Íslenskir fjölmiðlar gætu orðið fyrirmynd erlendis

Mikilvægt þykir að auka sýnileika kvenna í ljósvakamiðlum og segist Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, finna fyrir breyttu viðhorfi innan fjölmiðla á síðustu misserum. Tölurnar tali sínu máli.

jafnretti_17497914629_o.jpg
Auglýsing

Kven­við­mæl­endum í ljós­vaka­miðlum fjölgar um 2 pró­sent milli ára og eru konur nú í 35 pró­sent til­fella við­mæl­end­ur. Þetta kemur fram í mæl­ingum Credit­info á stöðu kynj­anna í ljós­vaka­miðlum sem Félag kvenna í atvinnu­rekstri lét fram­kvæma. Konum í ljós­vaka­miðlum hefur fjölgað um 5 pró­sentu­stig á síð­ustu tveimur árum. 

Rakel Sveins­dótt­ir, for­maður Félags kvenna í atvinnu­líf­inu, segir að til mik­ils sé að vinna með því að vekja athygli á konum í fjöl­miðl­um. „Við sjáum á tölum að vit­und­ar­vakn­ing er að leiða til breyt­inga. Þær eru að eiga sér stað og þá er mik­il­vægt að halda áfram,“ segir hún og bætir við að nauð­syn­legt sé að hrósa fyrir það sem vel sé gert. 

Íslenskir fjöl­miðlar standi sig vel á heims­vís­u. Íslenskar konur draga upp með­al­talið sem mæld­ist 24 pró­sent árið 2015, sam­kvæmt Global Media Mon­itor­ing Project, það sama og var fimm árum áður. Hún seg­ist einnig gera sér vonir um að Ísland verði fyr­ir­mynd fyrir aðrar þjóðir í jafn­rétt­is­mál­u­m. 

Auglýsing

Færri konur í fréttum en þáttum

Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.„Það er einkar ánægju­legt að sjá aukn­ingu í hlut­deild kvenna í fjöl­miðl­um, annað árið í röð. Þótt enn sé nokkuð í land, skiptir miklu máli að íslenskir fjöl­miðlar eru að taka skref í rétta átt,“ segir Rakel. Einnig hvetur hún konur til að stíga fram, ekki aðeins þegar til þeirra er leitað heldur einnig að sýna frum­kvæði þegar það á við og hafa sjálfar sam­band við fjöl­miðla.

Færri konur birt­ast sem við­mæl­endur í fréttum en í þáttum og er hlut­fall þeirra 33 pró­sent sem er einu pró­sentu­stigi betra en árið á und­an. Hlut­fallið er 62 pró­sent körlum í vil í þáttum inn­lendra ljós­vaka­miðla. Þar sækja konur þó í sig veðrið og eru tveimur pró­sentu­stigum fleiri nú en árið á und­an. Kemur fram í könn­un­inni að ekki sé mark­tækur munur á milli útvarps- og sjón­varps­frétta.

Miklar breyt­ingar síð­ustu tvö ár

Þrátt fyrir að mark­mið­unum sé ekki náð þá eru þær samt sem áður ánægðar með breyt­ingu sem orðið hefur síð­ustu fjögur ár. Á síð­ustu tveimur árum hefur pró­sentan hækkað úr 30 í 35, borið saman við óbreytt ástand árin tvö þar á und­an. Þannig að staðan verður að telj­ast nokkuð góð núna, að mati Rakel­ar. 

Hún segir að öll aukn­ing skipti máli, til að mynda hafi staðan hald­ist óbreytt á heims­vísu í sjö ár sem hafi valdið því að hún hafi fundið fyrir áhuga erlendis frá. Til að mynda hafi Jafn­rétt­is­ráð Evr­ópu­þings sýnt verk­efni FKA áhuga og talið athygl­is­vert að draga fjöl­miðla að borð­i. 

Verður að efla konur í fjöl­miðlum

Rakel seg­ist finna fyrir auk­inni vit­und­ar­vakn­ingu hjá fjöl­miðl­um. Nokkrir sam­verk­andi þættir spili þar inn í til að stuðla að frek­ari sýni­leika kvenna í ljós­vaka­miðl­um. Í fyrsta lagi taki fjöl­miðlar nú frekar með­vit­aða ákvörðun um að breikka við­mæl­enda­hóp­inn og í öðru lagi að fjöl­breytni innan rit­stjórna leiði af sér fjöl­breytt­ara efni. Hún segir að til þess að efla konur í sam­fé­lag­inu þá þurfi að efla konur í fjöl­miðl­um.

Einnig end­ur­spegli umfjöll­unin kynja­hlut­fall í stjórn­málum og stjórn fyr­ir­tækja. Hún bendir á að ef halli á konum í valda­stöðum þá komi það niður á kynja­hlut­falli í fjöl­miðl­um. Rakel bendir á að fjöl­miðlar stjórni auð­vitað ekki hvernig jafn­rétti er háttað í sam­fé­lag­inu en þeir hjálpi tví­mæla­laust til. 

Þátt­ur­inn Sam­fé­lagið kom best út

Á fundi í húsa­kynnum Blaða­manna­fé­lags­ins 4. októ­ber kom fram að frétta­tímar RÚV standa sig betur en frétta­tímar 365. Konur eru 37 pró­sent við­mæl­enda þar á móti 63 pró­sent karla. Þær eru fimm pró­sentu­stigum færri hjá 365, eða 32 pró­sent á móti 68 pró­sent.

Þátt­ur­inn Sam­fé­lagið á Rás 1 stendur sig best en þar eru konur 51 pró­sent við­mæl­enda en karlar 49 pró­sent. Reykja­vík Síð­degis stendur sig ver­st, með hlut­fallið 24 pró­sent konur á móti 76 pró­sent karla og dalar hlut­fall kvenna milli ára.

Þrjú pró­sent við­mæl­enda komu 15 sinnum eða oftar fyrir í ljós­vaka­miðlum á tíma­bil­inu 1. sept­em­ber 2016 til 31. ágúst 2017. Þar af voru 99 karlar og 52 kon­ur. Sjö konur eru á topp tutt­ugu vin­sæl­ustu við­mæl­enda. Allar eru þær í stjórn­mál­um; Katrín Jak­obs­dóttir þar efst, svo Lilja Dögg Alfreðs­dótt­ir, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Birgitta Jóns­dótt­ir, Björt Ólafs­dótt­ir, Oddný G. Harð­ar­dóttir og Sig­ríður Á. And­er­sen.

Credit­info sá um að mæla frétta- og fjöl­miðlaum­fjöll­un­ina. Mæl­ing á hlut­föllum kynj­anna í ljós­vaka­miðlum nær til Rás 1, Rás 2, Bylgj­unn­ar, Sjón­varps­ins og Stöð 2 á tíma­bil­inu 1. sept­em­ber 2016 til 31. ágúst 2017. Horft var til allra við­mæl­enda frétta í ljós­vaka­miðl­um. Auk frétta voru helstu þættir mæld­ir.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent