Tollar falla niður á pizzum og súkkulaði

Samningar Íslands og ESB um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum munu öðlast gildi 1. maí 2018.

Pizza & súkkulaði
Auglýsing

Tollar munu falla niður á súkkulaði, pizzum, pasta, bök­un­ar­vörum og fleiri vörum þann 1. maí næst­kom­andi frá aðild­ar­ríkjum ESB. Þá munu samn­ingar Íslands og ESB um við­skipti með land­bún­að­ar­af­urðir taka gildi og verður máls­með­ferð ESB þá end­an­lega lok­ið.

Þetta kemur fram á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins

Auk þessa verða tollar felldir niður eða lækk­aðir á óunnum land­bún­að­ar­vörum eins og til dæmis villi­bráð, frönskum kart­öflum og úti­rækt­uðu græn­met­i. 

Auglýsing

Samn­ingar Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um við­bót­ar­fríð­indi í við­skiptum með land­bún­að­ar­vörur ann­ars vegar og um við­ur­kenn­ingu og vernd land­fræði­legra merk­inga á land­bún­að­ar­af­urðum og mat­vælum hins vegar voru und­ir­rit­aðir árið 2015.

„Þetta er fagn­að­ar­efni fyrir íslenska neyt­endur og útflytj­end­ur. Með samn­ing­unum mynd­ast aukin sókn­ar­færi fyrir útflytj­endur auk þess sem tolla­lækk­an­irnar munu auka vöru­úr­val og skila sér í vasa neyt­enda í gegnum lækkað mat­vöru­verð,“ segir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra.

Tollar falla niður á unnum land­bún­að­ar­vörum nema jógúrti 

Á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að samn­ing­arnir feli í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum toll­skrár­núm­erum og lækkar tolla á yfir 20 öðr­um. Almennt geri ESB slíkt hið sama. Nið­ur­staðan feli í sér að allir tollar á unnum land­bún­að­ar­vörum eru felldir niður nema á jógúrti.

Jafn­framt sé sam­komu­lag um að báðir aðilar auki veru­lega toll­frjálsa inn­flutn­ings­kvóta, m.a. fyrir ýmsar kjöt­teg­undir og osta og kemur aukn­ingin til fram­kvæmda á til­teknum aðlög­un­ar­tíma. Á móti fái Ísland veru­lega hækkun toll­frjálsra inn­flutn­ings­kvóta fyrir skyr, smjör og lamba­kjöt og nýja kvóta fyrir ali­fugla- og svína­kjöt og ost.

Sam­hliða öðlist gildi samn­ingur milli Íslands og ESB um við­ur­kenn­ingu og vernd land­fræði­legra merk­inga á land­bún­að­ar­af­urðum og mat­væl­um. Í meg­in­at­riðum feli samn­ing­ur­inn í sér að íslensk stjórn­völd og ESB skuld­binda sig til að vernda á yfir­ráða­svæði sínu afurð­ar­heiti sem eru vernduð á yfir­ráða­svæði hins aðil­ans. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent