Um helmingur fyrirtækja í nýsköpun

Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands er mikil nýsköpun stunduðí fyrirtækjum á Íslandi.

Tækni
Auglýsing

Á árunum 2014–2016 stund­aði helm­ingur fyr­ir­tækja á Íslandi með 10 starfs­menn eða fleiri nýsköpun þar sem nýjar vörur eða þjón­usta var sett á markað eða nýir verk­ferlar inn­leidd­ir. 

Þetta er svipuð nið­ur­staða og í fyrstu mæl­ingu Hag­stof­unnar árin 2012–2014, en greint var frá nið­ur­stöð­unum á vef Hag­stof­unnar í gær

Þriðj­ungur fyr­ir­tækja setti nýja vöru eða þjón­ustu á markað eða end­ur­bætti eldri vöru eða þjón­ustu. „Gat það þó verið nýj­ung hjá fyr­ir­tæk­inu sjálfu án þess að vera nýj­ung á mark­aðn­um, en 25% fyr­ir­tækja settu á markað vörur eða þjón­ustu sem voru nýj­ungar á mark­aði. Jafn­framt inn­leiddi þriðj­ungur fyr­ir­tækja nýja verk­ferla á tíma­bil­inu. Hjá 31% fyr­ir­tækja var ein­hver nýsköp­un­ar­starf­semi sem leiddi ekki til þess að vörur eða þjón­usta var sett á markað eða verk­ferlar inn­leiddir á tíma­bil­in­u,“ segir í umfjöllun Hag­stof­unnar um þess mál.

Auglýsing

Auk nýsköp­unar vöru, þjón­ustu og verk­ferla gátu fyr­ir­tæki hafa inn­leitt nýtt starf­skipu­lag eða nýj­ungar í mark­aðs­setn­ingu. Um 31 pró­sent fyr­ir­tækja inn­leiddu þannig nýtt starf­skipu­lag á tíma­bil­inu, en 27 pró­sent inn­leiddu nýj­ungar í mark­aðs­setn­ing­u. 

Ef þess konar nýsköpun er talin með sem nýsköpun almennt, auk nýsköp­unar vöru, þjón­ustu og verk­ferla, voru 55 pró­sent fyr­ir­tækja virk í nýsköpun á tíma­bil­inu í stað 50 pró­sent. Var það hlut­fall 59% á árunum 2012–2014 þar sem nýsköpun skipu­lags og mark­aðs­setn­ingar var algeng­ari þá.

Í nýjastasjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut er fjallað tölu­vert um nýsköpun og mennta­mál, ekki síst í sam­hengi við miklar breyt­ingar sem eru að verða í atvinnu­lífi vegna tækni­fram­fara. Ragn­heiður M. Magn­ús­dótt­ir, stjórn­andi hjá Mar­el, er gestur þátt­ar­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða um 50 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá skipafélagi Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent