Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað forystumenn stjórnmálaflokkanna á sinn fund á morgun. Fundirnir verða á Bessastöðum og er fundartímum raðað eftir þingstyrk þeirra flokka sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi.
Auglýsing
- Fundur forseta og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, verður klukkan 10.
- Fundur forseta og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, verður klukkan 11.
- Fundur forseta og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, verður klukkan 12.
- Fundur forseta og Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, verður klukkan 13.
- Fundur forseta og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, verður klukkan 14.
- Fundur forseta og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, fulltrúa Pírata, verður klukkan 15.
- Fundur forseta og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, verður klukkan 16.
- Fundur forseta og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, verður klukkan 17.