Helga Vala og Ágúst Ólafur leiða lista Samfylkingar í Reykjavík

Fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar verður í einu af efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson og Jóhanna Sigurðardóttir eru á listum flokksins.

Þau fjögur sem skipa tvö efstu sætin á sitthvorum lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi kosningum.
Þau fjögur sem skipa tvö efstu sætin á sitthvorum lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi kosningum.
Auglýsing

Samfylkingin býður upp á nýja frambjóðendur í efstu sætum lista sinna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Helga Vala Helgadóttir lögmaður verður í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Páll Valur Björnsson, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, verður í öðru sæti listans í því kjördæmi. Eva H. Baldursdóttir verður svo í þriðja sæti.

Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður flokksins sem hætti í stjórnmálum árið 2009, snýr aftur og leiðir flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í öðru sæti verður Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, en hún var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í því kjördæmi í kosningunum í fyrra. Í þriðja sæti lista þessa árs verður Einar Kárason rithöfundur. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, eru 22. sæti, svokölluðu heiðurssæti, í sitt hvoru kjördæminu.

Samfylkingin er sem stendur ekki með neinn þingmann í Reykjavík en flokkurinn beið sögulegt afhroð í kosningunum í fyrrahaust. Þá fékk hann einungis 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn, alla af landsbyggðinni. Fyrir ári voru þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar í efstu sætunum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður en Össur Skarphéðinsson leiddi í Reykjavíkurkjördæmi suður og Eva H. Baldursdóttir var í öðru sæti. Hún færist því niður um eitt sæti á listanum í ár. Því liggur fyrir að engin þeirra þingmanna sem Samfylkingin hafði fram á síðasta haust í Reykjavík ætlar að reyna að komast aftur á þing. Sigríður Ingibjörg er reyndar á lista, en situr í 21. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Auk þeirra þriggja sem greint er frá hér að ofan mun Valgerður Bjarnadóttir heldur ekki sækjast eftir endurkomu. 

Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústsson á 5,69 prósent hlut í móðurfélagi Kjarnans sem hann eignaðist árið 2014. Hann hefur setið í stjórn miðilsins. Í ljósi þess að Ágúst Ólafur hyggur á ný á stjórnmálaþátttöku hefur hann vikið úr stjórn og verður með öllu óvirkur eigandi í félaginu.

Reykjavík suður

 1. Ágúst Ólafur Ágústsson, háskólakennari
 2. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
 3. Einar Kárason, rithöfundur
 4. Ellert B. Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrv. þingmaður
 5. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi Kirkjunnar
 6. Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR – stéttarfélags og leikstjóri
 7. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, vefsmiður, KaosPilot og athafnastjóri
 8. Guðmundur Gunnarsson, fyrrv. formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
 9. Margrét M. Norðdahl, myndlistarkona
 10. Reynir Sigurbjörnsson, rafvirki
 11. Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri á þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða
 12. Tómas Guðjónsson, stjórnmálafræðinemi
 13. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi
 14. Hlal Jarah, veitingamaður á Mandi
 15. Ragnheiður Sigurjónsdóttir, fjölskylduráðgjafi
 16. Reynir Vilhjálmsson, eðlisfræðingur og framhaldsskólakennari
 17. Halla B. Thorkelsson, fyrrv. formaður Heyrnarhjálpar
 18. Ída Finnbogadóttir, mannfræðingur og varaformaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
 19. Sigurður Svavarsson, bókaútgefandi
 20. Signý Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur
 21. Björgvin Guðmundsson, viðskiptafræðingur
 22. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrv. forsætisráðherra

Reykjavík norður

 1. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður
 2. Páll Valur Björnsson, grunnskólakennari
 3. Eva Baldursdóttir, lögfræðingur
 4. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, formaður Ungra jafnaðarmanna og stjórnmálafræðingur
 5. Nikólína Hildur Sveinsdóttir, mannfræðinemi
 6. Þröstur Ólafsson, hagfræðingur
 7. Sigríður Ásta Eyþórsdóttir (Sassa), iðjuþjálfi í Hagaskóla
 8. Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistarmaður
 9. Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri
 10. Óli Jón Jónsson, kynningar- og fræðslufulltrúi BHM
 11. Edda Björgvinsdóttir, leikkona og menningarstjórnandi
 12. Birgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður í GusGus og DJ
 13. Jana Thuy Helgadóttir, túlkur
 14. Leifur Björnsson, rútubílstjóri og leiðsögumaður
 15. Vanda Sigurgeirsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
 16. Hervar Gunnarsson, vélstjóri
 17. Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari
 18. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og tónlistarmaður
 19. Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 20. Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), tónlistarmaður
 21. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur og fyrrv. þingkona
 22. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Samkvæmt því sem segir í nafnlausum skoðanadálki Morgunblaðsins í dag „gæti orðið bið á því“ að blaðið sendi fulltrúa sinn á fund félaga í BÍ til þess að ræða umdeilda skoðanaauglýsingu Samherja sem beindist gegn fréttamanninum Helga Seljan.
Morgunblaðsmenn ekki spenntir fyrir því að ræða auglýsingu Samherja við félagsmenn BÍ
Í ritstjórnardálki í Morgunblaðinu segir að það „gæti orðið bið á því“ að yfirmenn blaðsins þekkist boð um að mæta á fund félaga í Blaðamannafélaginu til að ræða siðferðileg álitaefni í tengslum við birtingu umdeildrar auglýsingar frá Samherja á mbl.is.
Kjarninn 5. maí 2021
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Umræða um málefni innflytjenda gengur fram af þingmanni – Skömm að tala málið niður
Þingmaður Vinstri grænni segir að Íslendingar eigi að sýna þann þroska að geta sinnt útlendingamálum með almennilegum hætti og gera það sem best – „við sem rík þjóð“. Umræða Miðflokksmanna hafi gengið fram af henni í gær.
Kjarninn 5. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
Kjarninn 5. maí 2021
Hluti þingliðs Miðflokksins á björtum og fallegum sumardegi fyrr á kjörtímabilinu.
Stillt upp á lista hjá Miðflokknum í öllum kjördæmum
Fimm manna uppstillingarnefndir munu setja saman framboðslista Miðflokksins í öllum kjördæmum landsins fyrir komandi kosningar, en ekki kosið í sæti á lista á félagsfundum. Fylgi flokksins hefur verið í nokkurri lægð að undanförnu.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent