Hlutur ríkissjóðs í umfram eigin fé bankanna 120 milljarðar

Nokkrir stjórnmálaflokkar ætla sér að auka arðgreiðslur úr bönkunum til að standa undir skuldaniðurgreiðslum eða innviðafjárfestingum. Bankasýslan segir að hlutur ríkissjóðs í umfram eigin fé bankanna sé 120 milljarðar.

Stjórnmálaflokkar vilja brjóta sparibaukinn sem er umfram eigið fé bankanna og nota í hin ýmsu verkefni.
Stjórnmálaflokkar vilja brjóta sparibaukinn sem er umfram eigið fé bankanna og nota í hin ýmsu verkefni.
Auglýsing

Að mati Banka­sýslu rík­is­ins er hlutur rík­is­sjóðs í umfram eigin fé Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka um 120 millj­arðar króna. Ríkið á tvo fyrr­nefndu bank­anna að öllu leyti en 13 pró­sent hlut í Arion banka. Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem Banka­sýslan hefur tekið saman um arð­greiðslu­getu við­skipta­bank­anna þriggja sem rík­is­sjóður á hlut í árin 2018-2020.

Nokkrir flokkar hafa boðað það í aðdrag­anda kosn­inga að þeir ætli sér að auka arð­greiðslur úr bönk­unum og „tappa“ þannig af eigin fé þeirra sem er umfram það sem Fjár­mála­eft­ir­litið gerir kröfu um. Slíkt er til að mynda hluti af stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Mið­flokks­ins auk þess sem Vinstri græn hafa boðað slíkar arð­greiðslur einnig.

Í frétt á vef ráðu­neyt­is­ins segir að sam­kvæmt mat­inu sé mis­munur á eigin fé bank­anna og þeim eig­in­fjár­kröfum sem Fjár­mála­eft­ir­litið hefur sett alls um 253 millj­arðar króna. Sé tekið til­lit til þess að óvar­legt þykir að mæta aðeins lág­marks­kröfum um eigið fé er gert ráð fyrir að áætlað umfram eigið fé nemi aldrei lægra hlut­falli en þrjú pró­sent yfir til­skildu lág­marki. Það svarar til um 183 millj­örðum króna. Með hlið­sjón af hlut­falls­legu eign­ar­haldi rík­is­sjóðs á við­skipta­bönk­unum megi því ætla að hlutur rík­is­sjóðs í umfram eigin fé, sem skil­greint er með þessum hætti, geti numið um 120 millj­örðum króna.

Auglýsing

Í frétt­inni stendur enn frem­ur: „Banka­sýslan bendir á að mik­il­vægt sé að halda því til haga að það er á for­ræði stjórna bank­anna, en ekki hlut­hafa, að leggja fram til­lögur um arð­greiðsl­ur. Mat á arð­greiðslu­getu til fram­tíðar er vit­an­lega háð marg­vís­legum fyr­ir­vörum, svo sem um að heil­brigt efna­hags­á­stand verði hér næstu árin, að reglu­verk hald­ist óbreytt og að fjár­mála­mark­aðir verði opnir fyrir víkj­andi lánum til bank­anna. Sömu­leiðis er bent á þá stað­reynd að lækkun eigin fjár í bönk­unum leiðir til lækk­unar á arð­greiðslu­getu síð­ar­.[...]­Jafn­framt skal minnt á að í fjár­mála­á­ætlun 2018-2022, sem sam­þykkt var á Alþingi sl. vor, er gert ráð fyrir 140 ma.kr. óreglu­legum tekjum rík­is­sjóðs á gild­is­tíma áætl­un­ar­inn­ar. Var þar eink­an­lega horft til arð­greiðslna frá bönk­un­um. Má því segja að þegar sé búið að gera ráð fyrir ráð­stöfun veru­legs hluta af vænt­an­legum arð­greiðslum við­skipta­banka í eigu rík­is­ins í tekju­á­ætl­unum fyrir rík­is­sjóð á kom­andi árum.“Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent