Helga Vala og Ágúst Ólafur leiða lista Samfylkingar í Reykjavík

Fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar verður í einu af efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson og Jóhanna Sigurðardóttir eru á listum flokksins.

Þau fjögur sem skipa tvö efstu sætin á sitthvorum lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi kosningum.
Þau fjögur sem skipa tvö efstu sætin á sitthvorum lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi kosningum.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin býður upp á nýja fram­bjóð­endur í efstu sætum lista sinna í báðum Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um. Helga Vala Helga­dóttir lög­maður verður í fyrsta sæti á fram­boðs­lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður og Páll Valur Björns­son, fyrr­ver­andi þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, verður í öðru sæti list­ans í því kjör­dæmi. Eva H. Bald­urs­dóttir verður svo í þriðja sæti.

Ágúst Ólafur Ágústs­son, fyrr­ver­andi vara­for­maður flokks­ins sem hætti í stjórn­málum árið 2009, snýr aftur og leiðir flokk­inn í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. Í öðru sæti verður Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Háskól­anum í Reykja­vík, en hún var í þriðja sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í því kjör­dæmi í kosn­ing­unum í fyrra. Í þriðja sæti lista þessa árs verður Einar Kára­son rit­höf­und­ur. Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, og Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, eru 22. sæti, svoköll­uðu heið­urs­sæti, í sitt hvoru kjör­dæm­inu.

Sam­fylk­ingin er sem stendur ekki með neinn þing­mann í Reykja­vík en flokk­ur­inn beið sögu­legt afhroð í kosn­ing­unum í fyrra­haust. Þá fékk hann ein­ungis 5,7 pró­sent atkvæða og þrjá þing­menn, alla af lands­byggð­inni. Fyrir ári voru þau Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir og Helgi Hjörvar í efstu sæt­unum á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en Össur Skarp­héð­ins­son leiddi í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður og Eva H. Bald­urs­dóttir var í öðru sæti. Hún fær­ist því niður um eitt sæti á list­anum í ár. Því liggur fyrir að engin þeirra þing­manna sem Sam­fylk­ingin hafði fram á síð­asta haust í Reykja­vík ætlar að reyna að kom­ast aftur á þing. Sig­ríður Ingi­björg er reyndar á lista, en situr í 21. sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Auk þeirra þriggja sem greint er frá hér að ofan mun Val­gerður Bjarna­dóttir heldur ekki sækj­ast eftir end­ur­komu. 

Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústs­son á 5,69 pró­sent hlut í móð­ur­fé­lagi Kjarn­ans sem hann eign­að­ist árið 2014. Hann hefur setið í stjórn mið­ils­ins. Í ljósi þess að Ágúst Ólafur hyggur á ný á stjórn­mála­þátt­töku hefur hann vikið úr stjórn og verður með öllu óvirkur eig­andi í félag­inu.

Reykja­vík suður

 1. Ágúst Ólafur Ágústs­son, háskóla­kenn­ari
 2. Jóhanna Vig­dís Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
 3. Einar Kára­son, rit­höf­undur
 4. Ell­ert B. Schram, for­maður Félags eldri borg­ara í Reykja­vík og fyrrv. þing­maður
 5. Vil­borg Odds­dótt­ir, félags­ráð­gjafi hjá Hjálp­ar­starfi Kirkj­unnar
 6. Þór­ar­inn Eyfjörð, fram­kvæmda­stjóri SFR – stétt­ar­fé­lags og leik­stjóri
 7. Inga Auð­björg Krist­jáns­dóttir Straum­land, vef­smið­ur, KaosPilot og athafna­stjóri
 8. Guð­mundur Gunn­ars­son, fyrrv. for­maður Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands
 9. Mar­grét M. Norð­da­hl, mynd­list­ar­kona
 10. Reynir Sig­ur­björns­son, raf­virki
 11. Sig­ríður Arn­dís Jóhanns­dótt­ir, verk­efna­stjóri á þjón­ustu­mið­stöð Mið­borgar og Hlíða
 12. Tómas Guð­jóns­son, stjórn­mála­fræði­nemi
 13. Kol­brún Birna Hall­gríms­dótt­ir, laga­nemi
 14. Hlal Jarah, veit­inga­maður á Mandi
 15. Ragn­heiður Sig­ur­jóns­dótt­ir, fjöl­skyldu­ráð­gjafi
 16. Reynir Vil­hjálms­son, eðl­is­fræð­ingur og fram­halds­skóla­kenn­ari
 17. Halla B. Thor­kels­son, fyrrv. for­maður Heyrn­ar­hjálpar
 18. Ída Finn­boga­dótt­ir, mann­fræð­ingur og vara­for­maður Ungra jafn­að­ar­manna í Reykja­vík
 19. Sig­urður Svav­ars­son, bóka­út­gef­andi
 20. Signý Sig­urð­ar­dótt­ir, við­skipta­fræð­ingur
 21. Björg­vin Guð­munds­son, við­skipta­fræð­ingur
 22. Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrrv. for­sæt­is­ráð­herra

Reykja­vík norður

 1. Helga Vala Helga­dótt­ir, lög­maður
 2. Páll Valur Björns­son, grunn­skóla­kenn­ari
 3. Eva Bald­urs­dótt­ir, lög­fræð­ingur
 4. Þór­ar­inn Snorri Sig­ur­geirs­son, for­maður Ungra jafn­að­ar­manna og stjórn­mála­fræð­ingur
 5. Nikólína Hildur Sveins­dótt­ir, mann­fræði­nemi
 6. Þröstur Ólafs­son, hag­fræð­ingur
 7. Sig­ríður Ásta Eyþórs­dóttir (Sassa), iðju­þjálfi í Haga­skóla
 8. Hall­grímur Helga­son, rit­höf­undur og mynd­list­ar­maður
 9. Anna Mar­grét Ólafs­dótt­ir, leik­skóla­stjóri
 10. Óli Jón Jóns­son, kynn­ing­ar- og fræðslu­full­trúi BHM
 11. Edda Björg­vins­dótt­ir, leik­kona og menn­ing­ar­stjórn­andi
 12. Birgir Þór­ar­ins­son (Biggi veira), tón­list­ar­maður í GusGus og DJ
 13. Jana Thuy Helga­dótt­ir, túlkur
 14. Leifur Björns­son, rútu­bíl­stjóri og leið­sögu­maður
 15. Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræð­ingur
 16. Her­var Gunn­ars­son, vél­stjóri
 17. Áshildur Har­alds­dótt­ir, flautuleik­ari
 18. Þor­kell Heið­ars­son, líf­fræð­ingur og tón­list­ar­maður
 19. Ingi­björg Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur
 20. Gunnar Lárus Hjálm­ars­son (Dr. Gunn­i), tón­list­ar­maður
 21. Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, hag­fræð­ingur og fyrrv. þing­kona
 22. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent