Tekjur streymisveitna nægja enn ekki til að bæta upp samdrátt í sölu

Tónlistarmenn og útgefendur hafa ekki farið varhluta af breyttum aðstæðum í útgáfu á síðastu áratugum. Eftir að geisladiskasala féll hefur verið von um að niðurhal og streymi muni vega upp á móti samdrætti í sölunni.

Gríðarlega hefur dregið úr sölu á geisladiskum undanfarin ár en salan náði hámarki árið 1999.
Gríðarlega hefur dregið úr sölu á geisladiskum undanfarin ár en salan náði hámarki árið 1999.
Auglýsing

Útgáfa og sala geisla­diska og platna hér­lendis hefur dreg­ist stór­lega saman á und­an­förnum árum en útgáfum hefur fækkað um helm­ing frá því er best lét um mið­bik síð­asta ára­tug­ar. Þetta kemur fram í frétt á vef Hag­stof­unn­ar. 

Sam­dráttur í sölu ein­taka og verð­mæti frá útgef­endum og dreif­endum hefur verið enn meiri. Frá alda­mótum lætur nærri að seldum ein­tökum hafi fækkað um 87 af hundraði og sölu­verð­mæti lækk­aði um 80 af hundraði reiknað á föstu verð­lag­i. 

Guð­rún Björk Bjarna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri STEFs Sam­band tón­skálda og eig­enda flutn­ings­rétt­ar, segir að þessar fréttir komi ekki á óvart. Þetta rími við þær upp­lýs­ingar sem sam­tökin eru með en hún bendir þó á að sá hluti tón­list­ar­geirans sem snýr að nið­ur­hali og streymi hafi vaxið mikið á und­an­förnum árum. 

Auglýsing

87.000 manns nota Spotify á Íslandi

Guðrún Björk BjarnadóttirEftir nið­ur­sveiflu á árunum 1999 til 2014 byrj­aði mark­að­ur­inn aftur að vaxa árið 2015 og hefur verið í vexti síð­an. Guð­rún Björk segir að mik­ill fjöldi fólks á Íslandi nýti nú Spotify en um 66.000 manns greiði nú fyrir þjón­ust­una í land­inu og 21.000 noti hana án gjalds. Um 9.000 af áskrif­endum séu í fjöl­skyldu­ákrift og megi þess vegna ætla að enn fleiri nýti sér streym­isveit­una.

Í frétt Hag­stof­unnar segir aftur á móti að ört vax­andi tekjur af nið­ur­hali og streymi á tón­list hin allra síð­ustu ár vegi lítið upp á móti þeim sam­drætti sem orðið hefur í tekjum af sölu tón­list­ar.

 Frá 1979 og fram til 1991, er útgáfum tók að fjölga umtals­vert með til­komu geisla­disks­ins, voru að jafn­aði gefin út innan við 70 hljóð­rit árlega . Útgáfan náði hámarki árið 2006, en það ár voru útgefnir titlar 299 að tölu. Síðan hefur útgefnum titlum fækkað nær sam­fellt, en árin 2014 og 2015 voru útgáf­urnar 142 og 138 hvort ár, eða víð­líka fjöldi og í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins.

Árið 2016 seld­ust hér á landi 112 þús­und ein­tök geisla­diska og hljóm­platna sam­an­borið við 868 þús­und ein­tök árið 1999 þegar fjöldi seldra ein­taka náði hámarki. Frá árinu 2005 hefur seldum ein­tökum fækkað sam­fellt eða úr 823 þús­undum árið 2005. 

Sala platna og diska í staf­rænu formi dugar ekki

Heild­ar­verð­mæti seldra geisla­diska, hljóm­platna og staf­rænna skráa á síð­asta ári nam 455 millj­ónum króna, eða innan við þriðj­ungi af sölu­verð­mæti árs­ins 1999, reiknað á verð­lagi þess árs. Á síð­asta ári varð í fyrsta sinn í mörg ár lít­il­leg aukn­ing í sölu­and­virði tón­listar frá fyrra ári. Stafar það af sífellt auknu vægi sölu á staf­rænum skrám af heild­ar­sölu platna og geisla­diska. 

Sam­kvæmt Hag­stof­unni hefur til­koma sölu platna og diska í formi staf­rænna skráa í nið­ur­hali og streymi þó engan veg­inn dugað til að vega upp á móti þeim sam­drætti sem orðið hefur í sölu geisla­diska og hljóm­platna. Frá árinu 2010 er tölur voru fyrst teknar saman um sölu­verð­mæti staf­rænna skráa nemur sala þeirra stöðugt stærri hluta af hljóð­rita­söl­unni talið í verð­mæt­um, eða frá um sex af hundraði árið 2010 í 60 af hundraði af sölu síð­asta árs.

Of fáir hlusta á íslenska tón­list á Spotify

Vanda­mál­ið, að mati Guð­rúnar Bjark­ar, er hins vegar að íslenskir not­endur Spotify nota veit­una síður til að hlusta á íslenska tón­list en talið er að um 6,7 pró­sent af streymi á Íslandi séu frá íslenskum höf­und­um. Hún segir að nokkur breyt­ing hafi þó orðið á þessu ári en með vin­sældum íslenskra rapp­ara á Spotify virð­ist þetta hlut­fall fara hækk­and­i. 

En þrátt fyrir að tón­list­ar­veitur komi ekki í stað­inn fyrir plötu­sölu þá bendir Guð­rún Björk á að áður en þær komu til sög­unnar ein­kennd­ist geir­inn mikið af sjó­ræn­ingja­starf­semi og þjófn­aði á net­inu. Hún segir að þessar nýju aðstæður séu betri því þá sé alla­vega ein­hver til að semja við. 

Aðrar veitur á borð við Face­book og YouTube stjórna einnig umferð tón­listar á net­inu. Að mati Guð­rúnar er mik­il­vægt að laga lagaum­hverfði til að texta- og laga­höf­undar fái greitt fyrir þá notkun sem þar á sér stað en evr­ópsk höf­unda­rétt­ar­sam­tök séu að berj­ast fyrir slíkum breyt­ingum innan ESB. Ekki sé sann­gjart að fá lítið eða ekk­ert end­ur­gjald fyrir það efni sem þessar stóru veitur streyma.

Rekstur STEFs hefur þó gengið ágæt­lega und­an­farin ár, að sögn Guð­rúnar Bjark­ar. Sam­tökin hafi aukið tekjur á öðrum svið­um, til að mynda erlendis frá. Í heild­ina litið hafi því tekjur tón­höf­unda í gegnum STEF auk­ist ár frá ári þrátt fyrir hrun á sölu hljóm­platna. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent