Samfylkingin hafnar einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu samkvæmt nýrri ályktun

Kynntir voru framboðslistar Samfylkingarinnar og ályktun flokksstjórnarfundar flokksins birt í dag föstudaginn 6. október.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin hafnar einka­væð­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins og leggur höf­uð­á­herslu á að bæta heil­brigð­is­þjón­ustu í opin­berri eigu. Þetta kom fram í ályktun flokks­stjórn­ar­fundar Sam­fylk­ing­ar­innar sem fram fór föstu­dag­inn 6. októ­ber á Hótel Natura. 

Á kom­andi kjör­tíma­bili leggur Sam­fylk­ingin meg­in­á­herslu á nokkur grund­vall­ar­at­riði. Í fyrsta lagi leggur flokk­ur­inn áherslu á betri lífs­kjör og auk­inn jöfn­uðu. Þrátt fyrir efna­hags­legan upp­gang þurfi margir í röðum öryrkja, eldri borg­ara, sjúk­linga og barna­fólks að ótt­ast um afkomu sínu um hver mán­aða­mót. 

Auglýsing

Lofa tvö­fallt hærri barna­bótum

Segir í álykt­un­inni að lág­launa­fólk og leigj­endur séu fastir í fátækt­ar­gildru með þeim afleið­ingum að mörg börn búa við fátækt og skort. Ungt fólk kom­ist ekki úr for­eldra­hús­um. Jafn­fram segir að næsta rík­is­stjórn verði að taka afdrifa­rík skref til þess að bæta kjör þessa fólks.

Þau ætla að auka veru­lega stuðn­ing við barna­fjöl­skyldur með tvö­falt hærri barna­bótum og auknum hús­næð­is­stuðn­ingi. Þau vilja stuðla að bygg­ingu þús­unda leigu­í­búða á vegum félaga sem starfa án hagn­að­ar­sjón­ar­miða, færa skatta­byrði frá milli- og lág­tekju­fólki til þeirra sem hana geta borið, tryggja að þjóðin fái rétt­látan arð af sam­eig­in­legum auð­lindum og bæta lífs­gæði aldr­aðra og öryrkja, hækkum líf­eyri og drögum veru­lega úr tekju­skerð­ingu líf­eyr­is.

Stór­auka fram­lög til heil­brigð­is­þjón­ustu, vega­gerðar og lög­gæslu

Í öðru lagi segir í álykt­un­inni að flokk­ur­inn ætli að standa við stóru orðin í heil­brigð­is­mál­u­m. 
Stór­auknum fram­lögum hafi verið lofað til heil­brigð­is­þjón­ustu, vega­gerðar og lög­gæslu í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu en um 86 þús­und manns skrif­uðu undir áskorun um að end­ur­reisa heil­brigð­is­kerf­ið. Frá­far­andi stjórn­ar­flokkar hafi lofað að setja þessi mál í algjöran for­gang en ekk­ert hafi verið gert með þennan vilja þjóð­ar­inn­ar.

Þau vilja einnig lækka heil­brigðis­kostnað fólks veru­lega og auð­velda aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu. Og ráð­ast í átak í geð­heil­brigð­is­málum og heilsu­efl­ingu almennt. 

Tala um sókn í mennta­málum

Í þriðja lagi er fjallað um sókn í mennta­mál­um. Þá segir að menntun sé lyk­ill­inn að auk­inni verð­mæta­sköpun og betri lífs­kjör­um. Íslend­ingar standi í and­dyri tækni­bylt­ingar þar sem starfs­hættir eiga eftir að breyt­ast veru­lega. Miklar breyt­ingar verði á vinnu­mark­aði og skól­arnir þurfa að búa nem­endur undir þær með því að leggja áherslu á grunn­þætti á borð við félags­færni, sköpun og gagn­rýna hugs­un.

Þau vilja gefa nem­endum tæki­færi til þess að þroska hæfi­leika sína í skap­andi grein­um, list­um, rann­sóknum og nýsköpun til að mæta nýjum áskor­unum í lífi og starfi. Þau vilja einnig auka virð­ingu fyrir kenn­urum og bregð­umst við kenn­ara­skorti, fjár­magna há­skóla til jafns við það sem ger­ist ann­ars staðar á Norð­ur­löndum og styðja betur við fjöl­breytta fram­halds­skóla út um allt land og vinnum gegn brott­falli fram­halds­skóla­nema með mark­vissum aðgerð­um.

Vilja vinna að nýrri stjórn­ar­skrá

Enn­fremur segir í álykt­un­inni að þau vilji ráð­ast í átak gegn ofbeldi og taka á móti fleiri flótta­mönnum og vöndum mót­töku hæl­is­leit­enda, sér­stak­lega barna. Þau ætla að stór­auka fjár­fest­ingu í vega­gerð með fjár­mögnun sam­göngu­á­ætl­un­ar, taka mark­viss skref til þess að standa við skuld­bind­ingar þeirra í bar­átt­unni gegn hlýnun jarðar og súrnun sjávar og flýta orku­skiptum í sam­göngum með skipu­lagi og hleðslu­stöðvum um allt land. 

Að end­ingu segir að þau ætli að treystum þjóð­inni. 
Traust sé einn mik­il­væg­asti þáttur stjórn­mál­anna og til að vinna sér traust meðal þjóð­ar­innar verði alþing­is­menn að treysta þjóð­inni sem gaf þeim umboð, hlusta á hana og virða. Þeir megi ekki skýla sér á bak við laga­tækni þegar koma þarf í veg fyrir ómann­úð­lega með­ferð á börnum á flótta, veita á upp­lýs­ingar sem varða almanna­hags­muni eða virða nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Stjórn­mála­menn eigi ekki sjálfir að ráða leik­regl­unum sem þeir spila eft­ir. 

„Vinnum af krafti á nýju kjör­tíma­bili að nýrri stjórn­ar­skrá á grunni vand­aðrar vinnu stjórn­laga­ráðs sem afger­andi meiri­hluti lýsti stuðn­ingi við í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu,“ segir að lok­um. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent