Sigurður Ingi: Vil breiða samstöðu

Flókin staða er komin upp eftir að talið var upp úr kjörkössum í gær en átta flokkar komust inn á þing. Framsókn virðist í lykilstöðu en flokkurinn heldur sínum átta þingmönnum.

Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir við Loga Má Einarsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir við Loga Má Einarsson.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist vilja breiða sam­stöðu til að kom­ast út úr stjórn­ar­kreppu. Þetta kom fram í Silfr­inu á RÚV. Full­trúar flokk­anna átta sem komnir eru á þing ræddu stöð­una í morg­un. Hann segir jafn­framt ekki úti­loka sam­starf með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni eða neinum öðr­um. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, segir að hugs­an­lega þurfi annað stjórn­ar­mynstur en verið hefur og hefð er fyrir á Ísland­i. 

Bjarni Bene­dikts­son segir að staðan sé hrika­lega flókin og að ekki hafi reynst vel að vera í rík­is­stjórn eftir Hrun­ið. Honum finn­ist eðli­leg­ast að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé í rík­is­stjórn í ljósi þess að flokk­ur­inn er stærst­ur.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, kallar á við­ræður en hann seg­ist vilja kanna hversu mik­ill sam­hljómur sé milli flokka. Slá þurfi af kröfum en í þeirra til­felli séu þau stíf á mark­miðum en opin fyrir leiðum þang­að. 

Inga Sæland, for­maður Flokk fólks­ins, seg­ist vera til í að fara í rík­is­stjórn. Hún telur að allir séu að stefna að sama að marki og ættu að geta unnið sam­an. 

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, í for­svari fyrir Pírata, bendir á að stjórn­ar­and­staðan hafi náð meiri­hluta. „Mér finnst það vera ákveðin skila­boð frá kjós­end­um,“ segir hún og telur enn vera grund­völl til sam­starfs. Hún sé reiðu­búin að afla ábyrgð. 

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir að nú skipti máli að mynda starfs­hæfa rík­is­stjórn en vill þó að jafn­rétt­is­málin séu í for­gangi.  

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent