Hvers vegna kjósum við?

Leifur Finnbogason háskólanemi segir að Píratar vilji sýna fram á að heimur stjórnmálanna ræðst af veruleikanum en ekki duttlungum dáleiðara. Að stjórnmál séu fyrir alla.

Auglýsing

Jú, við búum í lýð­ræð­is­ríki. En það er ekki þar með sagt að allir kjósi alltaf. Hvers vegna kjósum við þegar við kjós­um?

Flestir benda á að það þurfi að nýta kosn­inga­rétt­inn, fyrst hann er til stað­ar. Það ætti þó að vera réttur fólks að kjósa ekki ef það vill það ekki. Eng­inn er líka neyddur í að kjósa, þó margir séu hávært hvattir til þess.

En til hvers að kjósa ef maður veit ekki hvað maður er að kjósa eða hvers vegna?

Auglýsing

Mann­skepnan er nú í grunn­inn leið­in­lega sjálf­hverf. Fólk lætur sig varða hluti sem það telur koma sér við. Það er þó ekki svo að eng­inn hugsi um aðra. Sumir telja mann­rétt­indi allra koma sér við. Margir telja annað fólk, fjöl­skyldu og vini til dæm­is, koma sér við. Fæstir telja engan og ekk­ert koma sér við. Eitt­hvað kemur okkur alltaf við.

Á árum áður var kosn­inga­þátt­taka meiri. Ekki vegna þess að þá hafi fólk verið upp­lýst­ara en nú heldur vegna þess að fólki þóttu kosn­ingar koma sér og sínu lífi við.

Hvers vegna þá að kjósa ekki? Nið­ur­stöð­urnar munu hafa áhrif á bæði mann sjálfan og aðra sem maður telur koma sér við, alveg eins og forð­um. Allir lúta lögum þeim sem Alþingi set­ur. Hver hefur þá talið okkur trú um að það sé þýð­ing­ar­laust að kjósa?

Eitt­hvað í verk­lagi stjórn­mála hefur gert marga afhuga þeim heimi sem stjórn­mál eru. Þetta er ein­hvern veg­inn annar heim­ur, frá­skil­inn veru­leik­an­um, sem hinn almenni borg­ari fær ekki skilið að komi sér við.

Píratar vilja breyta því. Píratar vilja sýna fram á að heimur stjórn­mál­anna ræðst af veru­leik­anum en ekki duttl­ungum dáleið­ara. Píratar vilja sýna fram á að stjórn­mál séu fyrir alla. Líka fyrir þig.

Endi­lega kjós­tu! Ég kýs Pírata. Þú mátt kjósa hvað sem þú vilt.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar