Hlutur ríkissjóðs í umfram eigin fé bankanna 120 milljarðar

Nokkrir stjórnmálaflokkar ætla sér að auka arðgreiðslur úr bönkunum til að standa undir skuldaniðurgreiðslum eða innviðafjárfestingum. Bankasýslan segir að hlutur ríkissjóðs í umfram eigin fé bankanna sé 120 milljarðar.

Stjórnmálaflokkar vilja brjóta sparibaukinn sem er umfram eigið fé bankanna og nota í hin ýmsu verkefni.
Stjórnmálaflokkar vilja brjóta sparibaukinn sem er umfram eigið fé bankanna og nota í hin ýmsu verkefni.
Auglýsing

Að mati Banka­sýslu rík­is­ins er hlutur rík­is­sjóðs í umfram eigin fé Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka um 120 millj­arðar króna. Ríkið á tvo fyrr­nefndu bank­anna að öllu leyti en 13 pró­sent hlut í Arion banka. Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem Banka­sýslan hefur tekið saman um arð­greiðslu­getu við­skipta­bank­anna þriggja sem rík­is­sjóður á hlut í árin 2018-2020.

Nokkrir flokkar hafa boðað það í aðdrag­anda kosn­inga að þeir ætli sér að auka arð­greiðslur úr bönk­unum og „tappa“ þannig af eigin fé þeirra sem er umfram það sem Fjár­mála­eft­ir­litið gerir kröfu um. Slíkt er til að mynda hluti af stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins auk þess sem Vinstri græn hafa boðað slíkar arð­greiðslur einnig.

Í frétt á vef ráðu­neyt­is­ins segir að sam­kvæmt mat­inu sé mis­munur á eigin fé bank­anna og þeim eig­in­fjár­kröfum sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur sett alls um 253 millj­arðar króna. Sé tekið til­lit til þess að óvar­legt þykir að mæta aðeins lág­marks­kröfum um eigið fé er gert ráð fyrir að áætlað umfram eigið fé nemi aldrei lægra hlut­falli en þrjú pró­sent yfir til­skildu lág­marki. Það svarar til um 183 millj­örðum króna. Með hlið­sjón af hlut­falls­legu eign­ar­haldi rík­is­sjóðs á við­skipta­bönk­unum megi því ætla að hlutur rík­is­sjóðs í umfram eigin fé, sem skil­greint er með þessum hætti, geti numið um 120 millj­örðum króna.

Auglýsing

Í frétt­inni stendur enn frem­ur: „Banka­sýslan bendir á að mik­il­vægt sé að halda því til haga að það er á for­ræði stjórna bank­anna, en ekki hlut­hafa, að leggja fram til­lögur um arð­greiðsl­ur. Mat á arð­greiðslu­getu til fram­tíðar er vit­an­lega háð marg­vís­legum fyr­ir­vörum, svo sem um að heil­brigt efna­hags­á­stand verði hér næstu árin, að reglu­verk hald­ist óbreytt og að fjár­mála­mark­aðir verði opnir fyrir víkj­andi lánum til bank­anna. Sömu­leiðis er bent á þá stað­reynd að lækkun eigin fjár í bönk­unum leiðir til lækk­unar á arð­greiðslu­getu síð­ar­.[...]­Jafn­framt skal minnt á að í fjár­mála­á­ætlun 2018-2022, sem sam­þykkt var á Alþingi sl. vor, er gert ráð fyrir 140 ma.kr. óreglu­legum tekjum rík­is­sjóðs á gild­is­tíma áætl­un­ar­inn­ar. Var þar eink­an­lega horft til arð­greiðslna frá bönk­un­um. Má því segja að þegar sé búið að gera ráð fyrir ráð­stöfun veru­legs hluta af vænt­an­legum arð­greiðslum við­skipta­banka í eigu rík­is­ins í tekju­á­ætl­unum fyrir rík­is­sjóð á kom­andi árum.“Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent