Kjarninn hefur stefnt Seðlabankanum og vill fá neyðarlánasímtalið

Kjarninn fer fram á að ógild verði með dóm ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja miðlinum um aðgang að símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde sem fram fór 6. október 2008. Kjarninn vill að réttur hans til aðgangs að símtalinu sé viðurkenndur.

Kaupþing
Auglýsing

Kjarn­inn miðl­ar, móð­ur­fé­lag Kjarn­ans, hefur stefnt Seðla­banka Íslands og fer fram á að ógilt verði með dómi sú ákvörðun bank­ans að hafna kröfu Kjarn­ans um aðgang að hljóð­ritun og afritum af sím­tali milli þáver­andi for­manns Seðla­banka Íslands, Dav­íðs Odds­son­ar, og þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Geirs H. Haarde, sem átti sér stað 6. októ­ber 2008. Enn fremur gera Kjarn­inn kröfu um að við­ur­kenndur sé réttur Kjarn­ans til aðgangs að hljóð­ritun og afritum af sím­tal­inu. Í því er rætt um veit­ingu 500 milljón evra neyð­ar­láns til Kaup­þings sem kost­aði skatt­greið­endur á end­anum 35 millj­arða króna.

Kjarn­inn óskaði eftir því með tölvu­pósti þann 6. sept­em­ber 2017 að fá aðgang að hljóð­rit­un­inni. Til­gang­ur­inn var að upp­lýsa almenn­ing um liðna atburði og vegna þess að framundan var birt­ing á tveimur skýrsl­um, þar af önnur sem unnin er af Seðla­bank­an­um, þar sem atburðir tengdir sím­tal­inu verða til umfjöll­un­ar. Beiðnin var rök­studd með því að um væri að ræða einn þýð­ing­ar­mesta atburð í nútíma hag­sögu sem hefði haft í för með sér afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir íslenskan almenn­ing. Seðla­bank­inn hafn­aði beiðn­inni þann 14. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og byggði þá ákvörðun ein­vörð­ungu á því að þagn­ar­skylda hvíldi yfir umræddum upp­lýs­ing­um.

Auglýsing
Kjarninn ákvað í kjöl­farið að stefna Seðla­banka Íslands fyrir dóm­stóla til að reyna að fá ákvörðun Seðla­bank­ans hnekkt og rétt sinn til að nálg­ast ofan­greindar upp­lýs­ingar við­ur­kenndan á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Í stefnu Kjarn­ans segir m.a.: „Þá telur stefn­andi að við mat á beiðni hans á afhend­ingu gagn­anna þurfi að líta til stöðu og skyldna stefn­anda sem fjöl­mið­ils í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Réttur fjöl­miðla til þess að taka við og skila áfram upp­lýs­ingum og hug­myndum skiptir meg­in­máli fyrir almenn­ing. Beiðni stefn­anda lýtur að umræðum vald­hafa um umfangs­miklar efna­hags­að­gerðir sem snertu allan almenn­ing. Það er horn­steinn lýð­ræðis og for­senda rétt­ar­ríkis að fjöl­miðlar fjalli um brýn mál­efni með sjálf­stæðum rann­sóknum á upp­lýsandi hátt. Svo hægt sé að fjalla um þessi mál­efni er nauð­syn­legt að réttur til upp­lýs­inga sé tryggður með full­nægj­andi hætti og að tak­mark­anir á þeim rétti séu ekki túlk­aðar með rýmk­andi hætt­i.“

Stefnan var birt fyr­ir­svars­manni Seðla­bank­ans á mið­viku­dag og hún lögð fram í hér­aðs­dómi Reykja­víkur á fimmtu­dag.

Hægt er að lesa stefn­una í heild sinni hér.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling sakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent