Skorin upp herör gegn kóleru - Fækka skal dauðsföllum um 90% fyrir árið 2030

Kólera er illvígur sjúkdómur sem herjar frekar á þá sem eru fátækir og sem minna mega sín. Alþjóðasamfélagið hefur nú safnað saman liði til að koma í veg fyrir kóleru en til stendur að fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins um 90 prósent fyrir árið 2030.

Mikill kólerufaraldur herjar nú á Jemen.
Mikill kólerufaraldur herjar nú á Jemen.
Auglýsing

Átaki hefur verið hrundið af stað til að fækka dauðs­föllum af völdum kól­eru um 90 pró­sent fyrir árið 2030. Alþjóð­leg sam­tök um varnir gegn kól­eru ætla í sam­starfi við heil­brigð­is­yf­ir­völd fjölda ríkja og stofn­ana að enda kól­eru­far­ald heims­ins með metn­að­ar­gjarnri áætl­un. Þetta er í fyrsta skiptið sem skuld­bind­ing af þessu tagi hefur verið gerð og fagnar Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin henn­i. 

Sam­kvæmt frétta­stofu BBC munu full­trúar átaks­ins hitt­ast í Frakk­landi en nú berst fólk í Jemen við einn versta kól­eru­far­ald sem vitað er um. Minnst 770.000 manns hefur sýkst í land­inu og 2.000 dáið. Mörg fórn­ar­lambanna eru börn. 

Auglýsing

Sjúk­dómur fátæka manns­ins

Sjúk­dóm­ur­inn er gjarnan kall­aður sjúk­dómur fátæka manns­ins en hann er algengur þar sem margir búa á litlu svæði og þar sem hrein­læti er óbóta­vant. Um 2 millj­arður manna búa við vatns­skort og talið er að um 95.000 manns deyi árlega af völdum kól­eru. Tæp­lega þrjár millj­ónir manna sýkj­ast ár hvert og þykja þess vegna aðgerðir af þessu tagi brýn­ar. 

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin segir á vef­síðu sinni að þau taki glöð þátt í þessu sam­eig­in­lega frum­kvæði til að stöðva dauðs­föll af völdum kól­eru. „Sjúk­dóm­ur­inn herj­ast mest á fátæka og þá sem minna mega sín - þetta er algjör­lega óvið­un­and­i.“

Kól­era land­læg í þró­un­ar­lönd­unum

Kól­era er sýk­ing í melt­ing­ar­færum orsökuð af bakt­er­í­unni Vibrio cholerae en hún smit­ast með sýktu vatni. Þá er sér­stak­lega vara­samt það vatn sem lítil hreyf­ing er í og lítið líf. Bakt­er­ían veldur miklum upp­köst­um, nið­ur­gangi og krömpum og ef sjúk­dóm­ur­inn er ekki með­höndl­aður með réttum aðferðum eða lyfjum getur sá sýkti dáið á mjög skömmum tíma af völdum vökva­taps. 

Sýk­ingar völdum V.cholerae eru afar sjald­séðar á vest­ur­löndum en sjúk­dóm­ur­inn er land­lægur í þró­un­ar­lönd­unum þar sem hrein­læti er ábóta­vant. Á tíma­bil­inu 1817 til 1961 komu upp sjö heims­far­aldrar sem oft­ast áttu upp­runa sinn í Asíu og bár­ust hægt til Evr­ópu og Amer­íku. Sá síð­asti kom upp 1961 í Indónesíu og barst víða um heim á næstu ára­tug­um. Allir þessir sjö heims­far­aldrar eru taldir vera af völdum Vibrio cholerae O1. Árið 1992 varð á Ind­landi í fyrsta sinn vart sýk­ingar af völdum Vibrio cholerae O139. Þessi stofn hefur síðan þá greinst í a.m.k. 11 löndum í Suð-austur Asíu og ekki er ólík­legt að hann eigi eftir að dreifast víð­ar. Þetta kemur fram á vef­síðu Land­læknis

Jemenskur læknir sinnir sjúklingi sínum. Mynd: EPA

Slæmar aðstæður leiða til kól­eru­far­aldra

Á síð­ustu árum hefur kól­era víða komið upp, oft­ast í tengslum við slæma hrein­læt­is­að­stöðu og ófull­nægj­andi aðgang að hreinu vatni. Slíkar kring­um­stæður geta mynd­ast við ham­farir sem rjúfa vatns­leiðslur og eyði­leggja hrein­læt­is­kerfi. Annað dæmi er fólks­flutn­ingar sem leiða til mik­ils mann­fjölda sem dvelur við slæmar aðstæður í lengri tíma í flótta­manna­búðum með tak­mark­aðan aðgang að hreinu vatni og við­und­andi hreins­læt­is­að­stöð­u. 

V.cholerae þrífst vel á vatna­svæð­um. Hún getur lifað árum saman og fjölgað sér utan manns­lík­am­ans. Bakt­er­ían myndar eit­ur­efni sem veldur ein­kennum kól­eru og mik­inn fjölda bakt­ería þarf til að valda sýk­ingu.Áætluð kól­erutil­felli á ári

Ind­land: 675.188 til­felli og 20.266 dauðs­föll

Eþíópía: 275.221 til­felli og 1.458 dauðs­fjöll.

Níger­ia: 220.397 til­felli og 8.375 dauðs­föll.

Haí­tí: 210.589 til­felli og 2.584 dauðs­föll.

Heim­ild­ir: Johns Hop­k­ins háskól­inn

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent