Katrín: Að stjórna landinu af skynsemi og yfirvegun

Formaður Vinstri grænna segir að almenningur kalli eftir heilindum, og yfirvegun í stjórnmálin.

Katrín jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, sagði í ræðu sinni á lands­fundi flokks­ins, sem hófst í dag, að almenn­ingur kall­aði eftir heil­indum í stjórn­mál­um. Hún hvatti flokks­menn til að sýna sam­stöðu fram að kosn­ing­um, og kynna stefnu flokks­ins með sam­tölum við fólk. „Kæru félag­ar, það eru breyttir tímar - og breyttir tímar kalla á breytta póli­tík. Lyk­ill­inn að póli­tískum stöð­ug­leika á Íslandi nútím­ans er sá að breyta vinnu­brögðum að koma hreint fram; að vanda stjórn­sýslu; að hlusta á önnur sjón­ar­mið af virð­ing­u. Og umfram allt: að stjórna land­inu af skyn­semi og yfir­veg­un. Þetta er ákall almenn­ings. Og þetta er ákall sem við Vinstri-græn ætlum að svara. Við bjóðum betri for­ystu fyrir Ísland, og allt aðrar áherslur en við höfum haft und­an­farin fjögur ár, for­ystu sem gerir betur og getur komið á alvöru póli­tískum stöð­ug­leika. Ekki stöð­ug­leika sem byggir á því að festa rang­læti í sess heldur stöð­ug­leika sem bygg­ist á sam­fé­lags­legri sátt. Félags­legum stöð­ug­leika,“ sagði Katrín í ræðu sinni.

Hug­mynda­snauðir hægri menn

Katrín gagn­rýndi enn fremur Sjálf­stæð­is­flokk­inn, og sagði hug­mynda­snauða hægri menn halda uppi hræðslu­á­róðri sem engin inni­stæða væri fyr­ir. „Og reyndar eru þeir þegar byrj­aðir með hræðslu­á­róður um skatta­hækk­anir vinstri­manna. Sjálfur skatta­flokk­ur­inn. Því hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing? Eða var það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í félagi við Fram­sókn sem hækk­aði virð­is­auka­skatt á mat­væli á síð­asta kjör­tíma­bili? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massa­vís? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem ætl­aði að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu? Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn getur lítið sagt um aðra. Hann er skatta­flokk­ur,“ sagði Katrín.

Í ræð­unni tal­aði hún fyrir mik­il­vægi félags­legra inn­viða, upp­bygg­ingu mennta- og heil­brigð­is­kerf­is­ins, og sagðiað Vinstri græn ætl­uðu sér ekki að hækka skatta á almenn­ing heldur reka sann­gjarna skatta­stefnu. „Allir tekju­hópar - nema þeir allra rík­ustu - borga hærra hlut­fall af tekjum sínum í skatt nú en fyrir 4 árum. Og þetta er sama þróun og við sáum á árunum 1991 til 2009,“ sagði Katrín.

Auglýsing

Ræðan í heild sinni, fer hér á eft­ir.

„Kæru félag­ar, góðir gest­ir.



Í upp­hafi þessa fundar vil ég fagna því að félagar okkar í ICAN, sam­tökum sem berj­ast gegn kjarn­orku­vopna­vá, hlutu Frið­ar­verð­laun Nóbels í morg­un, en við í Vinstri-grænum höfum verið óþreyt­andi að berj­ast fyrir því að Ísland taki afger­andi afstöðu gegn kjarn­orku­vopna­vánni á alþjóða­vett­vangi. Þessi verð­laun hleypa nýjum krafti í okkar bar­áttu hér heima.



En kæru félag­ar.



Í morgun heim­sótti ég þann félaga sem sam­kvæmt félaga­tal­inu er elsti félagi hreyf­ing­ar­innar okk­ar, Sig­rúnu Pét­urs­dótt­ur, sem er 97 ára að aldri. Sig­rún missti föður sinn, verka­lýðs­leið­toga á Sauð­ár­króki, tíu ára gömul og átti heilsu­veila móð­ur. Hún fékk aldrei að mennta sig en vann alla ævi frá 12 ára aldri. Hún þurfti að hætta störfum um sjö­tugt og hefði gjarnan viljað vinna leng­ur, eins og eldri borg­arar sam­tím­ans kalla einmitt eft­ir. Enda fór hún í áhuga­leik­fé­lag og lék síð­ast í verki eftir Dario Fo, þá níræð. Hún biður fyrir bestu kveðjur til fund­ar­ins.



Það er þessi saga sem er svo mik­il­væg. Sagan sem eldri kyn­slóðir á Íslandi skópu. Vel­ferð­ar­sam­fé­lagið sem var byggt upp fyrir bar­áttu harð­dug­legra karla og kvenna sem börð­ust fyrir auknum rétt­indum á vinnu­mark­aði, betri kjörum og bættu hús­næði. Upp­bygg­ing hér­aðs­skóla, mennta­skóla og síðar fjöl­braut­ar­skóla. Upp­bygg­ing Háskóla Íslands sem lengi vel var hýstur í þing­hús­inu. Bar­áttan fyrir almennu heil­brigð­is­kerfi. Land­spít­al­inn okkar sem var byggður af stór­hug vegna bar­áttu kvenna en þar var fyrsti sjúk­ling­ur­inn lagður inn 1930. Heilsu­vernd­ar­stöð Reykja­víkur sem vígð var 1957, ein­stök bygg­ing sem bar vitni um hug­sjónir á tímum þar sem Íslend­ingar voru mun fátæk­ari þjóð en nú um mund­ir. Sú hug­sjón snr­ust um að efla heilsu, koma í veg fyrir sjúk­dóma og slys, efla mæðra­vernd og ung­barna­eft­ir­lit. Og fyrsti yfir­læknir heilsu­verndar barna var konan sem ég er nefnd eft­ir, Katrín Thorodd­sen, en hún var ekki síst þekkt fyrir að tala beint við börnin en ekki við for­eld­rana sem þótti nýstár­legt á þeim tíma.



Á tímum í Íslands­sög­unni þar sem efnin voru minni voru hug­sjón­irnar stór­ar. Og það sem ég heyri, og það sem við öll heyr­um, er að fólkið í land­inu furðar sig á þeirri þver­sögn sem blasir við að á tímum þar sem allir efna­hags­legir mæli­kvarðar vísa í eina átt virð­ist samt ekki hægt að ráð­ast í þá nauð­syn­legu upp­bygg­ingu sam­fé­lags­stofn­ana sem er nauð­syn­leg. Það er látið eins og við höfum ekki efni á góðri heil­brigð­is­þjón­ustu, góðum skól­um, góðu vega­kerfi. Við segj­um: Hér þarf stefnu­breyt­ingu. Nú þarf að setja þarfir almenn­ings í for­gang og það er það sem við ætlum að gera fáum við til þess umboð í kom­andi kosn­ing­um. 



Kæru félag­ar.



Við stöndum hér á þessum lands­fundi með óvæntar kosn­ingar í aug­sýn eftir ein­ungis þrjár vik­ur. Og staðan sem blasir við er þessi:

Síð­asta rík­is­stjórn hrökkl­að­ist frá og við heyrum skýra kröfu frá fólk­inu í land­inu sem vill breytta tíma, nýja rík­is­stjórn sem setur hags­muni almenn­ings í for­gang.

Ísland þarf trausta rík­is­stjórn - sem vill gera betur fyrir fólkið í land­inu

og springur ekki vegna van­trausts og leynd­ar­hyggju löngu áður en kjör­tíma­bilið klár­ast.

Gerum bet­ur.



Gerum bet­ur er slag­orð okkar Vinstri-grænna í þessum kosn­ing­um;

því það þarf að gera svo miklu betur á svo mörgum sviðum

og við treystum okkur til þess.



Ef fólkið í land­inu vill breyttar áherslur í stjórn lands­ins þá segjum við: Gjörið svo vel, skoðið stefnu­skrá okkar og skynjið kraft­inn sem býr í okk­ur.

Þess vegna  göngum við nú til fundar við fólkið í land­inu

og óskum eftir umboði til að mynda góða og trausta rík­is­stjórn.

Við skulum vera bar­átt­uglöð og bjart­sýn;

ég hlakka til að vinna með ykkur og ég hlakka svo sann­ar­lega til að láta verkin tala eftir kosn­ing­ar.



Þó það sé vissu­lega vont að þurfa að halda kosn­ingar ár eftir ár

þegar rík­is­stjórnir hafa sprungið vegna spill­ing­ar­mála og van­trausts,

þá er nú samt gott að Íslend­ingar skuli fá nýtt tæki­færi til að ganga til kosn­inga núna þann, 28. októ­ber;

það er gott - því það er löngu kom­inn tími á breytta stefnu og betri stjórn;

rík­is­stjórn sem nýtir tæki­færin og sér mögu­leik­ana í fram­tíð­inni.



Kæru félag­ar,



nú er mikið talað um að það þurfi stöð­ug­leika í stjórn­ar­farið í land­inu.

Og það er alveg rétt.

En það er nú samt þannig að þeir stjórn­mála­menn sem tala hvað hæst og mest um stöð­ug­leika

- eru einmitt þeir sem síst hafa efni á því.



Eða hvað þykj­ast þing­menn og ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins

geta sagt kjós­endum um póli­tískan stöð­ug­leika?



Þetta er flokk­ur­inn sem leiddi hrun­stjórn­ina, sat í Panama­stjórn­inni

og leiddi nú síð­ast þá stjórn sem starf­aði svo stutt að ekk­ert nafn hafði fund­ist á hana.



Hver er lyk­ill­inn að póli­tískum stöð­ug­leika?



Ef þing­menn og ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins væru spurðir væri svarið lík­lega:

„stórir og sterkir stjórn­mála­flokk­ar“ - og já, þeir verða víst helst að vera gamlir líka. Og íhalds­sam­ir.

Óstöð­ug­leik­inn er alltaf ein­hverjum öðrum að kenna..

Hvernig væri að líta í eigin barm?



Stað­reyndin er sú að póli­tískur stöð­ug­leiki á Íslandi nútím­ans næst ekki með gam­al­dags frekjupóli­tík;

póli­tík þar sem „stórir og sterkir flokk­ar“ berja öll mál í gegn með offorsi og yfir­gangi án þess að hlusta á gagn­rýni eða aðrar raddir

og helst með minnsta mögu­lega meiri­hluta.

Þetta er vond og úrelt hug­mynd og auð­vitað springur slík rík­is­stjórn!



Kæru félag­ar,

það eru breyttir tímar - og breyttir tímar kalla á breytta póli­tík.



Lyk­ill­inn að póli­tískum stöð­ug­leika á Íslandi nútím­ans er sá að breyta vinnu­brögðum að koma hreint fram; að vanda stjórn­sýslu; að hlusta á önnur sjón­ar­mið af virð­ingu.

Og umfram allt: að stjórna land­inu af skyn­semi og yfir­veg­un.



Þetta er ákall almenn­ings.

Og þetta er ákall sem við Vinstri-græn ætlum að svara.

Við bjóðum betri for­ystu fyrir Ísland,

og allt aðrar áherslur en við höfum haft und­an­farin fjögur ár,

for­ystu sem gerir betur og getur komið á alvöru póli­tískum stöð­ug­leika.

Ekki stöð­ug­leika sem byggir á því að festa rang­læti í sess heldur stöð­ug­leika sem bygg­ist á sam­fé­lags­legri sátt. Félags­legum stöð­ug­leika.



En póli­tískur stöð­ug­leiki er nefni­lega ekki allt.

Hann er til dæmis lít­ils virði ef allir inn­viðir eru van­rækt­ir;

mennta­kerfið fjársvelt og grafið undan heil­brigð­is­kerf­inu okk­ar.

Og hvers virði er póli­tískur stöð­ug­leiki fyrir fólk sem er haldið niðri í stöðugri fátækt? Nær ekki endum saman um hver mán­aða­mót á sama tíma og talað er um efna­hags­legan upp­gang á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Það er nefni­lega stóra þver­sögnin í íslensku efna­hags­lífi og hana ætlum við að takast á við.



Stóra verk­efni næstu rík­is­stjórnar er nefni­lega ekki aðeins að springa ekki snemma á kjör­tíma­bil­inu.

Nei, gerum betur en það.



Stóra verk­efni næstu rík­is­stjórnar er að koma á alvöru stöð­ug­leika fyrir fólkið sem býr í þessu landi.

Og þegar ég segi alvöru stöð­ug­leiki, þá á ég við öfl­uga upp­bygg­ingu fyrir atvinnu­lífið og byggð­irn­ar, mennta­kerfið og heil­brigð­is­þjón­ust­una, aldr­aða og öryrkja og svo mætti lengi telja.

Það er eng­inn stöð­ug­leiki fólg­inn í því að láta inn­viði lands­ins mæta afgangi í miðju góð­æri.

En það er nú samt einmitt það sem síð­ustu tvær rík­is­stjórnir hafa gert.

Gerum bet­ur.



Kæru félag­ar,



við Vinstri græn höfum skýra sýn sem á brýnt erindi við þjóð­ina.

Þessi sýn snýst ekki ein­ungis um hvernig við stundum stjórn­mál­in;

hún snýst fyrst og fremst um það hvernig sam­fé­lagi við viljum til­heyra

og hvernig Ísland getur tek­ist á við áskor­anir 21. ald­ar­inn­ar.



Við trúum því að sam­fé­lag­inu vegni best þegar allir fá tæki­færi, ekki bara sum­ir; allt fólk, óháð efna­hag, upp­runa, aldri, kyni, búsetu.

Við viljum öfl­ugt atvinnu­líf og skatta­stefnu fyrir almenn­ing.

Okkur finnst fátækt vera ríku sam­fé­lagi til skammar,

ekki síst þegar hún er látin bitna á börnum og eldri borg­ur­um.



Og síð­ast en ekki síst, ágætu félag­ar,

þá erum við hreyf­ing sem var stofnuð af nátt­úru­vernd­ar­sinnum og femínist­um.

Þessu skulum við aldrei gleyma.

Þetta þótti stór­skrýtið undir lok síð­ustu aldar þegar hreyf­ingin okkar var stofn­uð,

en nú er flestum orðið ljóst að okkar fólk var á ein­fald­lega langt á undan sinni sam­tíð. Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, svo ég nefni nú þá læri­móður mína, var til dæmis langt á undan sinni sam­tíð.

Því nú er allt í einu nátt­úru­vernd og femín­ismi í stefnu­skrám allra flokka sem er fagn­að­ar­efni og besta mál.

En við erum græn í grunn­inn og við vorum alltaf femínistar, löngu áður en það var kúl,

og þetta er aðeins eitt dæmi um það hvað hreyf­ingin okkar hefur alltaf verið fram­sýn.



Kæru vin­ir, áskor­anir 21. ald­ar­innar eru gríð­ar­legar

og lík­lega tekur heim­ur­inn í kringum okkur hrað­ari breyt­ingum nú en nokkru sinni fyrr.



Við slíkar aðstæður þurfum við - sem búum hér á þess­ari ágætu eyju í miðju Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu - að vera fram­sýn.

Við þurfum að vera djörf og opin fyrir breyt­ing­um;

en um leið þurfum við að reyna að vera skrefi á undan og til­búin að takast á við þessar breyt­ing­ar.



Hvernig tök­umst við til dæmis á við tækni­bylt­ingu sam­tím­ans?

Hvað ætlum við að gera til að vinna gegn hlýnun lofts­lags?

Hvernig sigrumst við á sam­fé­lags­meini eins og kyn­ferð­is­of­beldi?

Hvernig tryggjum við að lýð­ræði muni virka eins og það á að gera?

Hvernig tryggjum við almanna­hags­muni?



Við Vinstri græn höfum skýra sýn fyrir landið okkar um það hvernig á að takast á við þessi risa­stóru við­fangs­efni.



Við vitum að til að mæta tækni­bylt­ing­unni þarf að hafa trú á mennt­un, rann­sóknum og nýsköp­un. Við vitum að við þurfum að vinna með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins að breyt­ingum og þróun á vinnu­mark­aði. Við vitum að það þarf að huga að allri lög­gjöf, ekki síst mann­rétt­ind­um, í tengslum við þessar breyt­ingar þannig að þær muni ekki stuðla að auk­inni stétt­skipt­ingu heldur einmitt auknum jöfn­uði.



Við vitum að það er hægt að vinna gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Við vitum að með því að kalla alla að borð­inu; háskóla- og vís­inda­sam­fé­lag­ið, aðila vinnu­mark­að­ar­ins, umhverf­is­vernd­ar­sam­tök, almenn­ing, sveit­ar­fé­lög og stofn­anir er hægt að vinnu að kolefn­is­hlut­leysi með því fyrst og fremst að draga úr los­un, til dæmis í gegnum orku­skipti í sam­göng­um, stór­iðju­stoppi, og kolefn­is­hlut­leysi í öllum atvinnu­greinum (land­bún­aði, sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu) en líka með því að auka bind­ingu og gera Ísland kolefn­is­hlut­laust 2040.



Við vitum að það þarf að gera átak líkt og við unnum að á kjör­tíma­bil­inu 2009-2013, átak gegn kyn­ferð­is­of­beldi. Við eigum þær til­lögur allar til­bún­ar; um úttekt á rétt­ar­stöðu brota­þola kyn­ferð­is­of­beldis og í kjöl­farið end­ur­bætur og heild­ar­end­ur­skoðun á kerf­inu, átak í fræðslu og for­vörn­um, full­gild­ingu Ist­an­búl-sátt­mál­ans og áfram­hald­andi við­horfs­breyt­ingu í sam­fé­lag­inu öllu.



Við vitum að við getum tekið á móti fleiri flótta­mönnum og inn­flytj­endum og við treystum okkur til að byggja upp inn­viði til að taka á móti þessu fólki sem auðgar sam­fé­lagið okkar allt og gerir það betra. Við getum gert miklu betur og leyfum engum að stilla upp inn­flytj­endum og flótta­fólki sem and­stæð­ingum ein­hverra ann­arra sem eiga undir högg að sækja. Við erum öll saman í þessu sam­fé­lagi.



Við vitum að það er hægt að vinna með opn­ari og lýð­ræð­is­legri hætti en tíðkast hef­ur. Við getum beitt aðferðum þátt­töku­lýð­ræðis í mun meira mæli en gert hefur verið til, til dæmis rök­ræðukann­anir og þjóð­fundi, um afmörkuð mál. Þannig sjáum við fyrir okkur að megi halda af stað af nýju með heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og skapa breið­ari sam­stöðu um hana en náðst hef­ur.

Og nú ríður á, kæru félag­ar, að við fáum góða kosn­ingu þann 28. októ­ber

og umboð almenn­ings til láta þessa sýn varða veg­inn inn í fram­tíð­ina.

Gerum bet­ur.



En kæru félag­ar, hver eru stóru kosn­inga­mál Vinstri grænna árið 2017?

Einn félagi sagði við mig í vik­unni:

„Það liggur nú í augum uppi,

við förum bara fram með sömu kosn­inga­mál og í fyrra

því það hefur ekk­ert breyst.“

Og það er nú nokkuð til í því.

Frá­far­andi rík­is­stjórn byrj­aði á að kynna stjórn­ar­sátt­mála um ekki neitt

og fylgdi því síðan eftir á við­eig­andi hátt með því að gera ekki neitt.



Fyrir kosn­ing­arnar á síð­asta ári spurðum við kjós­end­ur: Hverjum treystir þú?

Og sú spurn­ing sner­ist ekki aðeins um traust til að starfa af heið­ar­leika og stunda betri stjórn­mál.

Spurn­ingin átti líka að hvetja kjós­endur til að velta því fyrir sér hverjum væri treystandi

til að standa við stóru orð­in.

Um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins, sókn í mennta­mál­um, upp­bygg­ingu inn­viða og svo fram­veg­is.



En flokk­arnir í frá­far­andi rík­is­stjórn felldu grímuna,

og það hefur komið á dag­inn að fögur fyr­ir­heit þess­ara flokka voru inn­an­tóm orð.

Við Vinstri-græn stöndum hins vegar fast á okkur mál­um, óhögguð,

og getum end­ur­tekið spurn­ingu okkar til kjós­enda:

Hverjum treystir þú?



Þó að frá­far­andi rík­is­sjórn hafi ekki komið svo mikið sem einu fjár­laga­frum­varpi í gegnum þingið

þá vitum við samt hvað til stóð.

Því þremur dögum áður en stjórnin sprakk lagði hún fram fjár­laga­frum­varp,

byggt á fjár­mála­á­ætl­un, sem var sam­þykkt af stjórn­ar­þing­mönnum síð­ast­liðið vor.

Þetta eru mik­il­væg plögg því þau gera kjós­endum kleift að sjá í gegnum fag­ur­gala og lof­orða­flaum.



Stað­reyndin er sú að í fjögur ár hafa stjórn­völd í land­inu verið eins og lömuð

þegar kemur að mik­il­væg­ustu mála­flokk­unum - og þá sér­stak­lega í heil­brigð­is- og mennta­mál­um.



Frá­far­andi rík­is­stjórn lof­aði því að stór­auka fram­lög til heil­brigð­is­mála.

Í fyrsta lagi, þá þarf ekki aðeins að leið­rétta fyrir verð­lagi;

við erum ennþá langt frá því að halda í við fólks­fjölgun og breytta ald­urs­sam­setn­ingu þjóð­ar­inn­ar.

Svo ég tali nú ekki um tvær millj­ónir ferða­manna.

En í öðru lagi - og þetta er alvar­legra - þá hræra tals­menn rík­is­stjórn­ar­innar vís­vit­andi saman útgjöldum til bygg­ingar nýs Land­spít­ala og þeim útgjöldum sem eru nauð­syn­leg til að standa undir rekstri heil­brigð­is­kerf­is­ins.

Það þarf að gera grein­ar­mun á rekstri og fjár­fest­ingu, þetta hljóta ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar að vita.

Það var nauð­syn­legt að setja fjár­magn í nýjan spít­ala - og við erum ánægð með að það hafi loks­ins verið gert - en þetta eru fjár­munir sem fara í stein­steypu.

Það þarf samt ennþá að end­ur­reisa sjálft heil­brigð­is­kerf­ið; rekstur þess og þjón­ustu við sjúk­linga



Í stað­inn er alltaf gripið í þessar sömu gömlu gervi­lausnir:

Reynt að færa meira í hendur einka­að­ila og grafa undan heil­brigð­is­kerf­inu okk­ar;

reynt að brjóta heil­brigð­is­kerfið upp í lítil einka­fyr­ir­tæki

sem eru afhentar eignir og græða á tá og fingri - en eng­inn ber neina ábyrgð;

og allt er þetta á kostnað rík­is­sjóðs og þeirra sem eru veik­ir.



Í sam­göngu­málum er það sama uppi á ten­ingn­um.

Það á bara helst að koma þeim í einka­fram­kvæmd og leggja á vega­tolla

ein­ungis vegna þess að stjórn­völd treysta sér ekki til þess að byggja upp inn­við­ina eins og vera ber.



Og í mennta­málum - þar er nú metn­að­ar­leysið algjör­lega ein­stakt í sam­an­burði við önnur þróuð ríki.

Útgjöld til háskól­anna eru langt undir með­al­tali þró­aðra ríkja

og síð­ustu tvær rík­is­stjórnir hafa reynt leysa úr þessu með því að fækka nem­end­um;

draga úr aðgengi að háskóla­mennt­un.

Hvers konar stefna er þetta eig­in­lega?

Hvaða sýn býr þarna að baki?

Er það svona sem við tök­umst á við tækni­bylt­ingu 21. ald­ar­inn­ar?



Og sama má segja um fram­halds­skól­ana þar sem ákveðið var ein­hliða að stytta námið í þrjú ár í stað þess að gefa skól­unum fag­legt sjálf­stæði og svig­rúm eins og gert er ráð fyrir í lögum um fram­halds­skóla. Því var lofað af þáver­andi mennta­mála­ráð­herra að þetta væri ekki sparn­að­ar­ráð­stöfun heldur myndu fjár­mun­irnir sem spör­uð­ust nýt­ast inn í kerf­ið. Frá­far­andi rík­is­stjórn var ekki lengi að breyta því og taka alla þessa fjár­muni út úr kerf­inu í algjöru metn­að­ar­leysi.



Nei, kæru vin­ir, gerum bet­ur.

Höfum trú á fram­tíð­inni með því að

end­ur­reisa heil­brigð­is­kerfið okk­ar.

Það þarf að verja meiru til heil­brigð­is­mála en líka að for­gangs­raða í þágu hins opin­bera kerf­is; sjúkra­hús­anna, heilsu­gæsl­unn­ar, heil­brigð­is­stofn­ana út um land. Það þarf að lækka greiðslu­þátt­töku sjúk­linga og tryggja að fólk sé ekki sligað af reikn­ingum fyrir nauð­syn­legum lyfjum og lækn­is­þjón­ustu. Það þarf að verja meiru í for­varnir og lýð­heilsu.

Það þarf að blása til sóknar í mennta­mál­um. Þar er und­ir­staðan fyrir fram­tíð­ina, öflug mennt­un, rann­sóknir og nýsköp­un. Þar eigum við að fjölga nem­endum en ekki að fækka, efla gæðin en ekki rýra.

Það þarf að  byggja upp inn­við­ina um land allt. Auka raf­orku­ör­yggi um allt land, bæta sam­göngur eða fjar­skipti.

Við getum gert það og við eigum að gera það.

Gerum bet­ur.



Kæru vin­ir,

hug­mynda­snauðir hægri­menn munu halda því fram að þetta sé ekki hægt;

það sé bara ekki til nóg af pen­ing­um.

Hvern­ig? segja þeir.

Hver á að borga?

Þarf ekki að hækka skatta á almenn­ing og fyr­ir­tæki til að standa undir þess­ari stefnu?



Og reyndar eru þeir þegar byrj­aðir með hræðslu­á­róður um skatta­hækk­anir vinstri­manna. Sjálfur skatta­flokk­ur­inn. Því hvað hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn gert annað en að hækka skatta á almenn­ing? Eða var það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í félagi við Fram­sókn sem hækk­aði virð­is­auka­skatt á mat­væli á síð­asta kjör­tíma­bili? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og fylgitungl hans sem boða nú veggjöld í massa­vís? Er það ekki Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem ætl­aði að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu? Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn getur lítið sagt um aðra. Hann er skatta­flokk­ur.



En við munum ekki hækka skatta á almenn­ing í land­inu

heldur munum við reka sann­gjarna skatta­stefnu;

með því að inn­heimta afnota­gjöld af auð­lindum og fá þá allra tekju­hæstu og eigna­mestu um að leggja aðeins meira til eins og tíðkast nú flestum skatt­kerfum í kringum okk­ur.



Og það er ekki nema sann­gjarnt.

Ekki síst vegna þess að þetta er sá hópur sem græðir lang­sam­lega mest í góð­ær­inu,

en líka vegna þess að síð­ast­liðin fjögur ár hefur skatt­byrðin auk­ist hjá öllum öðrum tekju­hópum í land­inu.

Allir tekju­hópar - nema þeir allra rík­ustu - borga hærra hlut­fall af tekjum sínum í skatt nú en fyrir 4 árum.

Og þetta er sama þróun og við sáum á árunum 1991 til 2009.



En þetta er ekki nátt­úru­lög­mál;

það þarf ekki að vera þannig að skatt­byrðin auk­ist hjá öllum - nema þeim sem þéna best og eiga mest.

Gerum bet­ur.



Kæru félag­ar.

Það er nefni­lega svo að við getum gert betur með þann frá­bæra efni­við sem við eig­um.



Ísland er í meg­in­at­riðum frá­bært sam­fé­lag. Við búum í frá­bæru landi, við búum að góðum innvið­um, hér er frið­sælt og gott að vera, hér er ágæt almenn mennt­un, hreint vatn, frá­bært ung­barna- og mæðra­eft­ir­lit, frá­bært íþrótta­fólk, ótrú­leg tón­list  menn­ing, ein­stök nátt­úra og svona gæti ég lengi talið. Við eigum svo margt.



En við getum gert bet­ur. Og við þurfum öll: For­stjór­inn og ræsti­tækn­ir­inn. Trillukarl­inn á Flat­eyri og bif­véla­virk­inn í Kópa­vogi. Fram­halds­skóla­nem­inn og elli­líf­eyr­is­þeg­inn. Smið­ur­inn og þing­mað­ur­inn að átta okkur á því að við erum hluti af lausn­inni en ekki vand­an­um. Að við getum ekki byggt þetta sam­fé­lag öðru­vísi en sam­an.

Ástæða þess að hér byggð­ist upp vel­ferð­ar­kerfi var að ólíkir aðilar tóku höndum saman um það verk­efni. Það voru þau sem á undan okkar gengu. Og fyrir því þurfti að berj­ast en á end­anum vannst sigur sem tryggði upp­bygg­ingu sam­fé­lags­legra inn­viða og hnýtti sam­fé­lag okkar sterk­ari hnútum en áður.



Leiðin til að sam­eina íslenskt sam­fé­lag er að sam­ein­ast um upp­bygg­ingu þess­ara inn­viða!

Fólkið í land­inu vill eiga rétt á mann­sæm­andi öruggu og heil­brigðu lífi.

Fólkið í land­inu vill vera varið fyrir óvissu.. Fólkið í land­inu vill búa í hús­næði sem hefur efni á og vera í vinnu með sann­gjörn og góð laun.

Fólkið í land­inu vill geta treyst því að rík­is­stjórn og Alþingi fari skyn­sam­lega með fé þannig að ekki skap­ist of mikil þensla en um leið sé fjár­munum varið til upp­bygg­ingar í almanna­þágu.

Fólkið í land­inu vill geta treyst því að sam­fé­lagið grípi það þegar það dett­ur, vill geta treyst því að heil­brigð­is­þjón­ustan virki þegar það þarf á henni að halda, vill geta treyst því að afar okkar og ömmur sem byggðu upp þetta sam­fé­lag líði ekki skort og vill að börnin okkar fái að minnsta kosti sömu tæki­færi og við.



En ef við viljum að þetta ger­ist skiptir máli hvernig við verjum okkar atkvæði. Við þurfum að taka stjórn­ina á þessu sam­fé­lagi og breyta stefn­unni. Við viljum leiða rík­is­stjórn um þau mark­mið, góða rík­is­stjórn fyrir fólkið í land­inu Við viljum gera bet­ur.



Kæru félag­ar,

það hefur ekki farið fram­hjá neinum að okkar sýn og okkar stefna á nú hljóm­grunn í sam­fé­lag­inu. Það er með­byr með Vinstri-grænum og við finnum það hvar sem við kom­um. Og við finnum að sá með­byr er með okkar stefnu – hann snýst ekki um óánægju með aðra flokka. Þetta er gríð­ar­lega mik­il­væg stað­reynd sem sýnir að það er ákall um stefnu­breyt­ingu í sam­fé­lag­inu sem við eigum að verða við. Sem sýnir að okkur hefur tek­ist að byggja okkur upp sem jákvætt stjórn­mála­afl og að stefna okkar höfðar til fólks um land allt úr ólíkum átt­um.



Við skulum samt var­ast að fagna um of góðu gengi í skoð­ana­könn­un­um;

mér er sama um góðar kann­anir - ég vil góðar kosn­ing­ar.

Og að sama skapi skulum við var­ast það að reyna að mynda rík­is­stjórn fyrir kosn­ing­ar.

Nú er okkar eina verk­efni að sækj­ast eftir umboði almenn­ings til að mynda rík­is­stjórn eftir kosn­ing­ar;

góða og trausta rík­is­stjórn - sem gerir betur fyrir fólkið í land­inu og ræðst í þá nauð­syn­legu upp­bygg­ingu á vel­ferð­ar­sam­fé­lagi sem er kallað eftir hvaðanæva á land­inu.



Kæru félag­ar,

nú skulum við nota þann með­byr sem við finnum og kraft­inn í okkar góða fólki

til að reka öfl­uga kosn­inga­bar­áttu og sækja fram til sig­urs.

Það er þrjár vikur til stefnu og við skulum nýta tím­ann vel;

með því að tala við fólk, kynna okkar sýn og fara með þann kraft alla leið inn í kjör­dag­inn. Gerum bet­ur, svörum ákall­inu um stefnu­breyt­ingu og förum alla leið.



Og svo segjum við áfram Ísland. Íslenska karla­lands­liðið er að spila við Tyrk­land hér á eftir og þeir munu fara alla leið. Alveg eins og við förum alla leið hér í Vinstri-græn­um!



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent