Danske Bank jákvæður í garð íslensku bankanna

Í nýrri greiningu frá Danske Bank eru endurreistu bankarnir íslensku sagðir með traustan efnahag.

Bankar
Auglýsing

Danske Bank ráð­leggur fjár­fest­u­m að kaupa skulda­bréf íslensku bank­anna og mælir með þeim sem fjár­fest­inga­kosti. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag, og vitnað til grein­ingar sem blaðið hefur undir hönd­um.

Í grein­ing­unni segir að bank­anir séu vel fjár­magn­að­ir og eigna­safn þeirra hafi batnað eftir hag­vaxt­ar­skeið, betri við­skipta­hætti og aukið eft­ir­lit. Raunar ættu þeim að ­bjóð­ast hag­stæð­ari kjör á láns­fjár­mögn­un ef horft er til banka með­ ­sam­bæri­legt láns­hæf­is­mat. 

Eig­in­fjár­staða Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­ans er sterk þessi miss­erin í alþjóð­legum sam­an­burði. Eig­in­fjár­hlut­fall þeirra hefur verið á bil­inu 23 til 30 pró­sent und­an­farin ár, sem langt umfram við­mið FME og lög­bundið lág­marks eig­in­fjár­hlut­fall. Sam­an­lagt er eigið fé í þessum þremur bönkum um 650 millj­arðar króna, en Íslenska ríkið á Íslands­banka og Lands­bank­ann en 13 pró­sent hlut í Arion banka.

Auglýsing

Skýrslan ber hins vegar yfir­skrift­ina In­spired by Iceland. Fram kemur í nýju grein­ing­unn­i að helsta ógnin sem steðji að íslensku ­bönk­unum væri mögu­leg leið­rétt­ing á hús­næð­is­verði og bakslag í ferða­mennsku. 

Skýrslu­höf­und­ar ­reikna þó ekki með að það fari svo. Hús­næð­is­verð hafi ekki hækk­að hraðar en laun fyrr en nýlega, og hækk­unin eigi sér því eðli­legar skýr­ing­ar. 

Margir ­leigi hins vegar út íbúðir til ferða­manna og því gæti sam­dráttur í ferða­mennsku leitt til lækk­unar á í­búð­ar­verði. Grein­ar­höf­undar telja að ferða­mennskan hér á landi sé komin til að vera, og verði áfram hryggj­ast stykkið í hag­kerf­ið, að því er fram kemur í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent