Samfylkingin hafnar einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu samkvæmt nýrri ályktun

Kynntir voru framboðslistar Samfylkingarinnar og ályktun flokksstjórnarfundar flokksins birt í dag föstudaginn 6. október.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Sam­fylk­ingin hafnar einka­væð­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins og leggur höf­uð­á­herslu á að bæta heil­brigð­is­þjón­ustu í opin­berri eigu. Þetta kom fram í ályktun flokks­stjórn­ar­fundar Sam­fylk­ing­ar­innar sem fram fór föstu­dag­inn 6. októ­ber á Hótel Natura. 

Á kom­andi kjör­tíma­bili leggur Sam­fylk­ingin meg­in­á­herslu á nokkur grund­vall­ar­at­riði. Í fyrsta lagi leggur flokk­ur­inn áherslu á betri lífs­kjör og auk­inn jöfn­uðu. Þrátt fyrir efna­hags­legan upp­gang þurfi margir í röðum öryrkja, eldri borg­ara, sjúk­linga og barna­fólks að ótt­ast um afkomu sínu um hver mán­aða­mót. 

Auglýsing

Lofa tvö­fallt hærri barna­bótum

Segir í álykt­un­inni að lág­launa­fólk og leigj­endur séu fastir í fátækt­ar­gildru með þeim afleið­ingum að mörg börn búa við fátækt og skort. Ungt fólk kom­ist ekki úr for­eldra­hús­um. Jafn­fram segir að næsta rík­is­stjórn verði að taka afdrifa­rík skref til þess að bæta kjör þessa fólks.

Þau ætla að auka veru­lega stuðn­ing við barna­fjöl­skyldur með tvö­falt hærri barna­bótum og auknum hús­næð­is­stuðn­ingi. Þau vilja stuðla að bygg­ingu þús­unda leigu­í­búða á vegum félaga sem starfa án hagn­að­ar­sjón­ar­miða, færa skatta­byrði frá milli- og lág­tekju­fólki til þeirra sem hana geta borið, tryggja að þjóðin fái rétt­látan arð af sam­eig­in­legum auð­lindum og bæta lífs­gæði aldr­aðra og öryrkja, hækkum líf­eyri og drögum veru­lega úr tekju­skerð­ingu líf­eyr­is.

Stór­auka fram­lög til heil­brigð­is­þjón­ustu, vega­gerðar og lög­gæslu

Í öðru lagi segir í álykt­un­inni að flokk­ur­inn ætli að standa við stóru orðin í heil­brigð­is­mál­u­m. 
Stór­auknum fram­lögum hafi verið lofað til heil­brigð­is­þjón­ustu, vega­gerðar og lög­gæslu í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu en um 86 þús­und manns skrif­uðu undir áskorun um að end­ur­reisa heil­brigð­is­kerf­ið. Frá­far­andi stjórn­ar­flokkar hafi lofað að setja þessi mál í algjöran for­gang en ekk­ert hafi verið gert með þennan vilja þjóð­ar­inn­ar.

Þau vilja einnig lækka heil­brigðis­kostnað fólks veru­lega og auð­velda aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu. Og ráð­ast í átak í geð­heil­brigð­is­málum og heilsu­efl­ingu almennt. 

Tala um sókn í mennta­málum

Í þriðja lagi er fjallað um sókn í mennta­mál­um. Þá segir að menntun sé lyk­ill­inn að auk­inni verð­mæta­sköpun og betri lífs­kjör­um. Íslend­ingar standi í and­dyri tækni­bylt­ingar þar sem starfs­hættir eiga eftir að breyt­ast veru­lega. Miklar breyt­ingar verði á vinnu­mark­aði og skól­arnir þurfa að búa nem­endur undir þær með því að leggja áherslu á grunn­þætti á borð við félags­færni, sköpun og gagn­rýna hugs­un.

Þau vilja gefa nem­endum tæki­færi til þess að þroska hæfi­leika sína í skap­andi grein­um, list­um, rann­sóknum og nýsköpun til að mæta nýjum áskor­unum í lífi og starfi. Þau vilja einnig auka virð­ingu fyrir kenn­urum og bregð­umst við kenn­ara­skorti, fjár­magna há­skóla til jafns við það sem ger­ist ann­ars staðar á Norð­ur­löndum og styðja betur við fjöl­breytta fram­halds­skóla út um allt land og vinnum gegn brott­falli fram­halds­skóla­nema með mark­vissum aðgerð­um.

Vilja vinna að nýrri stjórn­ar­skrá

Enn­fremur segir í álykt­un­inni að þau vilji ráð­ast í átak gegn ofbeldi og taka á móti fleiri flótta­mönnum og vöndum mót­töku hæl­is­leit­enda, sér­stak­lega barna. Þau ætla að stór­auka fjár­fest­ingu í vega­gerð með fjár­mögnun sam­göngu­á­ætl­un­ar, taka mark­viss skref til þess að standa við skuld­bind­ingar þeirra í bar­átt­unni gegn hlýnun jarðar og súrnun sjávar og flýta orku­skiptum í sam­göngum með skipu­lagi og hleðslu­stöðvum um allt land. 

Að end­ingu segir að þau ætli að treystum þjóð­inni. 
Traust sé einn mik­il­væg­asti þáttur stjórn­mál­anna og til að vinna sér traust meðal þjóð­ar­innar verði alþing­is­menn að treysta þjóð­inni sem gaf þeim umboð, hlusta á hana og virða. Þeir megi ekki skýla sér á bak við laga­tækni þegar koma þarf í veg fyrir ómann­úð­lega með­ferð á börnum á flótta, veita á upp­lýs­ingar sem varða almanna­hags­muni eða virða nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Stjórn­mála­menn eigi ekki sjálfir að ráða leik­regl­unum sem þeir spila eft­ir. 

„Vinnum af krafti á nýju kjör­tíma­bili að nýrri stjórn­ar­skrá á grunni vand­aðrar vinnu stjórn­laga­ráðs sem afger­andi meiri­hluti lýsti stuðn­ingi við í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu,“ segir að lok­um. Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent