Um helmingur fyrirtækja í nýsköpun

Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands er mikil nýsköpun stunduðí fyrirtækjum á Íslandi.

Tækni
Auglýsing

Á árunum 2014–2016 stund­aði helm­ingur fyr­ir­tækja á Íslandi með 10 starfs­menn eða fleiri nýsköpun þar sem nýjar vörur eða þjón­usta var sett á markað eða nýir verk­ferlar inn­leidd­ir. 

Þetta er svipuð nið­ur­staða og í fyrstu mæl­ingu Hag­stof­unnar árin 2012–2014, en greint var frá nið­ur­stöð­unum á vef Hag­stof­unnar í gær

Þriðj­ungur fyr­ir­tækja setti nýja vöru eða þjón­ustu á markað eða end­ur­bætti eldri vöru eða þjón­ustu. „Gat það þó verið nýj­ung hjá fyr­ir­tæk­inu sjálfu án þess að vera nýj­ung á mark­aðn­um, en 25% fyr­ir­tækja settu á markað vörur eða þjón­ustu sem voru nýj­ungar á mark­aði. Jafn­framt inn­leiddi þriðj­ungur fyr­ir­tækja nýja verk­ferla á tíma­bil­inu. Hjá 31% fyr­ir­tækja var ein­hver nýsköp­un­ar­starf­semi sem leiddi ekki til þess að vörur eða þjón­usta var sett á markað eða verk­ferlar inn­leiddir á tíma­bil­in­u,“ segir í umfjöllun Hag­stof­unnar um þess mál.

Auglýsing

Auk nýsköp­unar vöru, þjón­ustu og verk­ferla gátu fyr­ir­tæki hafa inn­leitt nýtt starf­skipu­lag eða nýj­ungar í mark­aðs­setn­ingu. Um 31 pró­sent fyr­ir­tækja inn­leiddu þannig nýtt starf­skipu­lag á tíma­bil­inu, en 27 pró­sent inn­leiddu nýj­ungar í mark­aðs­setn­ing­u. 

Ef þess konar nýsköpun er talin með sem nýsköpun almennt, auk nýsköp­unar vöru, þjón­ustu og verk­ferla, voru 55 pró­sent fyr­ir­tækja virk í nýsköpun á tíma­bil­inu í stað 50 pró­sent. Var það hlut­fall 59% á árunum 2012–2014 þar sem nýsköpun skipu­lags og mark­aðs­setn­ingar var algeng­ari þá.

Í nýjastasjón­varps­þætti Kjarn­ans á Hring­braut er fjallað tölu­vert um nýsköpun og mennta­mál, ekki síst í sam­hengi við miklar breyt­ingar sem eru að verða í atvinnu­lífi vegna tækni­fram­fara. Ragn­heiður M. Magn­ús­dótt­ir, stjórn­andi hjá Mar­el, er gestur þátt­ar­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent