Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, verður aftur efstur á lista flokksins í Norðausturkjördæmi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn. Allir listar flokksins eru fléttaðir með konum og körlum til jafns. Hildur Betty Kristjánsdóttir, kennari og doktorsnemi, er í öðru sæti listans.
Benedikt er eini þingmaður Viðreisnar úr kjördæminu á því þingi sem nú er að ljúka. Framboðslistinn er hér að neðan.
Auglýsing
Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
- Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar
- Hildur Betty Kristjánsdóttir, kennari,sérfræðingur og doktorsnemi
- Jens Hilmarsson, lögreglumaður
- Ester Sigurásta Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
- Kristófer Alex Guðmundsson, hugbúnaðarverkfræðinemi
- Anna Hildur Guðmundsdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi
- Friðrik Sigurðsson, f.v. forseti sveitarstjórnar Norðurþings
- Rut Jónsdóttir, sjávarútvegsfræðingur / viðskiptafræðingur
- Hjalti Jónsson, sálfræðingur og tónlistarmaður
- Una Dögg Guðmundsdóttir, kennari
- Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, tölvunarfræðingur
- Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, stjórnmálafræðingur og verslunarstjóri
- Ari Erlingur Arason, félagsliði ÖA
- Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, mannauðsstjóri
- Guðmundur Lárus Helgason, þjónustufulltrúi
- Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli
- Valtýr Hreiðarsson, ferðaþjónustubóndi
- Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
- Guðmundur Þórarinn Tulinius, skipaverkfræðingur,leiðsögumaður og Polar Law kandídat
- Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur