Kjarninn hefur stefnt Seðlabankanum og vill fá neyðarlánasímtalið

Kjarninn fer fram á að ógild verði með dóm ákvörðun Seðlabanka Íslands um að synja miðlinum um aðgang að símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde sem fram fór 6. október 2008. Kjarninn vill að réttur hans til aðgangs að símtalinu sé viðurkenndur.

Kaupþing
Auglýsing

Kjarn­inn miðl­ar, móð­ur­fé­lag Kjarn­ans, hefur stefnt Seðla­banka Íslands og fer fram á að ógilt verði með dómi sú ákvörðun bank­ans að hafna kröfu Kjarn­ans um aðgang að hljóð­ritun og afritum af sím­tali milli þáver­andi for­manns Seðla­banka Íslands, Dav­íðs Odds­son­ar, og þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Geirs H. Haarde, sem átti sér stað 6. októ­ber 2008. Enn fremur gera Kjarn­inn kröfu um að við­ur­kenndur sé réttur Kjarn­ans til aðgangs að hljóð­ritun og afritum af sím­tal­inu. Í því er rætt um veit­ingu 500 milljón evra neyð­ar­láns til Kaup­þings sem kost­aði skatt­greið­endur á end­anum 35 millj­arða króna.

Kjarn­inn óskaði eftir því með tölvu­pósti þann 6. sept­em­ber 2017 að fá aðgang að hljóð­rit­un­inni. Til­gang­ur­inn var að upp­lýsa almenn­ing um liðna atburði og vegna þess að framundan var birt­ing á tveimur skýrsl­um, þar af önnur sem unnin er af Seðla­bank­an­um, þar sem atburðir tengdir sím­tal­inu verða til umfjöll­un­ar. Beiðnin var rök­studd með því að um væri að ræða einn þýð­ing­ar­mesta atburð í nútíma hag­sögu sem hefði haft í för með sér afdrifa­ríkar afleið­ingar fyrir íslenskan almenn­ing. Seðla­bank­inn hafn­aði beiðn­inni þann 14. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og byggði þá ákvörðun ein­vörð­ungu á því að þagn­ar­skylda hvíldi yfir umræddum upp­lýs­ing­um.

Auglýsing
Kjarninn ákvað í kjöl­farið að stefna Seðla­banka Íslands fyrir dóm­stóla til að reyna að fá ákvörðun Seðla­bank­ans hnekkt og rétt sinn til að nálg­ast ofan­greindar upp­lýs­ingar við­ur­kenndan á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Í stefnu Kjarn­ans segir m.a.: „Þá telur stefn­andi að við mat á beiðni hans á afhend­ingu gagn­anna þurfi að líta til stöðu og skyldna stefn­anda sem fjöl­mið­ils í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Réttur fjöl­miðla til þess að taka við og skila áfram upp­lýs­ingum og hug­myndum skiptir meg­in­máli fyrir almenn­ing. Beiðni stefn­anda lýtur að umræðum vald­hafa um umfangs­miklar efna­hags­að­gerðir sem snertu allan almenn­ing. Það er horn­steinn lýð­ræðis og for­senda rétt­ar­ríkis að fjöl­miðlar fjalli um brýn mál­efni með sjálf­stæðum rann­sóknum á upp­lýsandi hátt. Svo hægt sé að fjalla um þessi mál­efni er nauð­syn­legt að réttur til upp­lýs­inga sé tryggður með full­nægj­andi hætti og að tak­mark­anir á þeim rétti séu ekki túlk­aðar með rýmk­andi hætt­i.“

Stefnan var birt fyr­ir­svars­manni Seðla­bank­ans á mið­viku­dag og hún lögð fram í hér­aðs­dómi Reykja­víkur á fimmtu­dag.

Hægt er að lesa stefn­una í heild sinni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent