Nýtt fríblað kemur út í fyrsta sinn á morgun

Birtingur og Kjarninn gefa í samstarfi út fríblaðið Mannlíf í fyrsta sinn á morgun, fimmtudaginn 12. október. Blaðinu verður dreift í 80 þúsund eintökum á höfuðborgarsvæðinu.

mannlíf 11.10.2017
Auglýsing

Mann­líf, nýtt frí­blað, kemur út í fyrsta sinn á morg­un. Blað­inu verður dreift á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í 80 þús­und ein­tök­um. Það er sam­starfs­verk­efni útgáfu­fé­lags­ins Birt­ings og Kjarn­ans miðla.

Í Mann­lífi er lagt mikið upp úr gæðum efnis úr mörgum átt­um. Rit­stjórn Kjarn­ans sér um vinnslu frétta, frétta­skýr­inga, úttekta, skoð­ana­greina og frétta­tengdra við­tala á meðan að rit­stjórnir Gest­gjafans, Hús og híbýla og Vik­unnar vinna áhuga­vert og skemmti­legt efni inn í aft­ari hluta blaðs­ins. Efn­is­tök eru því afar fjöl­breytt. Í Mann­lífi er að finna lífstílstengt efni um heim­ili, hönn­un, ferða­lög, mat og drykk í bland við vand­aðar frétta­skýr­ingar og við­töl við áhuga­vert fólk.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir að sam­starfs­verk­efnið gefi Kjarn­anum frá­bært tæki­færi til að koma sínu efni til nýrra mark­hópa. „Kjarn­inn hefur skil­greint sig sem efn­is­fram­leið­anda um nokk­urra ára skeið sem nýtir sér þær leiðir sem í boði eru til að koma efni til les­enda og neyt­enda. Við erum mjög spennt að sjá hver við­brögðin verða fyrir þess­ari nýju við­bót á fjöl­miðla­mark­að­inn.“

Auglýsing

Gunn­laugur Árna­son, stjórn­ar­for­maður Birt­ings, segir að fyr­ir­tækið sér­hæfi sig í fram­leiðslu á hágæða­efni um heim­ili, hönn­un, ferða­lög, mat og drykk. „Fram­leiðslu­geta Birt­ings er ekki full­nýtt og það er svig­rúm til þess að auka hana og finna því efni nýjan far­veg. Í núver­andi mynd sinnir Birt­ingur ekki frétta­flutn­ingi og þess vegna er sam­starf við Kjarn­ann aug­ljóst. Frí­blaðið Mann­líf er sam­starfs­verk­efni miðl­anna, þar sem hver mið­ill sér­hæfir sig í því sem hann gerir best, Við munum áfram leita hag­kvæmra leiða til þess að þjón­usta áskrif­endur og les­endur tíma­rita Birt­ings enn frekar, jafn­framt því að dreifa efni okkar til stærri hóps. Sam­starfið við Kjarn­ann er fyrsta skrefið á þeirri veg­ferð.“

Alþingi
Leggja til að launatekjur undir 300 þúsund verði skattfrjálsar
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu um 54 milljarða tilfærslu á skattbyrði, af láglaunafólki og yfir á annars vegar hærri launaða og eignafólk og hins vegar ríkið.
Kjarninn 25. september 2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent