Skorin upp herör gegn kóleru - Fækka skal dauðsföllum um 90% fyrir árið 2030

Kólera er illvígur sjúkdómur sem herjar frekar á þá sem eru fátækir og sem minna mega sín. Alþjóðasamfélagið hefur nú safnað saman liði til að koma í veg fyrir kóleru en til stendur að fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins um 90 prósent fyrir árið 2030.

Mikill kólerufaraldur herjar nú á Jemen.
Mikill kólerufaraldur herjar nú á Jemen.
Auglýsing

Átaki hefur verið hrundið af stað til að fækka dauðs­föllum af völdum kól­eru um 90 pró­sent fyrir árið 2030. Alþjóð­leg sam­tök um varnir gegn kól­eru ætla í sam­starfi við heil­brigð­is­yf­ir­völd fjölda ríkja og stofn­ana að enda kól­eru­far­ald heims­ins með metn­að­ar­gjarnri áætl­un. Þetta er í fyrsta skiptið sem skuld­bind­ing af þessu tagi hefur verið gerð og fagnar Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin henn­i. 

Sam­kvæmt frétta­stofu BBC munu full­trúar átaks­ins hitt­ast í Frakk­landi en nú berst fólk í Jemen við einn versta kól­eru­far­ald sem vitað er um. Minnst 770.000 manns hefur sýkst í land­inu og 2.000 dáið. Mörg fórn­ar­lambanna eru börn. 

Auglýsing

Sjúk­dómur fátæka manns­ins

Sjúk­dóm­ur­inn er gjarnan kall­aður sjúk­dómur fátæka manns­ins en hann er algengur þar sem margir búa á litlu svæði og þar sem hrein­læti er óbóta­vant. Um 2 millj­arður manna búa við vatns­skort og talið er að um 95.000 manns deyi árlega af völdum kól­eru. Tæp­lega þrjár millj­ónir manna sýkj­ast ár hvert og þykja þess vegna aðgerðir af þessu tagi brýn­ar. 

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin segir á vef­síðu sinni að þau taki glöð þátt í þessu sam­eig­in­lega frum­kvæði til að stöðva dauðs­föll af völdum kól­eru. „Sjúk­dóm­ur­inn herj­ast mest á fátæka og þá sem minna mega sín - þetta er algjör­lega óvið­un­and­i.“

Kól­era land­læg í þró­un­ar­lönd­unum

Kól­era er sýk­ing í melt­ing­ar­færum orsökuð af bakt­er­í­unni Vibrio cholerae en hún smit­ast með sýktu vatni. Þá er sér­stak­lega vara­samt það vatn sem lítil hreyf­ing er í og lítið líf. Bakt­er­ían veldur miklum upp­köst­um, nið­ur­gangi og krömpum og ef sjúk­dóm­ur­inn er ekki með­höndl­aður með réttum aðferðum eða lyfjum getur sá sýkti dáið á mjög skömmum tíma af völdum vökva­taps. 

Sýk­ingar völdum V.cholerae eru afar sjald­séðar á vest­ur­löndum en sjúk­dóm­ur­inn er land­lægur í þró­un­ar­lönd­unum þar sem hrein­læti er ábóta­vant. Á tíma­bil­inu 1817 til 1961 komu upp sjö heims­far­aldrar sem oft­ast áttu upp­runa sinn í Asíu og bár­ust hægt til Evr­ópu og Amer­íku. Sá síð­asti kom upp 1961 í Indónesíu og barst víða um heim á næstu ára­tug­um. Allir þessir sjö heims­far­aldrar eru taldir vera af völdum Vibrio cholerae O1. Árið 1992 varð á Ind­landi í fyrsta sinn vart sýk­ingar af völdum Vibrio cholerae O139. Þessi stofn hefur síðan þá greinst í a.m.k. 11 löndum í Suð-austur Asíu og ekki er ólík­legt að hann eigi eftir að dreifast víð­ar. Þetta kemur fram á vef­síðu Land­læknis

Jemenskur læknir sinnir sjúklingi sínum. Mynd: EPA

Slæmar aðstæður leiða til kól­eru­far­aldra

Á síð­ustu árum hefur kól­era víða komið upp, oft­ast í tengslum við slæma hrein­læt­is­að­stöðu og ófull­nægj­andi aðgang að hreinu vatni. Slíkar kring­um­stæður geta mynd­ast við ham­farir sem rjúfa vatns­leiðslur og eyði­leggja hrein­læt­is­kerfi. Annað dæmi er fólks­flutn­ingar sem leiða til mik­ils mann­fjölda sem dvelur við slæmar aðstæður í lengri tíma í flótta­manna­búðum með tak­mark­aðan aðgang að hreinu vatni og við­und­andi hreins­læt­is­að­stöð­u. 

V.cholerae þrífst vel á vatna­svæð­um. Hún getur lifað árum saman og fjölgað sér utan manns­lík­am­ans. Bakt­er­ían myndar eit­ur­efni sem veldur ein­kennum kól­eru og mik­inn fjölda bakt­ería þarf til að valda sýk­ingu.



Áætluð kól­erutil­felli á ári

Ind­land: 675.188 til­felli og 20.266 dauðs­föll

Eþíópía: 275.221 til­felli og 1.458 dauðs­fjöll.

Níger­ia: 220.397 til­felli og 8.375 dauðs­föll.

Haí­tí: 210.589 til­felli og 2.584 dauðs­föll.

Heim­ild­ir: Johns Hop­k­ins háskól­inn





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent