Nýtt fríblað kemur út í fyrsta sinn á morgun

Birtingur og Kjarninn gefa í samstarfi út fríblaðið Mannlíf í fyrsta sinn á morgun, fimmtudaginn 12. október. Blaðinu verður dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu.

mannlíf 11.10.2017
Auglýsing

Mann­líf, nýtt frí­blað, kemur út í fyrsta sinn á morg­un. Blað­inu verður dreift á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í 80 þús­und ein­tök­um. Það er sam­starfs­verk­efni útgáfu­fé­lags­ins Birt­ings og Kjarn­ans miðla.

Í Mann­lífi er lagt mikið upp úr gæðum efnis úr mörgum átt­um. Rit­stjórn Kjarn­ans sér um vinnslu frétta, frétta­skýr­inga, úttekta, skoð­ana­greina og frétta­tengdra við­tala á meðan að rit­stjórnir Gest­gjafans, Hús og híbýla og Vik­unnar vinna áhuga­vert og skemmti­legt efni inn í aft­ari hluta blaðs­ins. Efn­is­tök eru því afar fjöl­breytt. Í Mann­lífi er að finna lífstílstengt efni um heim­ili, hönn­un, ferða­lög, mat og drykk í bland við vand­aðar frétta­skýr­ingar og við­töl við áhuga­vert fólk.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að sam­starfs­verk­efnið gefi Kjarn­anum frá­bært tæki­færi til að koma sínu efni til nýrra mark­hópa. „Kjarn­inn hefur skil­greint sig sem efn­is­fram­leið­anda um nokk­urra ára skeið sem nýtir sér þær leiðir sem í boði eru til að koma efni til les­enda og neyt­enda. Við erum mjög spennt að sjá hver við­brögðin verða fyrir þess­ari nýju við­bót á fjöl­miðla­mark­að­inn.“

Auglýsing

Gunn­laugur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Birt­ings, segir að fyr­ir­tækið sér­hæfi sig í fram­leiðslu á hágæða­efni um heim­ili, hönn­un, ferða­lög, mat og drykk. „Fram­leiðslu­geta Birt­ings er ekki full­nýtt og það er svig­rúm til þess að auka hana og finna því efni nýjan far­veg. Í núver­andi mynd sinnir Birt­ingur ekki frétta­flutn­ingi og þess vegna er sam­starf við Kjarn­ann aug­ljóst. Frí­blaðið Mann­líf er sam­starfs­verk­efni miðl­anna, þar sem hver mið­ill sér­hæfir sig í því sem hann gerir best, Við munum áfram leita hag­kvæmra leiða til þess að þjón­usta áskrif­endur og les­endur tíma­rita Birt­ings enn frekar, jafn­framt því að dreifa efni okkar til stærri hóps. Sam­starfið við Kjarn­ann er fyrsta skrefið á þeirri veg­ferð.“

Origo selur hlut í Tempo fyrir 4,3 milljarða
Söluhagnaður Origo er um þrír milljarðar og hækkar virði eftirstandandi hlutar félagsins í Tempo um tvo milljarða í bókum félagsins.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Bjarni Már Júlíusson
Bjarni Már: Uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra óverðskulduð og meiðandi
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segist hafa fengið kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR og Orku náttúrunnar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Uppsögn Áslaugar Thelmu talin réttmæt
Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Orku Náttúrunnar, var réttmæt að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Öll 12 mánaða gömul börn eiga að fá tryggt leikskólapláss fyrir lok 2023
Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í 5,2 milljarða króna fjárfestingu á næstu fimm árum til að fjölga leikskólaplássum um 700-750. Nýir leikskólar verða meðal annars byggðir. Framkvæmdirnar eiga að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Íslendingar henda fjórfalt meira rusli í klósettið en Svíar
Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag, 19. nóvember, og er þema ársins 2018 salernislausnir í anda náttúrunnar, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Ari Skúlason
Hvernig kostnaði við einkavæðingu er velt á bankagjaldkera
Kjarninn 19. nóvember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Norræn félagsfræði
Kjarninn 19. nóvember 2018
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Kvika kaupir GAMMA - Kaupverðið lækkað umtalsvert frá því í júní
Kaupverð Kviku á GAMMA hefur lækkað mikið frá því að viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð í júní. Hluti kaupverðsins er greiddur með hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent