt­ir, tals­maður United Sil­icon,  að óháðir eft­ir­lits­að­ilar kanni hvort breytt skipu­lag á lóð­inni í Helgu­vík hafi kallað á nýtt meng­un­ar­dreifi­lík­an. Í gögnum frá Skipu­lags­stofnun segi að ekki sé ljost hvort eða hvernig breytt umfang mann­virkja hafi á reikn­ing­ana en miklar mæl­ingar hafi verið gerðar á svæð­inu og eft­ir­lits­stofn­anir fari yfir þetta mál ef þörf þykir á.

Í umhverf­is­mati fram­kvæmd­anna var lítið sem ekk­ert fjallað um lykt­ar­mengun frá verk­smiðj­unni. Umhverf­is­stofnun segir að það atriði hafi verið van­reifað í umhverf­is­mat­in­u. Lykt­ar­mengun hafi hins vegar ekki verið vanda­mál í nágrenni sam­bæri­legra verk­smiðja ann­ars staðar í heim­in­um.

Magnús Garð­ars­son, fyrr­ver­andi for­stjóri og stofn­andi United Sil­icon, er einnig grun­aður um að hafa falsað reikn­inga og náð þannig yfir hálfum millj­arði króna út úr fyr­ir­tæk­in­u. Magnús starf­aði áður hjá COWI í þrjú ár eða til árs­ins 2003.

Mikil lykt­ar­mengun var af verk­smiðj­unni í þann skamma tíma sem hún var starf­rækt. Umhverf­is­stofnun lét loka verk­smiðj­unni í haust vegna mik­illar meng­unar frá starf­sem­inni. Meng­unin hafði verið svo mik­il, frá því að Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þáver­andi iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, gang­setti ljós­boga­ofn­inn í fyrsta sinn 13. nóv­em­ber 2016, að íbúar í nágrenn­inu efndu til mót­mæla. Fjöl­margar kvart­anir höfðu borist til yfir­valda vegna lykt­ar­meng­unar frá verk­smiðj­unni.

Upp­fært og leið­rétt 15:03, 30.9.1017: Fréttin hefur verið leið­rétt og henni breytt. Beðist er vel­virð­ingar á mis­tök­un­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent