Vinstri græn vilja bara stjórnarandstöðuflokkana í ríkisstjórn

Stjórnarmyndunarviðræður hafa haldið áfram í dag. Þær viðræður sem mest alvara er í eru á milli núverandi stjórnarandstöðuflokka. Framsóknarflokkurinn er sagður hafa viljað bæta Miðflokknum inn í þær viðræður í dag.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sem stendur líklegust í að setjast í forsætisráðuneytið.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sem stendur líklegust í að setjast í forsætisráðuneytið.
Auglýsing

Vinstri græn vilja að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fjórir myndi næstu rík­is­stjórn. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að flokk­ur­inn telji ekki þörf á því að bæta fimmta, eða jafn­vel sjötta, flokknum við þá rík­is­stjórn. Nóg sé að vera með Vinstri græn, Sam­fylk­ingu, Fram­sókn­ar­flokk og Pírata í henni.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gaf það í skyn í gær að mögu­lega yrði mynduð rík­is­stjórn með allt að sex flokk­um. Þá snér­ust við­ræður að mestu um að bæta annað hvort Við­reisn eða Flokki fólks­ins, eða jafn­vel báðum, inn í rík­is­stjórn með núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Þá myndi meiri­hluti stjórn­ar­innar fara úr 32, sem er eins manns meiri­hluti, í 36 eða 40. Ekki hefur náðst sátt um þetta. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sagður vera frá­hverfur því að fá Við­reisn í rík­is­stjórn­ina og hinir flokk­arnir þrír ekki sér­stak­lega hrifnir af því að fá Flokk fólks­ins þang­að.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi lagt það til í dag að Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar væri tek­inn inn í við­ræður stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Sú hug­mynd hlaut ekki mik­inn hljóm­grunn hjá hinum flokk­unum þrem­ur.

Auglýsing

Innan Sam­fylk­ing­ar­innar hefur verið vilji til að fá Við­reisn inn í fimm flokka stjórn og Píratar hafa sagt það opin­ber­lega að þeim finn­ist eins manns meiri­hluti „tæp­ur.“

Flokk­arnir sam­mála um áherslur

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá þá eru stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir flestir sam­mála  um breiðu mál­efna­lín­­urnar í mög­u­­legu sam­­starfi. Þ.e. aukin fjár­­út­­lát í heil­brigð­is- og mennta­­mál og að ráð­­ast í mjög öfl­­uga sókn í fjár­­­fest­ingum í inn­við­­um. Þá leggur Fram­­sókn mikla áherslu á end­­ur­­skipu­lagn­ingu banka­­kerf­is­ins og það að reynt verði að vinda ofan af sölu á hlutum í Arion banka til vog­un­­ar­­sjóða. Þá eru allir með­­vit­aðir um að kom­andi kjara­­samn­ingar verða mjög mik­il­vægir í bar­átt­unni fyrir því að við­halda því efna­hags­á­standi sem hér ríkir nú áfram.

Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja það skýrt frá bæði Fram­­sókn­­ar­­flokknum og Vinstri grænum að ýta Evr­­ópu­­sam­­bands­­málum út af borð­inu. Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­­for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, sagði það beint út í Morg­un­út­­varpi Rásar 2 í gær­morgun að flokk­­ur­inn muni ein­fald­­lega ekki sam­­þykkja slíkt. Sam­fylk­ing­in, sem er sá flokkur í stjórn­ar­and­stöð­unni sem hefur sterk­ustu Evr­ópu­stefn­una, hefur ekki gert málið að frá­gangs­sök og er talin sveigj­an­leg gagn­vart því að setja það til hliðar náist saman um önnur atriði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslensk heimili henda samtals 7.152 tonnum af nýtanlegum mat á ári hverju
Samkvæmt rannsókn Umhverfisstofnunar er mikið um matarsóun hér á landi en einstaklingur á Íslandi sóar að meðaltali um 90 kg af mat árlega.
Kjarninn 2. apríl 2020
„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“
Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs.
Kjarninn 2. apríl 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
Kjarninn 1. apríl 2020
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent