Átta eru látnir og tugir eru særðir eftir að pallbíl var ekið á vegfarendur á hjólreiðastig í Lower Manhattan hverfinu í New York. Bill De Blasio, borgarstjóri í New York, sagði árásina vera hryðjuverk, og vottaði aðstandendum fórnarlamba samúð sína.
„Þetta fólk var að lifa lífi sínu í hversdagsleikanum og gat ekkert gert við þessari fólskulegu árás,“ sagði De Blasio, dapur í bragði, á blaðamannafundi skömmu eftir atburðinn.
Maðurinn sem framdi verknaðinn er 29 ára gamall, frá Úsbekistan og kom til Bandaríkjanna árið 2010, að því er fram kemur á vef New York Times.
"This was an act of terror" - New York mayor says at least 8 people killed, more than 12 others hurt in attack https://t.co/ph8ILCToBN pic.twitter.com/MKhe94dkLM
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 31, 2017
Hann var skotinn af lögreglumönnum þegar hann var á flótta, en var síðan fluttur á sjúkrahús, og er nú í haldi lögreglu. Hann er sagður hafa hrópað „guð er góður (Alluh Akbar)“ og verið með hluti á sér og í bifreiðinni sem bentu til stuðnings við íslamska ríkið (ISIS).
Maðurinn, Sayfullo Saipov að nafni, keyrði bílnum með ofsa í gegnum hóp af fólki og síðan beint á skólabifreið. Hann steig síðan út, orgaði á guð í sífellu, með byssur - þar á meðal eina paint ball byssu - í hendinni, áður en lögreglumenn skutu hann og yfirbuguðu.
Hann er á gjörgæslu.
Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki, en rannsóknin á atburðinum og meintum tengslum Saipov við hryðjuverksamtök er á frumstigi.