Vinstri græn vilja bara stjórnarandstöðuflokkana í ríkisstjórn

Stjórnarmyndunarviðræður hafa haldið áfram í dag. Þær viðræður sem mest alvara er í eru á milli núverandi stjórnarandstöðuflokka. Framsóknarflokkurinn er sagður hafa viljað bæta Miðflokknum inn í þær viðræður í dag.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sem stendur líklegust í að setjast í forsætisráðuneytið.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er sem stendur líklegust í að setjast í forsætisráðuneytið.
Auglýsing

Vinstri græn vilja að stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fjórir myndi næstu rík­is­stjórn. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að flokk­ur­inn telji ekki þörf á því að bæta fimmta, eða jafn­vel sjötta, flokknum við þá rík­is­stjórn. Nóg sé að vera með Vinstri græn, Sam­fylk­ingu, Fram­sókn­ar­flokk og Pírata í henni.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, gaf það í skyn í gær að mögu­lega yrði mynduð rík­is­stjórn með allt að sex flokk­um. Þá snér­ust við­ræður að mestu um að bæta annað hvort Við­reisn eða Flokki fólks­ins, eða jafn­vel báðum, inn í rík­is­stjórn með núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um. Þá myndi meiri­hluti stjórn­ar­innar fara úr 32, sem er eins manns meiri­hluti, í 36 eða 40. Ekki hefur náðst sátt um þetta. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sagður vera frá­hverfur því að fá Við­reisn í rík­is­stjórn­ina og hinir flokk­arnir þrír ekki sér­stak­lega hrifnir af því að fá Flokk fólks­ins þang­að.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi lagt það til í dag að Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar væri tek­inn inn í við­ræður stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar. Sú hug­mynd hlaut ekki mik­inn hljóm­grunn hjá hinum flokk­unum þrem­ur.

Auglýsing

Innan Sam­fylk­ing­ar­innar hefur verið vilji til að fá Við­reisn inn í fimm flokka stjórn og Píratar hafa sagt það opin­ber­lega að þeim finn­ist eins manns meiri­hluti „tæp­ur.“

Flokk­arnir sam­mála um áherslur

Líkt og Kjarn­inn hefur áður greint frá þá eru stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir flestir sam­mála  um breiðu mál­efna­lín­­urnar í mög­u­­legu sam­­starfi. Þ.e. aukin fjár­­út­­lát í heil­brigð­is- og mennta­­mál og að ráð­­ast í mjög öfl­­uga sókn í fjár­­­fest­ingum í inn­við­­um. Þá leggur Fram­­sókn mikla áherslu á end­­ur­­skipu­lagn­ingu banka­­kerf­is­ins og það að reynt verði að vinda ofan af sölu á hlutum í Arion banka til vog­un­­ar­­sjóða. Þá eru allir með­­vit­aðir um að kom­andi kjara­­samn­ingar verða mjög mik­il­vægir í bar­átt­unni fyrir því að við­halda því efna­hags­á­standi sem hér ríkir nú áfram.

Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja það skýrt frá bæði Fram­­sókn­­ar­­flokknum og Vinstri grænum að ýta Evr­­ópu­­sam­­bands­­málum út af borð­inu. Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­­for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, sagði það beint út í Morg­un­út­­varpi Rásar 2 í gær­morgun að flokk­­ur­inn muni ein­fald­­lega ekki sam­­þykkja slíkt. Sam­fylk­ing­in, sem er sá flokkur í stjórn­ar­and­stöð­unni sem hefur sterk­ustu Evr­ópu­stefn­una, hefur ekki gert málið að frá­gangs­sök og er talin sveigj­an­leg gagn­vart því að setja það til hliðar náist saman um önnur atriði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent