„Ekkert um okkur án okkar“ - Þingið verði að endurspegla þjóðina

Samtök kvenna af erlendum uppruna harma sérstaklega að enginn þingmaður sé af erlendum uppruna og skora á stjórnmálaflokkana að bjóða og hvetja innflytjendur að gefa sig fram því stjórnmálin eigi að endurspegla betur fjölbreytileika samfélagsins.

alingi-haust-2013_14219050850_o.jpg
Auglýsing

Samtök kvenna af erlendum uppruna harma að hlutfall kvenna á þinginu hafi minnkað. 
„Við hvetjum stjórnmálaflokka að gefa fleiri konum tækifæri, og að raða þeim í efsta sæti á listum þeirra t.d. í komandi sveitarstjórnarkosningum,“ segir í ályktun samtakanna um niðurstöður kosninganna sem þau sendu frá sér í gær. 

Þær harma sérstaklega að enginn þingmaður sé af erlendum uppruna og skora á stjórnmálaflokkana að bjóða og hvetja innflytjendur að gefa sig fram því stjórnmálin eigi að endurspegla betur fjölbreytileika samfélagsins. 

„Ekkert um okkur án okkar,“ segja þær. 

Barbara Kristvinsson, talsmaður samtakanna, segir að mikilvægt sé að raddir kvenna heyrist á þingi og ekki síður að raddir fólks af erlendum uppruna séu heyrilegar. Hún bendir á að bæði Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, hafi bæði dottið út af þingi í kosningunum um síðustu helgi. 

Auglýsing

Fjölbreytni af hinu góða

Barbara Jean KristvinssonBarbara telur að Alþingi eigi að endurspegla þjóðfélagið eins og það er. „Við viljum horfa á alþingismenn og sjá fólk eins og okkur,“ segir hún og bætir við að best sé að hafa alls konar fólk með ýmiss konar reynslu. Fjölbreytni sé af hinu góð, sem og mismunandi lífssýn, menntun og bakgrunnur. 

Með útgöngu þeirra Nichole og Pawel hefur orðið ákveðin afturför, að mati Barböru. „Íslendingar sem hafa ekki búið erlendis vita ekki hvernig er að aðlagast nýju samfélagi,“ segir hún og telur að gott sé fyrir þingmann að hafa þá reynslu til að geta skilið fólk af erlendum uppruna betur. 

Fleiri af erlendum uppruna munu taka þátt í stjórnmálum

Hún telur jafnframt að í framtíðinni verði breyting á. Fleiri muni taka þátt í stjórnmálastarfi, sérstaklega þegar litið sé til þess að börn innflytjenda vaxa úr grasi og verða þátttakendur í samfélaginu og hugsanlega í stjórnmálum seinna meir. Þannig sé þróunin. 

Eins og fram hefur komið á Kjarnanum er gert ráð fyrir því að aðfluttir íbúar verði 23.385 fleiri en brottfluttir á tímabilinu 2017-2021. Þetta kemur fram í mannfjöldaspá Hagstofunnar sem birt var 30. október síðastliðinn. Aðfluttir eru fyrst og fremst erlendir ríkisborgarar. Um síðustu áramót voru erlendir ríkisborgarar 30.380 hérlendis. Þeim mun því fjölga um 77 prósent á örfáum árum ef gengið er út frá því að allir aðfluttir umfram brottflutta séu erlendir ríkisborgarar.

Barbara bendir á að þörf sé á vinnuafli á Íslandi og á nýju fólki yfirhöfuð. Þingið verði þess vegna að endurspegla þjóðina og samfélagið í heild sinni. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent