RÚV gerir alvarlegar athugasemdir við könnun sem fjölmiðlanefnd lét gera

RÚV segir að rangfærslur í talningu og sú grunnforsenda að sniðganga eiginlega kosningaumfjöllun RÚV í úttekt sem birt var í dag rýri gildi hennar verulega.

ruv-i-desember_15971742866_o.jpg
Auglýsing

Rík­is­út­varpið (RÚV) gerir alvar­legar athuga­semdir við könnun sem fjöl­miðla­nefnd lét gera á við­horfi almenn­ings til hlut­lægni í frétta­flutn­ingi Rík­is­út­varps­ins á öllum miðlum þess og grein­ingu á kosn­inga­um­fjöllun frétta­stof­unnar fyrir alþing­is­kosn­ingar 2016.

Í frétt á vef RÚV segir að rang­færslur í taln­ingu og sú grunn­for­senda úttekt­ar­innar að snið­ganga hina eig­in­legu kosn­inga­um­fjöllun RÚV rýri gildið veru­lega. „Fjöl­miðla­nefnd hefur birt könnun um við­horf almenn­ings til hlut­lægni í frétta­flutn­ingi vorið 2016 og grein­ingu á kosn­inga­um­fjöllun RÚV í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2016. Rík­is­út­varpið fékk kann­an­irnar til umsagnar og gerði alvar­legar athuga­semdir við þær báð­ar. Þrátt fyrir það hefur fjöl­miðla­nefnd nú ákveðið að birta þær. Rík­is­út­varpið birtir því athuga­semdir sín­ar“.

Athuga­semdir RÚV eru hér að neð­an:

Handa­hófs­kennd og ómark­viss taln­ing - kosn­inga­um­fjöllun ekki talin með

„Rík­is­út­varpið fékk til yfir­lestrar skýrslu sem heit­ir Grein­ing Credit­info á kosn­inga­um­fjöllun RÚV 2013 og 2016 og er ómark­tæk að því leyti að hún tekur ekki til kosn­inga­um­fjöll­unar RÚV árið 2016. Það hefur nú verið stað­fest af Fjöl­miðla­nefnd sjálfri og Credit­info sem hafa breytt titli skýrsl­unnar í Grein­ing á fréttaum­fjöllun RÚV í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2013 og 2016. Form­leg kosn­inga­um­fjöllun fór fram í sér­stökum þátt­um, leið­togaum­ræð­um, For­ystu­sæt­inu, mál­efna­þáttum og kjör­dæma­þátt­um, sam­tals hátt í 50 dag­skrár­liðum á fimm vikna tíma­bili. Þetta var fjöl­miðla­nefnd full­kunn­ugt um enda voru reglur um kosn­inga­um­fjöllun RÚV birtar opin­ber­lega fyrir kosn­ing­ar. Þrátt fyrir það var eng­inn þess­ara þátta skoð­aður í skýrslu Credit­in­fo. Þess í stað voru skoð­aðar fréttir í völdum frétta­tímum og við­töl í nokkrum reglu­legum þáttum í dag­skrá RÚV á tveimur vikum af þeim fimm sem kosn­ing­um­fjöllun RÚV stóð yfir.

Í grein­ing­unni er meðal ann­ars listi yfir 10 algeng­ustu við­mæl­endur í ljós­vaka­fréttum RÚV. Gerð er athuga­semd við taln­ing­una því sam­kvæmt bók­haldi frétta­stofu er rangt farið með taln­ingu í minnst fjórum til­vik­um. Sam­kvæmt því bók­haldi vantar til að mynda for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins á list­ann og fjöldi við­tala við suma aðra for­menn er ofmet­inn. Auk þess sem taln­ingin í könn­un­inni er bein­línis röng, þá skekkja for­sendur taln­ing­ar­innar nið­ur­stöð­una líka veru­lega. Með því að telja ein­göngu við­töl í völdum frétta­tímum dags­ins en sleppa öðrum fækkar við­tölum við suma for­menn. Auk þess skekk­ist nið­ur­staðan veru­lega við það að tak­marka tíma­bilið sem skoðað er við tvær vikur en ekki þær fimm vikur sem kosn­inga­um­fjöllun stóð.

Ítrek­aðar lang­tímakann­anir sýna yfir­burða­traust til RÚV

Könnun sem ­fjöl­miðla­nefnd lét ger­a um við­horf almenn­ings til hlut­lægni í frétta­flutn­ingi RÚV er fram­kvæmd á afar óvenju­legum tíma í íslensku sam­fé­lagi, eða í maí 2016 – örfáum vikum eftir að Panama­skjölin voru birt, rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks féll og boðað var til kosn­inga. Við­horf almenn­ings til Frétta­stofu RÚV á þeim umróta­tímum end­ur­speglar að mati Rík­is­út­varps­ins ekki almennt við­horf almenn­ings til frétta­stof­unn­ar. Það vekur athygli að fjöl­miðla­nefnd hefur ekki látið gera neina sam­an­burð­ar­könn­un ­síð­an til að kanna gildi þeirrar sem gerð var skömmu eftir Pana­ma­mál­ið. Í síð­ustu reglu­bundnu könnun MMR um traust til fjöl­miðla sem fram­kvæmd var í maí síð­ast­lið­inn var yfir­burða­traust til RÚV stað­fest enn á ný og þar kom fram að traustið eykst milli ára. 69,3% bera mikið eða mjög mikið traust til RÚV sem ber höfuð og herðar yfir aðra fjöl­miðla, en þeir sem næstir komu nutu trausts um 41% þjóð­ar­innar en það voru Frétta­blaðið og mbl.­is.

Auglýsing
Það vekur athygli að fjöl­miðla­nefnd ákveði að birta nið­ur­stöður könn­unar fyrst nú, einu og hálfu ári eftir að hún var gerð, sem vekur spurn­ingar um til­gang henn­ar.

RÚV fagnar því að sjálf­sögðu að fjöl­miðla­nefnd skuli gera kann­anir og grein­ingar um marg­vís­lega þjón­ustu RÚV og hafi fengið til þess stuðn­ing mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins á þessum tíma. Til að gagn sé af könn­unum sem þessum er þó mik­il­vægt að þær séu gerðar með reglu­bundnum og sam­bæri­legum hætti og að þær stand­ist aðferða­fræði­legar kröf­ur.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
RÚV leiðréttir fullyrðingu í frétt um Samherja
Fréttastofa RÚV hefur leiðrétt fullyrðingu Samherja, en útgerðarfélagið kvartaði formlega yfir fréttaflutningnum með því að senda bréf á stjórnarmenn RÚV.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Dómnefnd telur Ásu Ólafsdóttur hæfasta í starf dómara
Dómnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Athugasemd frá Samtökum iðnaðarins
Kjarninn 17. febrúar 2020
Magnús Jónsson
Loðnan og loðin svör
Kjarninn 17. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji hótar RÚV málshöfðun og segist ekki hafa verið sakfelldur fyrir mútugreiðslur
Samherji vill afsökunarbeiðni og leiðréttingu frá RÚV og segist ekki hafa verið dæmt né ákært fyrir mútugreiðslur né hafi starfsmenn þess stöðu sakbornings. Fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur frá Samherja í Namibíu.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Trúarbrögð að vera á móti sæstreng
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að sæstrengur sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Engin ný ákvörðun hafi verið tekin en hún bendir þó á að forsendur geti breyst og fráleitt að útiloka um alla framtíð að þetta gæti orðið skynsamlegt.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Takmörk fyrir því hvað hægt er að verja“
Formaður VR veltir fyrir sér stöðu álversins í Straumsvík en hann hefur miklar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar og vel launuðum störfum sem hún skapar.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Tengdar útgerðir fá tæp sex ár til að koma sér undir kvótaþak
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir kvótaþak.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent