Sigurður Ingi: Vil breiða samstöðu

Flókin staða er komin upp eftir að talið var upp úr kjörkössum í gær en átta flokkar komust inn á þing. Framsókn virðist í lykilstöðu en flokkurinn heldur sínum átta þingmönnum.

Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir við Loga Má Einarsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir við Loga Má Einarsson.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist vilja breiða sam­stöðu til að kom­ast út úr stjórn­ar­kreppu. Þetta kom fram í Silfr­inu á RÚV. Full­trúar flokk­anna átta sem komnir eru á þing ræddu stöð­una í morg­un. Hann segir jafn­framt ekki úti­loka sam­starf með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni eða neinum öðr­um. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, segir að hugs­an­lega þurfi annað stjórn­ar­mynstur en verið hefur og hefð er fyrir á Ísland­i. 

Bjarni Bene­dikts­son segir að staðan sé hrika­lega flókin og að ekki hafi reynst vel að vera í rík­is­stjórn eftir Hrun­ið. Honum finn­ist eðli­leg­ast að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé í rík­is­stjórn í ljósi þess að flokk­ur­inn er stærst­ur.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, kallar á við­ræður en hann seg­ist vilja kanna hversu mik­ill sam­hljómur sé milli flokka. Slá þurfi af kröfum en í þeirra til­felli séu þau stíf á mark­miðum en opin fyrir leiðum þang­að. 

Inga Sæland, for­maður Flokk fólks­ins, seg­ist vera til í að fara í rík­is­stjórn. Hún telur að allir séu að stefna að sama að marki og ættu að geta unnið sam­an. 

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, í for­svari fyrir Pírata, bendir á að stjórn­ar­and­staðan hafi náð meiri­hluta. „Mér finnst það vera ákveðin skila­boð frá kjós­end­um,“ segir hún og telur enn vera grund­völl til sam­starfs. Hún sé reiðu­búin að afla ábyrgð. 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir að nú skipti máli að mynda starfs­hæfa rík­is­stjórn en vill þó að jafn­rétt­is­málin séu í for­gangi.  

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent