Þríhliðaviðræður um stækkun Laugardalsvallar samþykktar

Íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og KSÍ hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um stækkun Laugardalsvallar. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvernig stækkunin verður. Hún gæti kostað á bilinu fimm til átta milljarða króna.

Laugardalsvöllur í dag.
Laugardalsvöllur í dag.
Auglýsing

Íslenska rík­ið, Reykja­vík­ur­borg og Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) hafa sam­þykkt að hefja þrí­hliða við­ræður um að stækka Laug­ar­dals­völl. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans voru fyr­ir­hug­aðar við­ræður kynntar í borg­ar­ráði í dag og á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un.

Nú stendur yfir blaða­manna­fundur með for­svars­mönnum KSÍ, Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra og Bjarna Bene­dikts­syni, starf­andi for­sæt­is­ráð­herra, þar sem verið er að kynna umrætt sam­komu­lag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er sá val­kostur að KSÍ myndi kaupa Laug­ar­dals­völl og í kjöl­farið standa eitt að upp­bygg­ingu vall­ar­ins með styrkjum frá UEFA og FIFA ekki lengur tal­inn raun­hæf­ur. Vilji er til þess að stækka völl­inn þannig að hann geti tekið við fleiri áhorf­endum en þeim tæp­lega tíu þús­und sem hann tekur nú í sæti í ljósi þess að áhugi á íslenska karla­lands­lið­inu er þannig að það selst upp á hvern ein­asta lands­leik á nokkrum mín­út­um. Þá er völl­ur­inn rek­inn með tapi á ári hverju og Reykja­vík­ur­borg er því að nið­ur­greiða starf­semi hans.

Auglýsing

Í kynn­ingu sem verið að að fara yfir í höf­uð­stöðvum KSÍ núna kemur fram að nýr völlur án þaks muni kosta um fimm millj­arða króna. Hins vegar er stefnan sett á það að byggja fjöl­nota­völl með þaki þar sem stofn­kostn­aður yrði meiri en rekstr­ar­tekjur gætu orðið mun hærri, m.a. með tón­leika­haldi. Slíkur völlur myndi kosta um átta millj­arða króna.  Ef hann verður að veru­leika þá verður hlaupa­brautin fjar­lægð og völl­ur­inn sjálfur myndi fær­ast tólf metra til hlið­ar.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að búið sé að ræða við flesta for­menn þeirra stjórn­mála­flokka sem mögu­legt sé að verði í rík­is­stjórn að loknum kosn­ing­um. Á meðal þeirra allra sé vilji til að halda áfram með verk­efnið og því virð­ist vera þverpóli­tísk sam­staða um að ríkið komi að upp­bygg­ingu Laug­ar­dalsvallar með beinum hætti.

Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent