Brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í nokkrum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks með því að gera það ábyrgt fyrir ummælum sem höfð voru eftir nafngreindum viðmælendum.

newspapers.jpg
Auglýsing

Á árunum 2012 til 2017 hafa fallið átta dóm­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í málum er varða vernd tján­ing­ar­frelsis fjöl­miðla­fólks á Íslandi. Í sex til­vikum hefur Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn dæmt íslenska rík­inu í óhag en í tveimur til­vikum hefur íslenska ríkið verið sýkn­að. 

Þetta kemur fram í skýrslu um nýlega dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í málum er varða vernd tján­ing­ar­frelsis fjöl­miðla­fólks á Íslandi á vegum Mann­rétt­inda­stofn­unar Háskóla Íslands sem birt var í dag. 

Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn komst í nokkrum til­vikum að þeirri nið­ur­stöðu að brotið hefði verið gegn tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla­fólks með því að gera það ábyrgt fyrir ummælum sem höfð voru eftir nafn­greind­um við­mæl­end­um. 

Auglýsing

Árétt­aði dóm­stóll­inn að í dómum hans hefði áður verið kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að sterkar ástæður þyrftu að koma til svo blaða­menn yrðu látnir bera ábyrgð í slíkum til­vik­um. Þar sem slíkar ástæður hefðu ekki ver­ið fyrir hendi var talið að brotið hefði verið gegn tján­ing­ar­frelsi við­kom­andi blaða­manna og rit­stjóra.

Íslenskir dóm­stólar van­ræktu að taka afstöðu 

Íslenskir dóm­stólar litu ekki ávallt til allra þeirra sjón­ar­miða sem ber að taka afstöðu til, sam­kvæmt fram­kvæmd Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, þegar metið er hvort tak­mörkun á tján­ing­ar­frelsi sé nauð­syn­leg í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi. Segir í skýrsl­unni að stundum hafi íslenskir dóm­stólar van­rækt að taka afstöðu til þess hvort þau mál­efni sem voru til umfjöll­unar fjöl­miðla hefðu átt erindi við almenn­ing eða ekki. 

Ekki hafi alltaf verið tekin afstaða til stöðu og fyrri hegð­unar þess ein­stak­lings sem fjallað var um. Þá hafi í sumum mál­anna verið van­rækt að taka afstöðu til vinnu­bragða fjöl­miðla sem báru þess merki að fjöl­miðla­fólk hefði unnið störf sín í góðri trú og gætt jafn­vægis í umfjöllun sinni. Í þeim málum sem skýrslan fjallar um lagði Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn sjálfur oft mat á umrædd sjón­ar­mið og benti á að þau stæðu til þess að ekki hefði verið nauð­syn­legt í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi að tak­marka tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla­fólks.

Ummæli ekki jafn meið­andi og íslenskir dóm­stólar lögðu til grund­vallar

Í þriðja lagi fann Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn að því hvaða skiln­ing íslenskir ­dóm­stólar lögðu í ýmis þeirra ummæla er málun lutu að. Virð­ist þannig sem ­Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hafi verið ósam­mála mati íslenskra dóm­stóla á efn­is­legu inn­taki sumra ummæl­anna. 

Þetta ólíka mat hafði þau áhrif ann­ar­s ­vegar að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn taldi að ummælin hefðu ekki verið jafn­ ­meið­andi og íslenskir dóm­stólar lögðu til grund­vallar en hins vegar að um­mælin hefðu átt sér nægj­an­lega stoð í upp­lýs­ingum sem lágu fyrir því ­fjöl­miðla­fólki sem í hlut átti.

Öll málin komin til vegna meið­yrða­mála

Sam­kvæmt skýrsl­unni var mark­mið rann­sókn­ar­innar er að leita svara um orsakir þess að Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hefur ítrekað kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Ísland hafi brotið gegn tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla­fólks, svo og hvað greinir sýknu­dóma frá áfell­is­dóm­um.  

Öll málin sem voru til skoð­unar í skýrsl­unni eru til komin vegna meið­yrða­mála sem höfðuð voru fyrir íslenskum dóm­stólum gegn frétta- eða blaða­mönn­um, rit­stjórum eða grein­ar­höf­undum vegna til­tek­inna ummæla um nafn­greinda ein­stak­linga sem birt­ust í íslenskum fjöl­miðl­um, segir í skýrsl­unn­i. 

Í umræddum málum féllust íslenskir dóm­stólar á að máls­höfðun lyti að minnsta kosti að hluta til að til­teknum ummælum þar sem þeir ein­stak­ling­ar, sem fjöl­miðlar hefðu fjallað um, hefðu verið sak­aðir um refsi­vert athæfi, væru til rann­sóknar vegna slíkrar hátt­semi eða tengd­ust glæp­a­starf­sem­i. 

Í öllum til­vikum var fjöl­miðla­fólki gert að greiða stefn­endum miska­bætur og máls­kostnað auk þess sem hin umdeildu ummæli voru dæmd dauð og ómerk. Það fjöl­miðla­fólk sem laut í lægra haldi í þessum málum kærði nið­ur­stöð­urnar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. 

Íslenskir dóm­stólar líta til dóma ME í auknum mæli

Í skýrsl­unni er gerð grein fyrir íslenskum reglum sem gilda um æru­vernd, tján­ing­ar­frelsi, frið­helgi einka­lífs og ábyrgð á efni fjöl­miðla í íslenskum rétti. Mann­rétt­inda­sátt­máli Evr­ópu hefur form­lega séð ekki stöðu sem stjórn­ar­skip­un­ar­lög en ljóst er að með breyt­ingu sem gerð var á mann­rétt­inda­kafla íslensku stjórn­ar­skrár­innar árið 1995 stóð vilji stjórn­ar­skrár­gjafans til þess að mann­rétt­inda­á­kvæðum stjórn­ar­skrár­innar yrði veitt sama efn­is­lega inn­tak og sam­svar­andi reglum sátt­mál­ans. 

Í skýrsl­unni segir að íslenskir dóm­stólar hafi haft til­hneig­ingu til að túlka stjórn­ar­skrána í sam­ræmi við dóma­fram­kvæmd Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. Hafi íslenskir dóm­stólar þannig í auknum mæli litið til dóma Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Dóm­stóll­inn veitti íslenskum dóm­stólum rýmra svig­rúm

Í skýrsl­unni eru rakin atvik mál­anna og for­sendur Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu og nið­ur­stöður dóm­stóls­ins síðan greind­ar. Þá eru dóm­arnir einnig settir í sam­hengi við þróun í dómum Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins sjálfs. 

Dóm­stóll­inn hefur á síð­ast­liðnum árum veitt aðild­ar­ríkjum sátt­mál­ans rýmra svig­rúm til mats og meira hefur þurft að koma til svo dóm­stóll­inn end­ur­skoði afstöðu inn­an­lands­dóm­stóla hafi þeir beitt sömu aðferð og dóm­stóll­inn sjálfur við fram­kvæmd mats­ins. 

Birt­ist þessi þróun meðal ann­ars í þeim dómum er varða Ísland og eru til umfjöll­unar í skýrsl­unni. Virð­ist þannig sem dóm­stóll­inn hafi gefið íslenskum dóm­stólum rýmra svig­rúm til mats í hinum nýrri dómum en þeim eldri. Þá hafa dómar dóm­stóls­ins verið skýr­ari um þá aðferð sem hann beitir þegar metið er hvort tak­mörkun tján­ing­ar­frelsis sé nauð­syn­leg til verndar frið­helgi einka­lífs.

Settar fram leið­bein­ingar til hlið­sjón­ar 

Í skýrsl­unni er bent á að þess sjá­ist merki að íslenskir dóm­stólar hafi síð­ast­liðin ár að ein­hverju marki tekið mið af þeim áfell­is­dómum sem íslenska ríkið hefur fengið á sig. Vegna ann­marka sem voru á íslenskum dóms­úr­lausnum eru í skýrsl­unni settar fram eft­ir­far­andi leið­bein­ingar sem hafa má til hlið­sjónar þegar íslenskir dóm­stólar standa frammi fyrir því að meta hvort nauð­syn­legt telj­ist í lýð­ræð­is­legu þjóð­fé­lagi að tak­marka tján­ing­ar­frelsi:

Skýrslu­höf­undar telja að gæta þurfi að þeim sjón­ar­miðum sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn hef­ur sér­stak­lega til­greint að þurfi að taka mið af við slíkt mat. Umrædd sjón­ar­mið séu hvort efni umfjöll­unar telj­ist fram­lag til almennrar umræðu, hver sé staða og fyrri hegðun þess ein­stak­lings sem fjallað er um, hvernig upp­lýs­inga var aflað og þær sann­reynd­ar, hvert sé efni, form og afleið­ingar af birt­ingu efnis og loks hvert sé eðli við­ur­laga og hversu íþyngj­andi þau séu.

Meta ummæli með hlið­sjón af umfjöllun

Í fyrsta lagi geti dóm­stólar rök­stutt ítar­legar en gert hefur verið hvern­ig ummæli verði skilin á þann hátt að með þeim hafi nafn­greindum ein­stak­lingi verið gefin að sök refsi­verð hátt­semi. Mætti þannig heim­færa ummælin til almennrar verkn­að­ar­lýs­ingar og jafn­vel vísa til til­tek­ins refsi­á­kvæð­is. 

Sam­kvæmt skýrslu­höf­undum ætti í öðru lagi að meta ummæli með hlið­sjón af umfjöllun í heild sinni. Þar sem hægt sé að túlka ummæli á mis­mun­andi vegu ætti að leit­ast við að veita þeim ekki meira meið­andi merk­ingu en leiðir af umfjöll­un­inni að öðru leyti. Aðrar upp­lýs­ingar sem er að finna í umfjöll­un­inni kunni að skýra hvað býr að baki ummæl­un­um. Til­efni geti verið til að líta svo á að ummæli feli frekar í sér gild­is­hlaðna lýs­ingu á fyr­ir­liggj­andi stað­reyndum en stað­hæf­ingu um stað­reynd­ir. Sé sér­stak­lega til­efni til að gæta að þessu þegar um er að ræða mál­efni sem varðar almenn­ing. 

Í þriðja lagi ætti ekki að gera þá kröfu til þeirra sem tjá sig á opin­berum vett­vangi að þeir gæti fyllstu nákvæmni um hug­tök sem kunna að hafa sér­tæka merk­ingu á fagsvið­um. Sér­stak­lega verði ekki gerð sú krafa til almenn­ings eða blaða­manna að notuð séu nákvæm­lega rétt lög­fræði­leg hug­tök þótt saka­mál séu til umfjöll­un­ar.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent