Vinstri græn vilja bara stjórnarandstöðuflokkana í ríkisstjórn

Stjórnarmyndunarviðræður hafa haldið áfram í dag. Þær viðræður sem mest alvara er í eru á milli núverandi stjórnarandstöðuflokka. Framsóknarflokkurinn er sagður hafa viljað bæta Miðflokknum inn í þær viðræður í dag.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sem stendur líklegust í að setjast í forsætisráðuneytið.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sem stendur líklegust í að setjast í forsætisráðuneytið.
Auglýsing

Vinstri græn vilja að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fjórir myndi næstu rík­is­stjórn. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að flokk­ur­inn telji ekki þörf á því að bæta fimmta, eða jafn­vel sjötta, flokknum við þá rík­is­stjórn. Nóg sé að vera með Vinstri græn, Sam­fylk­ingu, Fram­sókn­ar­flokk og Pírata í henni.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gaf það í skyn í gær að mögu­lega yrði mynduð rík­is­stjórn með allt að sex flokk­um. Þá snér­ust við­ræður að mestu um að bæta annað hvort Við­reisn eða Flokki fólks­ins, eða jafn­vel báðum, inn í rík­is­stjórn með núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Þá myndi meiri­hluti stjórn­ar­innar fara úr 32, sem er eins manns meiri­hluti, í 36 eða 40. Ekki hefur náðst sátt um þetta. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sagður vera frá­hverfur því að fá Við­reisn í rík­is­stjórn­ina og hinir flokk­arnir þrír ekki sér­stak­lega hrifnir af því að fá Flokk fólks­ins þang­að.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi lagt það til í dag að Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar væri tek­inn inn í við­ræður stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Sú hug­mynd hlaut ekki mik­inn hljóm­grunn hjá hinum flokk­unum þrem­ur.

Auglýsing

Innan Sam­fylk­ing­ar­innar hefur verið vilji til að fá Við­reisn inn í fimm flokka stjórn og Píratar hafa sagt það opin­ber­lega að þeim finn­ist eins manns meiri­hluti „tæp­ur.“

Flokk­arnir sam­mála um áherslur

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá þá eru stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir flestir sam­mála  um breiðu mál­efna­lín­­urnar í mög­u­­legu sam­­starfi. Þ.e. aukin fjár­­út­­lát í heil­brigð­is- og mennta­­mál og að ráð­­ast í mjög öfl­­uga sókn í fjár­­­fest­ingum í inn­við­­um. Þá leggur Fram­­sókn mikla áherslu á end­­ur­­skipu­lagn­ingu banka­­kerf­is­ins og það að reynt verði að vinda ofan af sölu á hlutum í Arion banka til vog­un­­ar­­sjóða. Þá eru allir með­­vit­aðir um að kom­andi kjara­­samn­ingar verða mjög mik­il­vægir í bar­átt­unni fyrir því að við­halda því efna­hags­á­standi sem hér ríkir nú áfram.

Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja það skýrt frá bæði Fram­­sókn­­ar­­flokknum og Vinstri grænum að ýta Evr­­ópu­­sam­­bands­­málum út af borð­inu. Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­­for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, sagði það beint út í Morg­un­út­­varpi Rásar 2 í gær­morgun að flokk­­ur­inn muni ein­fald­­lega ekki sam­­þykkja slíkt. Sam­fylk­ing­in, sem er sá flokkur í stjórn­ar­and­stöð­unni sem hefur sterk­ustu Evr­ópu­stefn­una, hefur ekki gert málið að frá­gangs­sök og er talin sveigj­an­leg gagn­vart því að setja það til hliðar náist saman um önnur atriði.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
RÚV leiðréttir fullyrðingu í frétt um Samherja
Fréttastofa RÚV hefur leiðrétt fullyrðingu Samherja, en útgerðarfélagið kvartaði formlega yfir fréttaflutningnum með því að senda bréf á stjórnarmenn RÚV.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Dómnefnd telur Ásu Ólafsdóttur hæfasta í starf dómara
Dómnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Athugasemd frá Samtökum iðnaðarins
Kjarninn 17. febrúar 2020
Magnús Jónsson
Loðnan og loðin svör
Kjarninn 17. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji hótar RÚV málshöfðun og segist ekki hafa verið sakfelldur fyrir mútugreiðslur
Samherji vill afsökunarbeiðni og leiðréttingu frá RÚV og segist ekki hafa verið dæmt né ákært fyrir mútugreiðslur né hafi starfsmenn þess stöðu sakbornings. Fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur frá Samherja í Namibíu.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Trúarbrögð að vera á móti sæstreng
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að sæstrengur sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Engin ný ákvörðun hafi verið tekin en hún bendir þó á að forsendur geti breyst og fráleitt að útiloka um alla framtíð að þetta gæti orðið skynsamlegt.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Takmörk fyrir því hvað hægt er að verja“
Formaður VR veltir fyrir sér stöðu álversins í Straumsvík en hann hefur miklar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar og vel launuðum störfum sem hún skapar.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Tengdar útgerðir fá tæp sex ár til að koma sér undir kvótaþak
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir kvótaþak.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent