Sjálfstæðisflokkur einn á móti því að gjaldtakan miðist við tímabundin afnot

Þorsteinn Pálsson hefur skilað greinargerð um störf nefndar sem átti að finna lausn á gjaldtöku í sjávarútvegi. Starfi nefndarinnar hefur nú verið slitið.

Þorsteinn Pálsson
Auglýsing

Full­trúar allra flokka sem eiga full­trúa á Alþingi nema Sjálf­stæð­is­flokks höfðu lýst yfir stuðn­ingi við að gjald­taka fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni ætti að mið­ast við tíma­bundin afnot af henni. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð Þor­steins Páls­son­ar, sem stýrði nefnd um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag gjald­töku fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni um stöðu mála í nefnd­inni sem send var ráð­herra 13. októ­ber síð­ast­lið­inn. Vegna þing­rofs og kosn­inga hefur starfi nefnd­ar­innar verið slit­ið.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, skip­aði nefnd í maí 7 til að koma með til­lögur um hvernig megi tryggja sann­gjarna gjald­töku fyrir afnot af sjáv­ar­auð­lind­inni. Í ljósi þing­rofs ákvað Þor­steinn, sem var skip­aður for­maður nefnd­ar­inn­ar, að senda grein­ar­gerð um stöðu mála í starfi henn­ar. Í bréfi sem fylgir grein­ar­gerð­inni segir Þor­steinn m.a.: „Þegar ákveðið var að rjúfa þing og efna til kosn­inga 28. októ­ber næst­kom­andi stóðu mál þannig að full­trúar tveggja flokka, Við­reisnar og Fram­sókn­ar­flokks, höfðu lagt fram til­lögur í nefnd­inni, hvor í sínu lagi. Enn­fremur höfðu full­trúar allra flokka, nema Sjálf­stæð­is­flokks, lýst stuðn­ingi við það grund­vall­ar­sjón­ar­mið að gjald­taka skyldi mið­ast við tíma­bundin afnot af fisk­veiði­auð­lind­inn­i.“

Þor­steinn segir enn fremur að eftir fund nefnd­ar­innar 6. októ­ber síð­ast­lið­inn hafi hann gert „ráð­herra munn­lega grein fyrir því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri ekki á þeirri stundu til­bú­inn að fall­ast á að tíma­bund­inn veiði­réttur skyldi vera grund­völlur gjald­töku fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inni. Um leið lét ég það álit mitt í ljós að til­gangs­lítið væri að halda áfram til­raunum til sam­komu­lags um önnur atriði meðan sá flokkur sem fer með for­ystu fyrir rík­is­stjórn opn­aði ekki með ótví­ræðum hætti fyrir lausn á þeirri for­sendu. Þetta mat mitt er óbreytt. Að minni hyggju er tíma­bund­inn afnota­réttur for­senda fyrir því að ná megi tveimur afar mik­il­vægum mark­miðum í lög­gjöf um þessi efni: Ann­ars vegar að laga­regl­urnar end­ur­spegli með alveg ótví­ræðum hætti sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Hins vegar að þær megi stuðla að sem mestri þjóð­hags­legri hag­kvæmni veið­anna.“

Auglýsing

Full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks í nefnd­inni er Teitur Björn Ein­ars­son alþing­is­mað­ur.

Tvær til­lögur lagðar fram

Líkt og áður sagði voru tvær til­lögur lagðar fram á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar. Aðra lagði Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisn­ar, fram í ágúst síð­ast­liðn­um. Sam­kvæmt til­lög­unni skyldi gjald­takan end­ur­spegla arð­semi nýt­ingar auð­lind­ar­innar á hverjum tíma. Jafn­framt skyldi hún við­halda hvötum núver­andi fyr­ir­komu­lags varð­andi sjálf­bæra nýt­ingu. Enn­fremur þyrfti gjald­takan að fela í sér svig­rúm til mót­væg­is­að­gerða á sviði inn­viða­upp­bygg­ingar og vera eins ein­föld og gagnsæ og kostur væri.

„Sam­kvæmt til­lög­unni skyldu gerðir staðl­aðir nýt­ing­ar­samn­ingar sem væru einka­rétt­ar­legs eðl­is. Núver­andi gjald­töku yrði hætt sam­tím­is, en í stað þess yrðu lausu samn­ing­arnir seldir á mark­aði. Öll íslensk fiski­skip með leyfi til veiða gætu keypt afla­hlut­deild á mark­aði í sam­ræmi við gild­andi regl­ur.

Skipu­lag sölu á afla­hlut­deild yrði hagað á þann hátt að það stuðli að eðli­legri verð­mynd­un, skil­virkni og sann­gjarnri skipt­ingu ábata. Gert er ráð fyrir að styðj­ast við svo­kallað „cle­ar­ing house” fyr­ir­komu­lag.

Á hverju ári yrðu 4% nýt­ing­ar­samn­ing­anna lausir og allir nýir samn­ingar væru til 25 ára. Þá skyldi hluti tekna af sölu afla­hlut­deilda renna í sér­stakan inn­viða­sjóð.“

Til­gangs­lítið að halda áfram vegna and­stöðu Sjálf­stæð­is­flokks

Hin til­lagan sem lögð var fram kom frá Páli Jóhanni Páls­syni, full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi alþing­is­manni. Hún var einnig lögð fram í ágúst. Lagði hann fram frum­varp sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, vann á sínum tíma í ráðu­neyt­inu en var aldrei lagt fram á Alþingi og ekki birt. í Grein­ar­gerð­inni segir að frum­varpið hafi stað­fest að um tíma­bundna nýt­ing­ar­samn­inga væri að ræða. „Afla­hlut­deildum skyldi ráð­stafa með samn­ingum um leigu á afla­hlut­deild milli íslenska rík­is­ins og aðila sem eiga skip með almennt veiði­leyfi. Gild­is­tími samn­ing­anna var nefndur 23 ár, í það lengsta. Leigu­gjald yrði ákvarðað af ráð­herra með reglu­gerð ár hvert, eigi síðar en 15. júlí. Þá gerði frum­varpið ráð fyrir að veiði­gjöld yrðu ákvörðuð með hlið­sjón af nýrri gögnum en nú er gert og end­ur­spegli betur stöðu fyr­ir­tækj­anna á þeim tíma er þeim er gert að greiða veiði­gjöld­in.“

Í grein­ar­gerð­inni segir Þor­steinn frá því að á fundi nefnd­ar­innar 6. sept­em­ber síð­ast­lið­inn hafi hann ítrekað þá skoðun sína að mik­il­væg for­senda fyrir áfram­hald­andi leit að lausn væri sam­staða um að gjald­taka skyldi mið­ast við tíma­bundin afnot auð­lind­ar­inn­ar. Á það hafi allir flokkar geta fall­ist nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem ekki var til­bú­inn til þess að svo komnu máli. „Í beinu fram­haldi af fundi nefnd­ar­innar 6. sept­em­ber síð­ast­lið­inn gerði ég ráð­herra munn­lega grein fyrir því að ég teldi til­gangs­lítið að halda til­raunum til sam­komu­lags um önnur álita­efni áfram að óbreyttri afstöðu for­ystu­flokks rík­is­stjórn­ar­innar til tíma­bund­inna rétt­inda. Þetta mat mitt er óbreytt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent