RÚV gerir alvarlegar athugasemdir við könnun sem fjölmiðlanefnd lét gera

RÚV segir að rangfærslur í talningu og sú grunnforsenda að sniðganga eiginlega kosningaumfjöllun RÚV í úttekt sem birt var í dag rýri gildi hennar verulega.

ruv-i-desember_15971742866_o.jpg
Auglýsing

Rík­is­út­varpið (RÚV) gerir alvar­legar athuga­semdir við könnun sem fjöl­miðla­nefnd lét gera á við­horfi almenn­ings til hlut­lægni í frétta­flutn­ingi Rík­is­út­varps­ins á öllum miðlum þess og grein­ingu á kosn­inga­um­fjöllun frétta­stof­unnar fyrir alþing­is­kosn­ingar 2016.

Í frétt á vef RÚV segir að rang­færslur í taln­ingu og sú grunn­for­senda úttekt­ar­innar að snið­ganga hina eig­in­legu kosn­inga­um­fjöllun RÚV rýri gildið veru­lega. „Fjöl­miðla­nefnd hefur birt könnun um við­horf almenn­ings til hlut­lægni í frétta­flutn­ingi vorið 2016 og grein­ingu á kosn­inga­um­fjöllun RÚV í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2016. Rík­is­út­varpið fékk kann­an­irnar til umsagnar og gerði alvar­legar athuga­semdir við þær báð­ar. Þrátt fyrir það hefur fjöl­miðla­nefnd nú ákveðið að birta þær. Rík­is­út­varpið birtir því athuga­semdir sín­ar“.

Athuga­semdir RÚV eru hér að neð­an:

Handa­hófs­kennd og ómark­viss taln­ing - kosn­inga­um­fjöllun ekki talin með

„Rík­is­út­varpið fékk til yfir­lestrar skýrslu sem heit­ir Grein­ing Credit­info á kosn­inga­um­fjöllun RÚV 2013 og 2016 og er ómark­tæk að því leyti að hún tekur ekki til kosn­inga­um­fjöll­unar RÚV árið 2016. Það hefur nú verið stað­fest af Fjöl­miðla­nefnd sjálfri og Credit­info sem hafa breytt titli skýrsl­unnar í Grein­ing á fréttaum­fjöllun RÚV í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2013 og 2016. Form­leg kosn­inga­um­fjöllun fór fram í sér­stökum þátt­um, leið­togaum­ræð­um, For­ystu­sæt­inu, mál­efna­þáttum og kjör­dæma­þátt­um, sam­tals hátt í 50 dag­skrár­liðum á fimm vikna tíma­bili. Þetta var fjöl­miðla­nefnd full­kunn­ugt um enda voru reglur um kosn­inga­um­fjöllun RÚV birtar opin­ber­lega fyrir kosn­ing­ar. Þrátt fyrir það var eng­inn þess­ara þátta skoð­aður í skýrslu Credit­in­fo. Þess í stað voru skoð­aðar fréttir í völdum frétta­tímum og við­töl í nokkrum reglu­legum þáttum í dag­skrá RÚV á tveimur vikum af þeim fimm sem kosn­ing­um­fjöllun RÚV stóð yfir.

Í grein­ing­unni er meðal ann­ars listi yfir 10 algeng­ustu við­mæl­endur í ljós­vaka­fréttum RÚV. Gerð er athuga­semd við taln­ing­una því sam­kvæmt bók­haldi frétta­stofu er rangt farið með taln­ingu í minnst fjórum til­vik­um. Sam­kvæmt því bók­haldi vantar til að mynda for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins á list­ann og fjöldi við­tala við suma aðra for­menn er ofmet­inn. Auk þess sem taln­ingin í könn­un­inni er bein­línis röng, þá skekkja for­sendur taln­ing­ar­innar nið­ur­stöð­una líka veru­lega. Með því að telja ein­göngu við­töl í völdum frétta­tímum dags­ins en sleppa öðrum fækkar við­tölum við suma for­menn. Auk þess skekk­ist nið­ur­staðan veru­lega við það að tak­marka tíma­bilið sem skoðað er við tvær vikur en ekki þær fimm vikur sem kosn­inga­um­fjöllun stóð.

Ítrek­aðar lang­tímakann­anir sýna yfir­burða­traust til RÚV

Könnun sem ­fjöl­miðla­nefnd lét ger­a um við­horf almenn­ings til hlut­lægni í frétta­flutn­ingi RÚV er fram­kvæmd á afar óvenju­legum tíma í íslensku sam­fé­lagi, eða í maí 2016 – örfáum vikum eftir að Panama­skjölin voru birt, rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks féll og boðað var til kosn­inga. Við­horf almenn­ings til Frétta­stofu RÚV á þeim umróta­tímum end­ur­speglar að mati Rík­is­út­varps­ins ekki almennt við­horf almenn­ings til frétta­stof­unn­ar. Það vekur athygli að fjöl­miðla­nefnd hefur ekki látið gera neina sam­an­burð­ar­könn­un ­síð­an til að kanna gildi þeirrar sem gerð var skömmu eftir Pana­ma­mál­ið. Í síð­ustu reglu­bundnu könnun MMR um traust til fjöl­miðla sem fram­kvæmd var í maí síð­ast­lið­inn var yfir­burða­traust til RÚV stað­fest enn á ný og þar kom fram að traustið eykst milli ára. 69,3% bera mikið eða mjög mikið traust til RÚV sem ber höfuð og herðar yfir aðra fjöl­miðla, en þeir sem næstir komu nutu trausts um 41% þjóð­ar­innar en það voru Frétta­blaðið og mbl.­is.

Auglýsing
Það vekur athygli að fjöl­miðla­nefnd ákveði að birta nið­ur­stöður könn­unar fyrst nú, einu og hálfu ári eftir að hún var gerð, sem vekur spurn­ingar um til­gang henn­ar.

RÚV fagnar því að sjálf­sögðu að fjöl­miðla­nefnd skuli gera kann­anir og grein­ingar um marg­vís­lega þjón­ustu RÚV og hafi fengið til þess stuðn­ing mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins á þessum tíma. Til að gagn sé af könn­unum sem þessum er þó mik­il­vægt að þær séu gerðar með reglu­bundnum og sam­bæri­legum hætti og að þær stand­ist aðferða­fræði­legar kröf­ur.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslensk heimili henda samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju
Samkvæmt rannsókn Umhverfisstofnunar er mikið um matarsóun hér á landi en einstaklingur á Íslandi sóar að meðaltali um 90 kg af mat árlega.
Kjarninn 2. apríl 2020
„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“
Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs.
Kjarninn 2. apríl 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent