Mikil viðbrögð við lögbanni á umfjöllun Stundarinnar

Í kjölfar lögbanns á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra hafa stjórnmálaflokkar og ýmis samtök fordæmt málið.

20150105_Stundin_352_cc.jpg
Auglýsing

Fjöl­margir hafa for­dæmt og gagn­rýnt lög­bann á umfjöllun Stund­ar­innar um við­skipti for­sæt­is­ráð­herra. Píratar og Björt fram­tíð hafa sent frá sér yfir­lýs­ingu og hafa for­menn VG og Sam­fylk­ingar tjáð sig um málið á Face­book. Gagn­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, hefur gefið út yfir­lýs­ingu, Rit­höf­unda­sam­band Íslands hefur sent frá sér ályktun um málið og PEN á Íslandi, sam­tök rit­höf­unda, þýð­enda og rit­stjóra sem vilja standa vörð um tján­ing­ar­frelsið og vinna þeim mál­stað gagn heima og erlend­is, for­dæmt lög­bann­ið. 

Píratar og Vinstri græn fóru fram á fund með Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis og seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, for­maður þing­nefnd­ar­inn­ar, að mik­il­vægt sé að nefndin fjalli um mál­ið. Fund­ur­inn verði lík­lega á fimmtu­dag, segir í frétt RÚV

Í ályktun frá stjórn Rit­höf­unda­sam­bands Íslands um tján­ing­ar­frelsið segir að stjórnin for­dæmi lög­bann sýslu­manns­ins í Reykja­vík á fjöl­miðl­ana Stund­ina og Reykja­vík Medi­a. 

Auglýsing

„Yf­ir­völdum í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi ber skylda til að standa vörð um tján­ing­ar­frels­ið. Mál­frelsi og frelsi ein­stak­linga og fjöl­miðla til tján­ingar og umfjöll­unar er horn­steinn sið­menn­ingar og lýð­ræð­is.
­Vald­beit­ing gegn tján­ing­ar­frelsi er aðför gegn lýð­ræð­inu. Við hörmum að slíkt geti gerst í okkar upp­lýsta landi og skorum á sýslu­mann að aft­ur­kalla lög­bann sitt,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Félag frétta­manna sendi síð­degis frá sér yfir­lýs­ingu þar sem ákvörðun sýslu­manns er for­dæmd. Þar segir enn frem­ur: „Í stjórn­ar­skránni kemur fram að rit­skoðun og aðrar sam­bæri­legar tálm­anir á tján­ing­ar­frelsi megi aldrei í lög leiða. Þá megi aðeins setja tján­ing­ar­frelsi skorður ef þær telj­ist nauð­syn­legar og sam­rým­ist lýð­ræð­is­hefð­um. Þá kemur fram í lögum um fjöl­miðla að mark­mið þeirra sé að stuðla að tján­ing­ar­frelsi og rétti til upp­lýs­inga. Félag frétta­manna bendir á að frjálsir fjöl­miðlar gegna lyk­il­hlut­verki fyrir lýð­ræði og sú umfjöll­un, sem Stundin og Reykja­vík Media hafa unnið upp úr gögnum þrota­búss Glitn­is, varðar hags­muni almenn­ings. Félagið telur að lög­bann sýslu­manns gangi þvert gegn ofan­greindum ákvæðum stjórn­ar­skrár og fjöl­miðla­laga. Félagið lítur það mjög alvar­legum augum að umfjöllun af þessu tagi sé stöðv­uð. “

Krafa um að úrskurð­ur­inn verði dreg­inn til baka

PEN á Íslandi, sam­tök rit­höf­unda, þýð­enda og rit­stjóra sem vilja standa vörð um tján­ing­ar­frelsið og vinna þeim mál­stað gagn heima og erlend­is, for­dæmir lög­bann sýslu­manns­ins í Reykja­vík á frek­ari umfjöllum Stund­ar­innar og Reykja­vík Media um tengsl stjórn­mála­manna og fjár­mála­stofn­anna sem unnin er upp úr gögnum þrota­bús Glitn­is. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um. 

„Það er óþol­andi árás á tján­ing­ar­frelsið að hægt sé að stöðva sam­fé­lags­lega umræðu um mál sem varðar almenn­ing án rann­sóknar á því hvort við­kom­andi fjöl­miðlar hafi brotið lög og án efn­is­legrar fyr­ir­töku fyrir dóm­stólum og nið­ur­stöðu þeirra. 

Aðfarir sýslu­manns við lög­banns­úr­skurð­inn, þar sem ekki var gert ráð fyrir því að for­svars­menn Stund­ar­innar og Reykja­vík Media hefðu svig­rúm til þess að kalla eftir lög­fræði­að­stoð og und­ir­búa and­mæli við lög­banns­kröf­unni, minna á rass­íur yfir­valda í ein­ræð­is­ríkjum gagn­vart fjöl­miðlum og skapa hættu­legt for­dæmi. Tíma­setn­ing lög­banns­ins í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga gefur svo til­efni til grun­semda um að baki þess liggi stjórn­mála­legar ástæð­ur. Íslenskt rétt­ar­kerfi og opin­berar stofn­anir eiga að vera hafnar yfir allan vafa um slíkt, sér­stak­lega þegar um er að ræða frelsi blaða­manna, eina af grund­vall­ar­stoðum þess lýð­æð­is­ríkis sem Ísland reynir að ver­a. 

PEN á Íslandi krefst þess að Sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík dragi lög­banns­úr­skurð sinn til baka og hvetur til þess að fram fari rann­sókn á fram­göngu sýslu­manns í mál­inu öllu. Við skorum svo á næsta þing að hefja taf­ar­lausa end­ur­skoðun þeirra laga sem gera slíkar atlögur að tján­ing­ar­frels­inu mögu­leg­ar,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Í skugga þrífst spill­ing

Í frétta­til­kynn­ingu frá Pírötum segir að frá stofnun hafa þau varað við afleið­ingum þess að þögg­un­ar­menn­ing fái að nær­ast í sam­fé­lag­in­u. 

„Á síð­ustu sól­ar­hringum hafa ótal konur stigið fram og rofið þögg­un­ar­múr­inn í tengslum við kyn­ferð­is­of­beldi, sem er gríð­ar­legt fram­fara­skref.

En þöggun leyn­ist víða, og í skugg­anum þrífst spill­ing­in. Til að ein­stak­lingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarð­an­ir, og það er gert út frá upp­lýs­ing­um. Fjöl­miðlar gegna mik­il­vægu hlut­verki í að tryggja að almenn­ingur geti tekið upp­lýstar ákvarð­an­ir. Þegar rík­is­valdi er beitt til að hindra starf­semi fjöl­miðla er verið að næra skugga­hlið okkar sam­fé­lags með meiri þögg­un. Það er ólíð­and­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

„Enn og aftur hefur Sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík sett á lög­bann á starf­semi fjöl­miðla í þeim til­gangi að koma í veg fyrir frétta­flutn­ing sem er óheppi­legur fyrir fjár­sterka aðila og fjár­mála­fyr­ir­tæki. Enn og aftur gerir hann það þrátt fyrir ítrekuð dómafor­dæmi Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og skýr fyr­ir­mæli frá Evr­ópu­ráði, og frá Alþingi, um að ekki sé ásætt­an­legt að skerða tján­ing­ar­frelsi með tálm­unum á útgáfu nema í mjög afmörk­uðum und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um.

Hér er um að ræða frétta­flutn­ing þriggja fjöl­miðla um fjár­mála­gjörn­inga sem áttu sér stað í aðdrag­anda stærsta fjár­mála­hruns heims­sög­unn­ar, og vörð­uðu meðal ann­ars núver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Þótt per­sónu­vernd­ar­rök eigi að vissu leyti við, og banka­leynd sömu­leið­is, þá eru almanna­hags­munir í þessu máli klár­lega yfir­sterk­ari.

Þetta er að öllu leyti sams­konar mál og kom upp í ágúst 2009 þegar lög­bann var sett á birt­ingu lána­bókar Kaup­þings sem sýndi stór óvarin lán til vina og vanda­manna stjórnar bank­ans fyrir hrun.

Að end­ur­taka þennan leik núna er ekki til að bæta orðstír eða stöðu Íslands í alþjóð­legum sam­an­burði. Ísland hefur sokkið frá 1. sæti á heims­list­anum niður í það 10. á World Press Freedom Index á und­an­förnum árum út af nákvæm­lega svona þögg­un­ar­til­burð­um. Þessu þarf að linna,“ segir jafn­framt í til­kynn­ing­unni. „Það er algjör­lega óásætt­an­legt að slíkt sé reynt. Píratar for­dæma rit­skoðun fjöl­miðla með öllu.“

Alvar­legt inn­grip í fjórða valdið

Björt fram­tíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýð­ræðis í land­inu í kjöl­far þess að lög­bann var sett á frétta­flutn­ing af tengslum stjórn­mála­fólks og við­skipta­lífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upp­lýs­inga er varðar almanna­hag. Þetta kom fram í frétta­til­kynn­ingu þeirra um mál­ið. 


„Fyrir réttum mán­uði síðan tók stjórn Bjartrar fram­tíðar ákvörðun um rík­is­stjórn­ar­slit, í kjöl­far trún­að­ar­brests og leynd­ar­hyggju þar sem flokk­ur­inn sem fór með for­sæt­is­ráðu­neytið varð upp­vís að eig­in­hags­muna­gæslu á kostnað fólks í við­kvæmri stöðu, þolenda ofbeld­is,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 


Þar segir jafn­framt að Björt fram­tíð for­dæmi það gríð­ar­lega alvar­lega inn­grip í fjórða vald­ið, starf­semi fjöl­miðla og þar með aðhald með stjórn­mál­un­um, sem felst í lög­banni því sem sett hefur verið á frétta­flutn­ing fjöl­miðl­anna Stund­ar­innar og Reykja­vík media um fjár­hags­leg og við­skipta­leg hags­muna­tengsl stjórn­mála­manna sem almenn­ingur á rétt á að vera upp­lýstur um. „
Sér­lega alvar­legt hlýtur að telj­ast að binda hendur fjöl­miðla í aðdrag­anda kosn­inga til Alþing­is, ekki síst í ljósi þess að afleið­ingar lög­banns­ins munu vara fram yfir kosn­ing­ar.“

Óskilj­an­legt að fall­ast á lög­banns­kröf­una

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í Face­book-­færslu að sam­tvinnun við­skipta og stjórn­mála eigi fullt erindi við almenn­ing. Ekki síst þegar um sé að ræða atburði sem tengd­ust hruni efnags­kerf­is­ins sem ollu fjölda fólks ómældum erf­ið­leikum og stór­sköð­uðu inn­viði lands­ins. „Það er óskilj­an­legt að sýslu­maður hafi fall­ist á lög­banns­kröf­una og vegið þannig bæði að tján­ing­ar­frels­inu og rétti almenn­ings til upp­lýs­inga,“ segir í færsl­unn­i. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, segir einnig á sam­fé­lags­miðlum að atburðir dags­ins rifji upp lög­banns­kröfu sem lögð var fram árið 2009 vegna birt­ingar lána­bókar Kaup­þings en sú krafa var svo aft­ur­köll­uð. Í því máli hafi því ekki verið úrskurðað á sínum tíma. Í máli gær­dags­ins sem varðar lög­banns­kröfu á Stund­ina hafi sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hins vegar fall­ist á lög­banns­kröfu þrota­bús Glitn­is.

„Ef tak­marka á tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði stjórn­ar­skrár­innar hlýtur sýslu­maður að þurfa að sýna fram á að það sé brýn nauð­syn fyrir þeirri tak­mörkun sem skil­greina megi sem nauð­syn í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Ef fjöl­miðlar meta birt­ingu upp­lýs­inga sem almennt heyra undir ákvæði laga um banka­leynd sem svo að þær varði almanna­hags­muni í ljósi þess að þær varða opin­berar per­sónur hlýtur sýslu­maður að hafa mjög ríkan rök­stuðn­ing fyrir þeirri ákvörðun að verða við lög­banns­kröfu þrota­bús Glitn­is.

Nið­ur­staða sýslu­manns kemur á óvart, Ég tek það þó fram að ég hef ekki séð þau gögn sem hann leggur til grund­vallar sinni ákvörðun en hún verður vænt­an­lega skýrð opin­ber­lega,“ segir í færslu Katrín­ar.  

Fleiri for­dæma ákvörð­un­ina

Gagn­­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, for­­dæmir ákvörðun Sýslu­­manns­ins á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu um að setja lög­­­bann á umfjöllun Stund­­ar­innar og Reykja­vik Media á mál­efni sem tengj­­ast Glitni og for­­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­­syn­i. Þetta kemur fram í til­­kynn­ingu frá sam­tök­un­­um.

Í henni segir meðal ann­­ars að frjáls fjöl­miðlun sé horn­­steinn í lýð­ræð­is­­sam­­féögum og í henni felist nauð­­syn­­leg vörn gegn spill­ingu. „Lög­­bann á umfjöllun Stund­­ar­innar á banka­við­­skipti for­­sæt­is­ráð­herra fyrir hrun, að beiðni rekstr­­ar­að­ila gjald­­þrota banka, er furð­u­­leg: Glitnir HoldCo hefur engra sýn­i­­legra við­­skipta­hags­muna að gæta er varða við­­skipti ein­stak­l­inga sem áttu sér stað í hinu gjald­­þrota félagi fyrir 9 árum síð­­­an. Til stendur að leysa Glitni HoldCo upp og afhenda kröf­u­höfum eignir úr búi félags­­ins.Því á Glitnir HoldCo ekki hags­muna að gæta er varðar við­­skipti félags­­ins til fram­­tíð­­ar. Ekki kemur fram í til­­kynn­ingu frá Glitni Holdco hvaða hags­muni þrota­­bús­ins er verið að verja. Hags­munir almenn­ings eru hins vegar veru­­leg­ir: Hann á rétt á upp­­lýs­ingum um við­­skipta­hætti og við­­skipta­hags­muni for­­sæt­is­ráð­herra lands­ins, í tengslum við fall íslenska banka­­kerf­is­ins árið 2008, á meðan hann sjálfur var full­­trúi almenn­ings og bar því skylda til að gæta hags­muna almenn­ings,“ segir í til­­kynn­ing­unni.

For­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands for­dæmdi einnig aðgerð­irnar í gær og fjall­aði Kjarn­inn um það. „Við mót­­mælum og for­­dæmum þessar aðgerðir og teljum að sýslu­­maður eigi ekk­ert erindi inn á rit­­stjórn­­­ar­­skrif­­stofur íslenskra fjöl­miðla. Þessar aðgerðir eru aðför að tján­ing­­ar­frelsi fjöl­miðla og rétti blaða­­manna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Banka­­leynd þjónar engum nema þeim sem hafa eitt­hvað að fela!,“ segir Hjálmar Jóns­­son, for­­maður Blaða­­manna­­fé­lags Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent