Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist vilja breiða samstöðu til að komast út úr stjórnarkreppu. Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV. Fulltrúar flokkanna átta sem komnir eru á þing ræddu stöðuna í morgun. Hann segir jafnframt ekki útiloka samstarf með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eða neinum öðrum.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að hugsanlega þurfi annað stjórnarmynstur en verið hefur og hefð er fyrir á Íslandi.
Bjarni Benediktsson segir að staðan sé hrikalega flókin og að ekki hafi reynst vel að vera í ríkisstjórn eftir Hrunið. Honum finnist eðlilegast að Sjálfstæðisflokkurinn sé í ríkisstjórn í ljósi þess að flokkurinn er stærstur.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kallar á viðræður en hann segist vilja kanna hversu mikill samhljómur sé milli flokka. Slá þurfi af kröfum en í þeirra tilfelli séu þau stíf á markmiðum en opin fyrir leiðum þangað.
Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, segist vera til í að fara í ríkisstjórn. Hún telur að allir séu að stefna að sama að marki og ættu að geta unnið saman.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, í forsvari fyrir Pírata, bendir á að stjórnarandstaðan hafi náð meirihluta. „Mér finnst það vera ákveðin skilaboð frá kjósendum,“ segir hún og telur enn vera grundvöll til samstarfs. Hún sé reiðubúin að afla ábyrgð.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að nú skipti máli að mynda starfshæfa ríkisstjórn en vill þó að jafnréttismálin séu í forgangi.