Þríhliðaviðræður um stækkun Laugardalsvallar samþykktar

Íslenska ríkið, Reykjavíkurborg og KSÍ hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um stækkun Laugardalsvallar. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvernig stækkunin verður. Hún gæti kostað á bilinu fimm til átta milljarða króna.

Laugardalsvöllur í dag.
Laugardalsvöllur í dag.
Auglýsing

Íslenska rík­ið, Reykja­vík­ur­borg og Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) hafa sam­þykkt að hefja þrí­hliða við­ræður um að stækka Laug­ar­dals­völl. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans voru fyr­ir­hug­aðar við­ræður kynntar í borg­ar­ráði í dag og á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un.

Nú stendur yfir blaða­manna­fundur með for­svars­mönnum KSÍ, Degi B. Egg­erts­syni borg­ar­stjóra og Bjarna Bene­dikts­syni, starf­andi for­sæt­is­ráð­herra, þar sem verið er að kynna umrætt sam­komu­lag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans er sá val­kostur að KSÍ myndi kaupa Laug­ar­dals­völl og í kjöl­farið standa eitt að upp­bygg­ingu vall­ar­ins með styrkjum frá UEFA og FIFA ekki lengur tal­inn raun­hæf­ur. Vilji er til þess að stækka völl­inn þannig að hann geti tekið við fleiri áhorf­endum en þeim tæp­lega tíu þús­und sem hann tekur nú í sæti í ljósi þess að áhugi á íslenska karla­lands­lið­inu er þannig að það selst upp á hvern ein­asta lands­leik á nokkrum mín­út­um. Þá er völl­ur­inn rek­inn með tapi á ári hverju og Reykja­vík­ur­borg er því að nið­ur­greiða starf­semi hans.

Auglýsing

Í kynn­ingu sem verið að að fara yfir í höf­uð­stöðvum KSÍ núna kemur fram að nýr völlur án þaks muni kosta um fimm millj­arða króna. Hins vegar er stefnan sett á það að byggja fjöl­nota­völl með þaki þar sem stofn­kostn­aður yrði meiri en rekstr­ar­tekjur gætu orðið mun hærri, m.a. með tón­leika­haldi. Slíkur völlur myndi kosta um átta millj­arða króna.  Ef hann verður að veru­leika þá verður hlaupa­brautin fjar­lægð og völl­ur­inn sjálfur myndi fær­ast tólf metra til hlið­ar.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að búið sé að ræða við flesta for­menn þeirra stjórn­mála­flokka sem mögu­legt sé að verði í rík­is­stjórn að loknum kosn­ing­um. Á meðal þeirra allra sé vilji til að halda áfram með verk­efnið og því virð­ist vera þverpóli­tísk sam­staða um að ríkið komi að upp­bygg­ingu Laug­ar­dalsvallar með beinum hætti.

Meira úr sama flokkiInnlent