Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður oddviti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Því er ljóst að hann ætlar að halda sig við sama kjördæmi og hann hefur setið á þingi fyrir undanfarin tvö kjörtímabil. Þá var hann kjörinn fyrir hönd Framsóknarflokksins.
Annað sæti á lista flokksins í kjördæminu skipar Anna Kolbrún Árnadóttir menntunarfræðingur, Akureyri og þriðja sæti skipar Þorgrímur Sigmundsson verktaki, Norðurþingi.
Auglýsing
M-listi Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður. Fljótsdalshérað
- Anna Kolbrún Árnadóttir menntunarfræðingur. Akureyri
- Þorgrímur Sigmundsson verktaki. Norðurþing
- Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi. Eyjafjarðarsveit
- Anna Þórhildur Kristmundsdóttir millistjórnandi Fjarðaál. Fjarðarbyggð
- Hannes Karlsson framkvæmdastjóri. Akureyri
- Sigurður Valdimar Olgeirsson leiðtogi Fjarðaál. Fjarðarbyggð
- Helga Þórarinsdóttir verkefnastjóri Fljótsdalshérað
- Magnea María Jónudóttir nemi Fjarðabyggð
- Regína Helgadóttir bókari. Akureyri
- Ragnar Jónsson sölumaður. Eyjafjarðarsveit
- Sigríður Bergvinsdóttir hársnyrtimeistari. Akureyri
- Hannes Karl Hilmarsson verkstjóri. Fljótsdalshérað
- Úlfhildur Rögnvaldsdóttir lífeyrisþegi. Akureyri
- Björn Ármann Ólafsson skógarbóndi. Fljótsdalshérað
- María Guðrún Jónsdóttir verkakona. Norðurþing
- Þórólfur Ómar Óskarsson bóndi. Eyjafjarðarsveit
- Guðmundur Þorgrímsson verktaki. Fjarðabyggð
- Aðalbjörn Arnarsson framkvæmdastjóri. Langanesbyggð
- Einar Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri. Fjarðarbyggð