Nýtt fríblað kemur út í fyrsta sinn á morgun

Birtingur og Kjarninn gefa í samstarfi út fríblaðið Mannlíf í fyrsta sinn á morgun, fimmtudaginn 12. október. Blaðinu verður dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu.

mannlíf 11.10.2017
Auglýsing

Mann­líf, nýtt frí­blað, kemur út í fyrsta sinn á morg­un. Blað­inu verður dreift á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í 80 þús­und ein­tök­um. Það er sam­starfs­verk­efni útgáfu­fé­lags­ins Birt­ings og Kjarn­ans miðla.

Í Mann­lífi er lagt mikið upp úr gæðum efnis úr mörgum átt­um. Rit­stjórn Kjarn­ans sér um vinnslu frétta, frétta­skýr­inga, úttekta, skoð­ana­greina og frétta­tengdra við­tala á meðan að rit­stjórnir Gest­gjafans, Hús og híbýla og Vik­unnar vinna áhuga­vert og skemmti­legt efni inn í aft­ari hluta blaðs­ins. Efn­is­tök eru því afar fjöl­breytt. Í Mann­lífi er að finna lífstílstengt efni um heim­ili, hönn­un, ferða­lög, mat og drykk í bland við vand­aðar frétta­skýr­ingar og við­töl við áhuga­vert fólk.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að sam­starfs­verk­efnið gefi Kjarn­anum frá­bært tæki­færi til að koma sínu efni til nýrra mark­hópa. „Kjarn­inn hefur skil­greint sig sem efn­is­fram­leið­anda um nokk­urra ára skeið sem nýtir sér þær leiðir sem í boði eru til að koma efni til les­enda og neyt­enda. Við erum mjög spennt að sjá hver við­brögðin verða fyrir þess­ari nýju við­bót á fjöl­miðla­mark­að­inn.“

Auglýsing

Gunn­laugur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Birt­ings, segir að fyr­ir­tækið sér­hæfi sig í fram­leiðslu á hágæða­efni um heim­ili, hönn­un, ferða­lög, mat og drykk. „Fram­leiðslu­geta Birt­ings er ekki full­nýtt og það er svig­rúm til þess að auka hana og finna því efni nýjan far­veg. Í núver­andi mynd sinnir Birt­ingur ekki frétta­flutn­ingi og þess vegna er sam­starf við Kjarn­ann aug­ljóst. Frí­blaðið Mann­líf er sam­starfs­verk­efni miðl­anna, þar sem hver mið­ill sér­hæfir sig í því sem hann gerir best, Við munum áfram leita hag­kvæmra leiða til þess að þjón­usta áskrif­endur og les­endur tíma­rita Birt­ings enn frekar, jafn­framt því að dreifa efni okkar til stærri hóps. Sam­starfið við Kjarn­ann er fyrsta skrefið á þeirri veg­ferð.“

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent