Katrín skilar umboðinu til forsetans á eftir

Formanni Vinstri grænna mistókst að mynda ríkisstjórn eftir að hafa fengið afhent stjórnarmyndunarumboð á fimmtudag.

Katrín Jakobsdóttir kosningar
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun skila forseta Íslands stjórnarmyndunarumboðinu á fundi þeirra sem hefst klukkan 17 á eftir. 

Á mbl.is segir Katrín að forsetinn hafi gefið sér svigrúm til að fara yfir stöðuna, leita ráðrúms í sínu baklandi og heyra í öðru fólki. “ Ég mun hins veg­ar fara til hans á Bessastaði klukk­an fimm og skila þessu umboði í ljósi þess að ég hef eng­an ann­an meiri­hluta í hendi.

Katrín sagði það ekki hafa komið sér á óvart að Framsóknarflokkurinn hafi slitið stjórnarmyndunarviðræðunum sem stóðu yfir við Vinstri græn, Samfylkingu og Pírata. Þeir hafi alla tíð hafa haft áhyggjur af þeim nauma meirihluta sem ríkisstjórnin hefði haft, en hún hefði haft 32 af 63 þingmönnum. „Það kem­ur ekk­ert mér á óvart leng­ur. Við viss­um öll að þetta væri ekki auðveld staða eft­ir kosn­ing­ar. Það er bara þannig sem maður nálg­ast þetta.“

Auglýsing

Flestir viðmælendur Kjarnans búast við því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái næstur stjórnarmyndunarumboð.

Samfylkingin vildi allan tímann styrkja samstarfið með Viðreisn

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tjáði sig um stjórnarslitin í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. Þar segir hann að niðurstaðan hafi verið vonbrigði. „iðræðurnar voru góðar og allir flokkar lögðu sig fram um að ná saman um þau brýnu verkefni sem bíða; efla heilbrigðiskerfið, sækja fram á menntasviðinu, byggja upp innviði og skapa hér réttlátara samfélag. Við vorum farin að sjá til lands í því verkefni. Allan tímann vildi Samfylkingin styrkja slíkt samstarf með Viðreisn. Því höfnuðu Framsókn og þess vegna er það óskiljanlegt að hún noti tæpan meirihluta sem rök fyrir slitum.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent