Nýtt fríblað kemur út í fyrsta sinn á morgun

Birtingur og Kjarninn gefa í samstarfi út fríblaðið Mannlíf í fyrsta sinn á morgun, fimmtudaginn 12. október. Blaðinu verður dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu.

mannlíf 11.10.2017
Auglýsing

Mann­líf, nýtt frí­blað, kemur út í fyrsta sinn á morg­un. Blað­inu verður dreift á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í 80 þús­und ein­tök­um. Það er sam­starfs­verk­efni útgáfu­fé­lags­ins Birt­ings og Kjarn­ans miðla.

Í Mann­lífi er lagt mikið upp úr gæðum efnis úr mörgum átt­um. Rit­stjórn Kjarn­ans sér um vinnslu frétta, frétta­skýr­inga, úttekta, skoð­ana­greina og frétta­tengdra við­tala á meðan að rit­stjórnir Gest­gjafans, Hús og híbýla og Vik­unnar vinna áhuga­vert og skemmti­legt efni inn í aft­ari hluta blaðs­ins. Efn­is­tök eru því afar fjöl­breytt. Í Mann­lífi er að finna lífstílstengt efni um heim­ili, hönn­un, ferða­lög, mat og drykk í bland við vand­aðar frétta­skýr­ingar og við­töl við áhuga­vert fólk.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að sam­starfs­verk­efnið gefi Kjarn­anum frá­bært tæki­færi til að koma sínu efni til nýrra mark­hópa. „Kjarn­inn hefur skil­greint sig sem efn­is­fram­leið­anda um nokk­urra ára skeið sem nýtir sér þær leiðir sem í boði eru til að koma efni til les­enda og neyt­enda. Við erum mjög spennt að sjá hver við­brögðin verða fyrir þess­ari nýju við­bót á fjöl­miðla­mark­að­inn.“

Auglýsing

Gunn­laugur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Birt­ings, segir að fyr­ir­tækið sér­hæfi sig í fram­leiðslu á hágæða­efni um heim­ili, hönn­un, ferða­lög, mat og drykk. „Fram­leiðslu­geta Birt­ings er ekki full­nýtt og það er svig­rúm til þess að auka hana og finna því efni nýjan far­veg. Í núver­andi mynd sinnir Birt­ingur ekki frétta­flutn­ingi og þess vegna er sam­starf við Kjarn­ann aug­ljóst. Frí­blaðið Mann­líf er sam­starfs­verk­efni miðl­anna, þar sem hver mið­ill sér­hæfir sig í því sem hann gerir best, Við munum áfram leita hag­kvæmra leiða til þess að þjón­usta áskrif­endur og les­endur tíma­rita Birt­ings enn frekar, jafn­framt því að dreifa efni okkar til stærri hóps. Sam­starfið við Kjarn­ann er fyrsta skrefið á þeirri veg­ferð.“

Meira úr sama flokkiInnlent