Vilji fyrir algjörri fríverslun við Breta

Undirbúningur er hafinn að samningaviðræðum Íslendinga og Breta um framtíðarsamskipti eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Stefnt er á algjöra fríverslun milli landanna eða í það minnsta sömu kjör og bjóðast nú.

ýsa fiskur sjór
Auglýsing

Brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu gæti raskað verulega íslenskum viðskiptahagsmunum, ekki síst í sjávarútvegi sem á mikið undir viðskiptum og öðrum samskiptum við Bretland. Þetta kemur fram í Fiskifréttum í morgun en rætt var við Stefán Hauk Jóhannesson og Sigurgeir Þorgeirsson um undirbúninginn að samningaviðræðum um framtíðarsamskipti við Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu.

„Það er nú þannig að í gegnum EES samninginn og í einstökum tilvikum gagnvart gamla EFTA samningnum höfum við almennt mjög góð kjör inn á Evrópu,“ segir Sigurgeir Þorgeirsson, ráðgjafi hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

„Það eru nokkrar afurðir hins vegar þar sem eru ekki algjör tollfríðindi eða að því er mönnum finnst ekki fullnægjandi tollkvótar og við munum sækja á um það, og það er held ég ekkert leyndarmál og ég held að Bretum hafi þegar verið sagt það, að við viljum algjöra fríverslun með sjávarafurðir,“ segir hann í viðtalinu. Hann segir jafnframt að þetta verði helsta krafa Íslendinga í viðræðunum við Breta en til vara að ekki verði lakari kjör heldur en bjóðast í dag.

Auglýsing

„Þetta er algjört forgangsmál hjá okkar utanríkisráðherra og ríkisstjórn, og ég held að þar verði engin breyting á þó hér verði ríkisstjórnarskipti. Þetta er svo stórt hagsmunamál,“ segir Stefán Haukur Jóhannesson, formaður stýrihóps utanríkisráðuneytisins sem sér um þessi mál, í viðtali við Fiskifréttir. 

Í viðtalinu kemur einnig fram að íslenska stjórnsýslan sé önnum kafin við að búa sig undir þessi væntanlegu umskipti og á vegum ráðuneytanna sé unnið að því að kortleggja möguleikana og móta samningsmarkmið með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. 

Hagsmunir miklir

Stefán Haukur segir að Bretar séu eitt helsta viðskiptaland Íslendinga þannig að hagsmunir þar séu gríðarmiklir, ekki síst í sjávarútvegsmálum. Og við það að Bretar gangi úr ESB séu þeir líka að ganga úr EES en í gegnum EES hafa Íslendingar góðan aðgang að Bretlandsmörkuðum og innri markaði Evrópusambandsins. Þess vegna þurfi að vinna úr því og tryggja að ekki verði truflun á þessum mikilvægu viðskiptum sem Íslendingar eiga við Breta.

Annað grundvallarmál í væntanlegum viðræðum við Breta segir Sigurgerð snúast um að tryggja að engin snurða hlaupi á þráðinn varðandi flæði vöru yfir landamæri. „Það þýðir að við verðum að sjá til þess það verði áfram gagnkvæm viðurkenning á heilbrigðisskoðun í báðum löndum,“ segir hann en telur þó afar ólíklegt að á þessu muni steyta, segir í viðtalinu. 

„Því það er nú svo að ef Bretar gera sér einhverjar vonir um að ætla að hafa aðgang að innri markaði ESB, hvort sem þeir verða áfram á innri markaði eða gera einhverja samninga um það, þá verða þeir að uppfylla slíkar kröfur og standa áfram að því kerfi sem þeir eru aðilar í dag,“ segir hann. 

Brotthvarf Breta flækir málin frekar en hitt

Þriðja atriðið sem nefnt er í viðtalinu í Fiskifréttum, sem Íslendingar þurfa að fá niðurstöðu í hvað sjávarútveginn varðar, eru viðræður og samningar af einhverju tagi um deilistofna, sem flakka á milli lögsagna ríkja þannig að þau verða að koma sér saman um einhverjar takmarkanir á veiðum úr þeim.

„Það er svo sem erfitt að sjá nákvæmlega hvaða þýðingu brotthvarf Breta hefur nema það er ljóst að það mun frekar flækja dæmið heldur en hitt,“ segir Sigurgeir. „Það fjölgar náttúrlega um eitt strandríki, einn aðila að deilumálum okkar um makríl, kolmunna og norsk-íslenska síld. Og það er alla vega mín tilfinning að það muni ekki auðvelda lausnina.“

Ef þessi mál verða óleyst þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu gætu viðræðurnar orðið harla flóknar. „Það væri þess vegna afskaplega mikilvægt fyrir okkur ef það væri hægt að ná að loka samningum áður en þeir fara út, en kannski ekki líklegt að það gerist.“

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á vefsíðu Fiskifrétta


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent