Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Framboðslisti flokksins var samþykktur á fundi í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt tilkynningu frá flokknum.
Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingkona er í 2. sæti listans, Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrú er í 3. sæti, Finnur Beck, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur í 4. sæti og Sigurþóra Bergsdóttir, vinnusálfræðingur í 5. sæti. Öll eru þau ný í forystusætum Samfylkingarinnar í Kraganum. Listann í heild sinni er að finna hér að neðan.
Mikil stemning var á fundinum og eindrægni í máli þess mikla fjölda flokksmanna Samfylkingarinnar sem fundinn sóttu.
Listi Samfylkingarinnar, í Suðvesturkjördæmi:
- Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur
- Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fv. alþingismaður
- Adda María Jóhannsdóttir, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi
- Finnur Beck, lögfræðingur og stjórnmálafræðingur
- Sigurþóra Bergsdóttir, vinnusálfræðingur
- Símon Birgisson, dramatúrgur
- Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur
- Steinunn Dögg Steinsen, verkfræðingur
- Erna Indriðadóttir, fjölmiðlamaður
- Hjálmar Hjálmarsson, leikari og leikstjóri
- Kolbrún Þorkelsdóttir, lögfræðingur
- Kjartan Due Nielsen, verkefnastjóri
- Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri
- Hafsteinn Karlsson, skólastjóri
- Gerður Aagot Árnadóttir, læknir
- Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, stjórnmálafræðinemi og ritari Samfylkingarinnar
- Hildur Guðmundsdóttir, deildarstjóri
- Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri Eflingar
- Ýr Gunnlaugsdóttir, viðburðastjóri
- Gísli Geir Jónsson, verkfræðingur
- Rósanna Andrésdóttir, stjórnmálafræðingur
- Stefán Bergmann, líffræðingur og fv. dósent HÍ
- Jóhanna Axelsdóttir, kennari
- Ingvar Viktorsson, kennari og fv. bæjarstjóri í Hafnarfirði
- Rannveig Guðmundsdóttir, fv. bæjarfulltrúi, alþingismaður og ráðherra
- Árni Páll Árnason, lögfræðingur, fv. alþingsmaður og ráðherra