Breytingar á byggingum gætu kallað á nýja útreikninga

Loftdreifimengunartölur fyrir verksmiðju United Silicon eru hugsanlega gallaðar. Mikil lyktarmengun var frá verksmiðjunni í þann tíma sem hún starfaði.

Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur ekki fengið að starfa síðan í vor vegna mikillar mengunar frá verksmiðjunni og of lítilla úrbóta.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík hefur ekki fengið að starfa síðan í vor vegna mikillar mengunar frá verksmiðjunni og of lítilla úrbóta.
Auglýsing

Ekki er ljóst hvort breytt tilhögun bygginga á lóð United Silicon hefur á áhrif á loftdreifingu frá verksmiðjunni.

Síðastliðið vor var greint frá því að nýrri byggingu hafi verið bætt inn í skipulag lóðarinnar í Helguvík tveimur og hálfu ári eftir að skýrsla um umhverfismat vegna framkvæmdanna var kynnt.

Skipulagsstofnun hafði ekki verið tilkynnt um þessa viðbót og óskaði eftir skýringum frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Þær skýringar fengust loks að svo virtist sem að mistök hefðu verið gerð þegar breytingar á teikningum af verksmiðjunni voru samþykktar, þvert á umhverfismat og þau loforð sem gefin höfðu verið.

Auglýsing

Í samtali við Kjarnann segir Karen Kjartansdóttir, talsmaður United Silicon,  að óháðir eftirlitsaðilar kanni hvort breytt skipulag á lóðinni í Helguvík hafi kallað á nýtt mengunardreifilíkan. Í gögnum frá Skipulagsstofnun segi að ekki sé ljost hvort eða hvernig breytt umfang mannvirkja hafi á reikningana en miklar mælingar hafi verið gerðar á svæðinu og eftirlitsstofnanir fari yfir þetta mál ef þörf þykir á.

Í umhverfismati framkvæmdanna var lítið sem ekkert fjallað um lyktarmengun frá verksmiðjunni. Umhverfisstofnun segir að það atriði hafi verið vanreifað í umhverfismatinu. Lyktarmengun hafi hins vegar ekki verið vandamál í nágrenni sambærilegra verksmiðja annars staðar í heiminum.

Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi United Silicon, er einnig grunaður um að hafa falsað reikninga og náð þannig yfir hálfum milljarði króna út úr fyrirtækinu. Magnús starfaði áður hjá COWI í þrjú ár eða til ársins 2003.

Mikil lyktarmengun var af verksmiðjunni í þann skamma tíma sem hún var starfrækt. Umhverfisstofnun lét loka verksmiðjunni í haust vegna mikillar mengunar frá starfseminni. Mengunin hafði verið svo mikil, frá því að Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gangsetti ljósbogaofninn í fyrsta sinn 13. nóvember 2016, að íbúar í nágrenninu efndu til mótmæla. Fjölmargar kvartanir höfðu borist til yfirvalda vegna lyktarmengunar frá verksmiðjunni.

Uppfært og leiðrétt 15:03, 30.9.1017: Fréttin hefur verið leiðrétt og henni breytt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent