Menntun og fjórða iðnbyltingin sem við erum að lifa eru viðfang næsta þáttar Kjarnans á Hringbraut, sem sýndur verður klukkan 21 í kvöld. Gestir þáttarins að þessu sinni eru Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórnandi hjá Marel og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og ón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Ragnheiður kallar þar eftir því að Ísland fari að setja sér einhverskonar markmið. Mikil hræðsla sé við það. Eitt slíkt markmið gæti til að mynda verið það að Íslandi ætli sér að verða best í heimi í gervigreind árið 2025. „Þetta eru kannski draumórar, en við verðum að fá að dreyma. Ef við erum með setningar eins og þessa[...]Þá er svo auðvelt fyrir atvinnulífið, menntakerfið og stjórnvöld að styðja við svona setningar.
Jón Atli heldur því meðal annars fram að öflugur háskóli sé byggðamál. Að hafa öflugan háskóla á Íslandi tryggir að fólk vill búa hér til framtíðar.“ Fjöregg hvers samfélags séu rannsóknir, menntun, nýsköpun og það að þjálfa nemendur í þessum þáttum til að verða undirstaða atvinnulífsins.