Danske Bank ráðleggur fjárfestum að kaupa skuldabréf íslensku bankanna og mælir með þeim sem fjárfestingakosti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, og vitnað til greiningar sem blaðið hefur undir höndum.
Í greiningunni segir að bankanir séu vel fjármagnaðir og eignasafn þeirra hafi batnað eftir hagvaxtarskeið, betri viðskiptahætti og aukið eftirlit. Raunar ættu þeim að bjóðast hagstæðari kjör á lánsfjármögnun ef horft er til banka með sambærilegt lánshæfismat.
Eiginfjárstaða Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans er sterk þessi misserin í alþjóðlegum samanburði. Eiginfjárhlutfall þeirra hefur verið á bilinu 23 til 30 prósent undanfarin ár, sem langt umfram viðmið FME og lögbundið lágmarks eiginfjárhlutfall. Samanlagt er eigið fé í þessum þremur bönkum um 650 milljarðar króna, en Íslenska ríkið á Íslandsbanka og Landsbankann en 13 prósent hlut í Arion banka.
Skýrslan ber hins vegar yfirskriftina Inspired by Iceland. Fram kemur í nýju greiningunni að helsta ógnin sem steðji að íslensku bönkunum væri möguleg leiðrétting á húsnæðisverði og bakslag í ferðamennsku.
Skýrsluhöfundar reikna þó ekki með að það fari svo. Húsnæðisverð hafi ekki hækkað hraðar en laun fyrr en nýlega, og hækkunin eigi sér því eðlilegar skýringar.
Margir leigi hins vegar út íbúðir til ferðamanna og því gæti samdráttur í ferðamennsku leitt til lækkunar á íbúðarverði. Greinarhöfundar telja að ferðamennskan hér á landi sé komin til að vera, og verði áfram hryggjast stykkið í hagkerfið, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.