Markaðsvirði skráða félaga í kauphölli hækkaði um 2,3 prósent í dag, sem telst skörpun hækkun innan dags.
Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að lækka meginvexti um 0,25 prósentur niður í 4,25 prósent, kom mörgum á markaði á óvart, og virðist sem henni hafi fylgt jákvæðni á verðbréfamörkuðum.
Hækkunin nemur um 23 milljörðum króna, miðað við heildarvirði skráðra félaga á markaði í byrjun dags, sem var um eitt þúsund milljarðar króna.
Mesta hækkunin var á virði VÍS, um 5,7 prósent. Aðeins eitt fyrirtæki lækkaði, HB Grandi, en innan dagsins nam lækkun 0,68 prósentum.
Skörp lækkun varð á verði hlutabréfa eftir að ríkisstjórnin féll, um miðjan síðasta mánuð. Þá lækkaði virði félaga um meira en 3 prósent á einum degi. Fyrir stjórnarslitin var vísitalan 1.709 stig, en hún er nú komin í 1.713 stig.
Eins og jafnan á hlutabréfamörkuðum, þá segja dagbundnar sveiflur litla sögu um hvað er á seyði á markaði almennt, ekki síst á litlum markaði eins og þeim íslenska. Á þessu ári hefur markaðsvirði félaga lækkað um 8,8 prósent, en sé horft tólf mánuði aftur í tímann þá er lítilsháttar hækkun, eða um 1,28 prósent.