Skorin upp herör gegn kóleru - Fækka skal dauðsföllum um 90% fyrir árið 2030

Kólera er illvígur sjúkdómur sem herjar frekar á þá sem eru fátækir og sem minna mega sín. Alþjóðasamfélagið hefur nú safnað saman liði til að koma í veg fyrir kóleru en til stendur að fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins um 90 prósent fyrir árið 2030.

Mikill kólerufaraldur herjar nú á Jemen.
Mikill kólerufaraldur herjar nú á Jemen.
Auglýsing

Átaki hefur verið hrundið af stað til að fækka dauðs­föllum af völdum kól­eru um 90 pró­sent fyrir árið 2030. Alþjóð­leg sam­tök um varnir gegn kól­eru ætla í sam­starfi við heil­brigð­is­yf­ir­völd fjölda ríkja og stofn­ana að enda kól­eru­far­ald heims­ins með metn­að­ar­gjarnri áætl­un. Þetta er í fyrsta skiptið sem skuld­bind­ing af þessu tagi hefur verið gerð og fagnar Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin henn­i. 

Sam­kvæmt frétta­stofu BBC munu full­trúar átaks­ins hitt­ast í Frakk­landi en nú berst fólk í Jemen við einn versta kól­eru­far­ald sem vitað er um. Minnst 770.000 manns hefur sýkst í land­inu og 2.000 dáið. Mörg fórn­ar­lambanna eru börn. 

Auglýsing

Sjúk­dómur fátæka manns­ins

Sjúk­dóm­ur­inn er gjarnan kall­aður sjúk­dómur fátæka manns­ins en hann er algengur þar sem margir búa á litlu svæði og þar sem hrein­læti er óbóta­vant. Um 2 millj­arður manna búa við vatns­skort og talið er að um 95.000 manns deyi árlega af völdum kól­eru. Tæp­lega þrjár millj­ónir manna sýkj­ast ár hvert og þykja þess vegna aðgerðir af þessu tagi brýn­ar. 

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin segir á vef­síðu sinni að þau taki glöð þátt í þessu sam­eig­in­lega frum­kvæði til að stöðva dauðs­föll af völdum kól­eru. „Sjúk­dóm­ur­inn herj­ast mest á fátæka og þá sem minna mega sín - þetta er algjör­lega óvið­un­and­i.“

Kól­era land­læg í þró­un­ar­lönd­unum

Kól­era er sýk­ing í melt­ing­ar­færum orsökuð af bakt­er­í­unni Vibrio cholerae en hún smit­ast með sýktu vatni. Þá er sér­stak­lega vara­samt það vatn sem lítil hreyf­ing er í og lítið líf. Bakt­er­ían veldur miklum upp­köst­um, nið­ur­gangi og krömpum og ef sjúk­dóm­ur­inn er ekki með­höndl­aður með réttum aðferðum eða lyfjum getur sá sýkti dáið á mjög skömmum tíma af völdum vökva­taps. 

Sýk­ingar völdum V.cholerae eru afar sjald­séðar á vest­ur­löndum en sjúk­dóm­ur­inn er land­lægur í þró­un­ar­lönd­unum þar sem hrein­læti er ábóta­vant. Á tíma­bil­inu 1817 til 1961 komu upp sjö heims­far­aldrar sem oft­ast áttu upp­runa sinn í Asíu og bár­ust hægt til Evr­ópu og Amer­íku. Sá síð­asti kom upp 1961 í Indónesíu og barst víða um heim á næstu ára­tug­um. Allir þessir sjö heims­far­aldrar eru taldir vera af völdum Vibrio cholerae O1. Árið 1992 varð á Ind­landi í fyrsta sinn vart sýk­ingar af völdum Vibrio cholerae O139. Þessi stofn hefur síðan þá greinst í a.m.k. 11 löndum í Suð-austur Asíu og ekki er ólík­legt að hann eigi eftir að dreifast víð­ar. Þetta kemur fram á vef­síðu Land­læknis

Jemenskur læknir sinnir sjúklingi sínum. Mynd: EPA

Slæmar aðstæður leiða til kól­eru­far­aldra

Á síð­ustu árum hefur kól­era víða komið upp, oft­ast í tengslum við slæma hrein­læt­is­að­stöðu og ófull­nægj­andi aðgang að hreinu vatni. Slíkar kring­um­stæður geta mynd­ast við ham­farir sem rjúfa vatns­leiðslur og eyði­leggja hrein­læt­is­kerfi. Annað dæmi er fólks­flutn­ingar sem leiða til mik­ils mann­fjölda sem dvelur við slæmar aðstæður í lengri tíma í flótta­manna­búðum með tak­mark­aðan aðgang að hreinu vatni og við­und­andi hreins­læt­is­að­stöð­u. 

V.cholerae þrífst vel á vatna­svæð­um. Hún getur lifað árum saman og fjölgað sér utan manns­lík­am­ans. Bakt­er­ían myndar eit­ur­efni sem veldur ein­kennum kól­eru og mik­inn fjölda bakt­ería þarf til að valda sýk­ingu.Áætluð kól­erutil­felli á ári

Ind­land: 675.188 til­felli og 20.266 dauðs­föll

Eþíópía: 275.221 til­felli og 1.458 dauðs­fjöll.

Níger­ia: 220.397 til­felli og 8.375 dauðs­föll.

Haí­tí: 210.589 til­felli og 2.584 dauðs­föll.

Heim­ild­ir: Johns Hop­k­ins háskól­inn

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent