Tollar falla niður á pizzum og súkkulaði

Samningar Íslands og ESB um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum munu öðlast gildi 1. maí 2018.

Pizza & súkkulaði
Auglýsing

Tollar munu falla niður á súkkulaði, pizzum, pasta, bök­un­ar­vörum og fleiri vörum þann 1. maí næst­kom­andi frá aðild­ar­ríkjum ESB. Þá munu samn­ingar Íslands og ESB um við­skipti með land­bún­að­ar­af­urðir taka gildi og verður máls­með­ferð ESB þá end­an­lega lok­ið.

Þetta kemur fram á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins

Auk þessa verða tollar felldir niður eða lækk­aðir á óunnum land­bún­að­ar­vörum eins og til dæmis villi­bráð, frönskum kart­öflum og úti­rækt­uðu græn­met­i. 

Auglýsing

Samn­ingar Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins um við­bót­ar­fríð­indi í við­skiptum með land­bún­að­ar­vörur ann­ars vegar og um við­ur­kenn­ingu og vernd land­fræði­legra merk­inga á land­bún­að­ar­af­urðum og mat­vælum hins vegar voru und­ir­rit­aðir árið 2015.

„Þetta er fagn­að­ar­efni fyrir íslenska neyt­endur og útflytj­end­ur. Með samn­ing­unum mynd­ast aukin sókn­ar­færi fyrir útflytj­endur auk þess sem tolla­lækk­an­irnar munu auka vöru­úr­val og skila sér í vasa neyt­enda í gegnum lækkað mat­vöru­verð,“ segir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra.

Tollar falla niður á unnum land­bún­að­ar­vörum nema jógúrti 

Á vef utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að samn­ing­arnir feli í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum toll­skrár­núm­erum og lækkar tolla á yfir 20 öðr­um. Almennt geri ESB slíkt hið sama. Nið­ur­staðan feli í sér að allir tollar á unnum land­bún­að­ar­vörum eru felldir niður nema á jógúrti.

Jafn­framt sé sam­komu­lag um að báðir aðilar auki veru­lega toll­frjálsa inn­flutn­ings­kvóta, m.a. fyrir ýmsar kjöt­teg­undir og osta og kemur aukn­ingin til fram­kvæmda á til­teknum aðlög­un­ar­tíma. Á móti fái Ísland veru­lega hækkun toll­frjálsra inn­flutn­ings­kvóta fyrir skyr, smjör og lamba­kjöt og nýja kvóta fyrir ali­fugla- og svína­kjöt og ost.

Sam­hliða öðlist gildi samn­ingur milli Íslands og ESB um við­ur­kenn­ingu og vernd land­fræði­legra merk­inga á land­bún­að­ar­af­urðum og mat­væl­um. Í meg­in­at­riðum feli samn­ing­ur­inn í sér að íslensk stjórn­völd og ESB skuld­binda sig til að vernda á yfir­ráða­svæði sínu afurð­ar­heiti sem eru vernduð á yfir­ráða­svæði hins aðil­ans. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent