Í upphaflegri frétt Kjarnans, af athugasemdum við meðmælendalista framboða til Alþingiskosninga, kom fram að athugasemdir hefðu verið gerðar við meðmælendalista Bjartrar framtíðar og Alþýðufylkingarinnar, og var vitnað til fréttar RÚV í því samhengi.
Þetta er ekki rétt, og hefur fréttin verið leiðrétt.
Eins og fram kom í frétt Kjarnans, þá komu fram, við yfirferð meðmælendalista í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður, falsaðar undirskriftir hjá tveimur framboðum.
Samkvæmt heimildum Kjarnans er um framboðslista Miðflokksins að ræða í öðru tilfellinu en eins og fram hefur komið í fréttum, Íslensku þjóðfylkingarinnar í hinu.
Um er að ræða afmarkað tilvik á einu meðmælendablaði, að því er fram kom í fréttinni.
Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vísuðu í dag til lögreglu fölskum undirskriftum á meðmælendalistum tveggja framboða í borginni, að því er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórnunum.