Löggjöf um dýrasjúkdóma og dýralækna endurskoðuð

Markmiðið með endurskoðun löggjafar um dýrasjúkdóma og dýralækna er að búa til ein heildarlög um heilbrigði dýra sem hefði þann tilgang að bæta almennt heilbrigði búfjár og gæludýra hvað alla sjúkdóma varðar.

pexels-photo-96938.jpeg
Auglýsing

Tryggja verður skil­virkni í til­kynn­ingum og við­brögðum við sjúk­dóm­um, van­höldum og slysum á dýr­um. Þetta kemur fram í skýrslu starfs­hóps um end­ur­skoðun lög­gjafar um dýra­sjúk­dóma og dýra­lækna sem skip­aður var í maí í fyrra. 

Starfs­hóp­ur­inn leggur til að rekin verði öflug stofnun sem sinnir rann­sókn­um, ráð­gjöf og áhættu­mati vegna dýra­sjúk­dóma. Þá er lagt til að stofnað verði sér­stakt ráð sem fari með leyf­is­veit­ing­ar, rétt­inda­mál og end­ur­menntun dýra­lækna og heil­brigð­is­starfs­menn dýra, og fjalli um kær­ur, álita­mál og fleira. 

Lagt er til að í nýjum lögum um heil­brigði dýra sé til­gangi núver­andi laga um dýra­sjúk­dóma og laga um inn­flutn­ing dýra slegið sam­an. Þannig yrðu til heild­stæð og sam­ræmd lög um heil­brigði dýra, sem hafa þann til­gang að vernda og bæta almennt heil­brigði allra dýra hér á landi, og verj­ast komu nýrra smitefna til lands­ins, hindra að þau ber­ist í dýr og breið­ist út. Gert er ráð fyrir að áfram verði sér­stök lög um dýra­lækna og heil­brigð­is­þjón­ustu við dýr.

Auglýsing

Skýrslan kemur til með að nýt­ast vel við vinnslu frum­varpa en vinna við þau mun hefj­ast fljót­lega, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu. Skýrslan er lögð fram til kynn­ingar og er öllum frjálst að koma með athuga­semdir eða ábend­ingar við efni henn­ar.  

Nauð­syn­legt að end­ur­skoða lögin

Í skýrsl­unni kemur fram að á und­an­förnum árum hafi verið rætt um að nauð­syn­legt væri að end­ur­skoða helstu lög sem varða dýra­heil­brigði og dýra­sjúk­dóma. Í des­em­ber 2015 lagði yfir­dýra­læknir til við sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra að skip­aður yrði starfs­hópur til að end­ur­skoða lög­in. Sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skip­aði í maí 2016 starfs­hóp­inn sem vann skýrsl­una. 

Sam­kvæmt skip­un­ar­bréfi starfs­hóps­ins er mark­mið end­ur­skoð­un­ar­innar að búa til heild­stæð og sam­ræmd lög um heil­brigði dýra, sem hafi þann til­gang að bæta almennt heil­brigði dýra hér á landi hvað alla sjúk­dóma varð­ar, en ekki ein­göngu smit­sjúk­dóma. 

End­ur­skoða þarf reglu­gerðir í fram­hald­inu

Jafn­framt er mark­miðið að verj­ast komu nýrra smitefna til lands­ins, hindra að þau ber­ist í dýr og breið­ist út. Skoða á hvort end­ur­skoðuð lög um dýra­lækna og heil­brigð­is­þjón­ustu við dýr eigi aðeins að taka á rétt­indum og skyldum starfs­stétta sem heyra undir lög­in, m.a. hvort ákvæði þurfi að vera um sér­stakt lög­skipað ráð sem fjalli um störf dýra­lækna auk skil­grein­inga á hlut­verki yfir­dýra­lækn­is, sér­greina-, hér­aðs- og eft­ir­lits­dýra­lækna. Fjöl­margar reglu­gerðir hafa verið settar með stoð í umræddum lögum og sumar þeirra þarf einnig að end­ur­skoða í kjöl­far end­ur­skoð­unar lag­anna. 

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum eru gömlu lögin að stofni til orðin 20 til 25 ára gömul og tals­verðar breyt­ingar hafa verið gerðar á þeim og sum ákvæði þeirra orðin úrelt. Þá hefur umtals­verð þróun átt sér stað á þeim sviðum sem lögin fjalla um.

Mikið í húfi

Í skýrsl­unni segir að þró­unin hér á landi líkt og í nágranna­löndum sé í átt til stærri og færri búa hvar sem litið er. Mikið sé í húfi ef upp kemur alvar­legur smit­sjúk­dóm­ur, sem nauð­syn­legt yrði talið að bregð­ast við með nið­ur­skurði og greiðslu bóta, bæði hvað varðar fram­leiðslu og fjár­hags­legar afleið­ingar þar með talið útgjöld rík­is­sjóðs. 

Bent er á að fjöldi gælu­dýra og fjöl­breyti­leiki þeirra hafi auk­ist mikið á und­an­förnum árum og þjón­usta við þau gjör­breyst.

Breyt­ingar hafa verið gerðar á þjón­ustu dýra­lækna við dýr og dýra­eig­end­ur. Hlut­verk opin­berra dýra­lækna hefur tekið breyt­ingum og sjálf­stætt starf­andi dýra­læknum hefur fjölg­að. Emb­ætti yfir­dýra­læknis var lagt niður og það sam­einað öðrum stofn­un­um, fyrst í Land­bún­að­ar­stofnun og síðar í Mat­væla­stofn­un. Opin­berir dýra­læknar eru nú ein­göngu í stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­störfum og hlut­verk þeirra hvað varðar sam­skipti við erlendar eft­ir­lits­stofn­anir í tengslum við land­bún­að­ar- og sjáv­ar­af­urðir er orðið æ þýð­ing­ar­meira.

Lög­gjöf ann­arra landa skoðuð

Aðal­mark­miðið er að sett verði lög í þessum mála­flokki sem taka mið af því besta sem er að finna í laga­setn­ingum ann­arra landa og tryggja eins og fram­ast er unnt góða heil­brigð­is­stöðu íslenskra dýra og bæta hana, eftir því sem kostur er. 

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að við vinnu sína hafi starfs­hóp­ur­inn haft að leið­ar­ljósi að nýta þau ákvæði sem vel hafa reynst í núver­andi lög­um, en jafn­framt gera til­lögur um nýmæli sem upp­fylltu ofan­greind aðal­mark­mið og sem nýt­ast mættu ráðu­neyt­inu við gerð frum­varpa til nýrra laga. Einnig hafi starfs­hóp­ur­inn kynnt sér lög­gjöf helstu nágranna­landa á þessu sviði og skýrslur sem varða mála­flokk­inn og unnar hafa verið fyrir atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent