Vinstri græn vilja bara stjórnarandstöðuflokkana í ríkisstjórn

Stjórnarmyndunarviðræður hafa haldið áfram í dag. Þær viðræður sem mest alvara er í eru á milli núverandi stjórnarandstöðuflokka. Framsóknarflokkurinn er sagður hafa viljað bæta Miðflokknum inn í þær viðræður í dag.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sem stendur líklegust í að setjast í forsætisráðuneytið.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sem stendur líklegust í að setjast í forsætisráðuneytið.
Auglýsing

Vinstri græn vilja að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fjórir myndi næstu rík­is­stjórn. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að flokk­ur­inn telji ekki þörf á því að bæta fimmta, eða jafn­vel sjötta, flokknum við þá rík­is­stjórn. Nóg sé að vera með Vinstri græn, Sam­fylk­ingu, Fram­sókn­ar­flokk og Pírata í henni.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gaf það í skyn í gær að mögu­lega yrði mynduð rík­is­stjórn með allt að sex flokk­um. Þá snér­ust við­ræður að mestu um að bæta annað hvort Við­reisn eða Flokki fólks­ins, eða jafn­vel báðum, inn í rík­is­stjórn með núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Þá myndi meiri­hluti stjórn­ar­innar fara úr 32, sem er eins manns meiri­hluti, í 36 eða 40. Ekki hefur náðst sátt um þetta. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sagður vera frá­hverfur því að fá Við­reisn í rík­is­stjórn­ina og hinir flokk­arnir þrír ekki sér­stak­lega hrifnir af því að fá Flokk fólks­ins þang­að.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi lagt það til í dag að Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar væri tek­inn inn í við­ræður stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Sú hug­mynd hlaut ekki mik­inn hljóm­grunn hjá hinum flokk­unum þrem­ur.

Auglýsing

Innan Sam­fylk­ing­ar­innar hefur verið vilji til að fá Við­reisn inn í fimm flokka stjórn og Píratar hafa sagt það opin­ber­lega að þeim finn­ist eins manns meiri­hluti „tæp­ur.“

Flokk­arnir sam­mála um áherslur

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá þá eru stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir flestir sam­mála  um breiðu mál­efna­lín­­urnar í mög­u­­legu sam­­starfi. Þ.e. aukin fjár­­út­­lát í heil­brigð­is- og mennta­­mál og að ráð­­ast í mjög öfl­­uga sókn í fjár­­­fest­ingum í inn­við­­um. Þá leggur Fram­­sókn mikla áherslu á end­­ur­­skipu­lagn­ingu banka­­kerf­is­ins og það að reynt verði að vinda ofan af sölu á hlutum í Arion banka til vog­un­­ar­­sjóða. Þá eru allir með­­vit­aðir um að kom­andi kjara­­samn­ingar verða mjög mik­il­vægir í bar­átt­unni fyrir því að við­halda því efna­hags­á­standi sem hér ríkir nú áfram.

Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja það skýrt frá bæði Fram­­sókn­­ar­­flokknum og Vinstri grænum að ýta Evr­­ópu­­sam­­bands­­málum út af borð­inu. Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­­for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, sagði það beint út í Morg­un­út­­varpi Rásar 2 í gær­morgun að flokk­­ur­inn muni ein­fald­­lega ekki sam­­þykkja slíkt. Sam­fylk­ing­in, sem er sá flokkur í stjórn­ar­and­stöð­unni sem hefur sterk­ustu Evr­ópu­stefn­una, hefur ekki gert málið að frá­gangs­sök og er talin sveigj­an­leg gagn­vart því að setja það til hliðar náist saman um önnur atriði.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent