Þríhliðaviðræður um stækkun Laugardalsvallar samþykktar

Íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og KSÍ hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um stækkun Laugardalsvallar. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvernig stækkunin verður. Hún gæti kostað á bilinu fimm til átta milljarða króna.

Laugardalsvöllur í dag.
Laugardalsvöllur í dag.
Auglýsing

Íslenska rík­ið, Reykja­vík­ur­borg og Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) hafa sam­þykkt að hefja þrí­hliða við­ræður um að stækka Laug­ar­dals­völl. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans voru fyr­ir­hug­aðar við­ræður kynntar í borg­ar­ráði í dag og á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un.

Nú stendur yfir blaða­manna­fundur með for­svars­mönnum KSÍ, Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra og Bjarna Bene­dikts­syni, starf­andi for­sæt­is­ráð­herra, þar sem verið er að kynna umrætt sam­komu­lag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er sá val­kostur að KSÍ myndi kaupa Laug­ar­dals­völl og í kjöl­farið standa eitt að upp­bygg­ingu vall­ar­ins með styrkjum frá UEFA og FIFA ekki lengur tal­inn raun­hæf­ur. Vilji er til þess að stækka völl­inn þannig að hann geti tekið við fleiri áhorf­endum en þeim tæp­lega tíu þús­und sem hann tekur nú í sæti í ljósi þess að áhugi á íslenska karla­lands­lið­inu er þannig að það selst upp á hvern ein­asta lands­leik á nokkrum mín­út­um. Þá er völl­ur­inn rek­inn með tapi á ári hverju og Reykja­vík­ur­borg er því að nið­ur­greiða starf­semi hans.

Auglýsing

Í kynn­ingu sem verið að að fara yfir í höf­uð­stöðvum KSÍ núna kemur fram að nýr völlur án þaks muni kosta um fimm millj­arða króna. Hins vegar er stefnan sett á það að byggja fjöl­nota­völl með þaki þar sem stofn­kostn­aður yrði meiri en rekstr­ar­tekjur gætu orðið mun hærri, m.a. með tón­leika­haldi. Slíkur völlur myndi kosta um átta millj­arða króna.  Ef hann verður að veru­leika þá verður hlaupa­brautin fjar­lægð og völl­ur­inn sjálfur myndi fær­ast tólf metra til hlið­ar.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að búið sé að ræða við flesta for­menn þeirra stjórn­mála­flokka sem mögu­legt sé að verði í rík­is­stjórn að loknum kosn­ing­um. Á meðal þeirra allra sé vilji til að halda áfram með verk­efnið og því virð­ist vera þverpóli­tísk sam­staða um að ríkið komi að upp­bygg­ingu Laug­ar­dalsvallar með beinum hætti.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent