Tómas í leyfi frá störfum

Ákvörðun var tekin um að senda Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlækni á Landspítalanum, í leyfi frá störfum eftir að rannsóknarnefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkamálið.

Tómas Guðbjartsson.
Tómas Guðbjartsson.
Auglýsing

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Ákvörðun um þetta var tekin eftir að rannsóknarnefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkamálið.

Þetta kemur fram á Vísi.is. 

Landspítalinn staðfestir þetta í samtali við Kjarnann og bætir við að ákveðið hafi verið að Tómas Guðbjartsson yrði í leyfi frá störfum um sinn í ljósi heildarhagsmuna. 

Auglýsing

Í tilkynningu frá spítalanum segir að hann taki niðurstöður og ábendingar nefndarinnar mjög alvarlega og muni bregðast við þeim. „Þegar hefur verið ákveðið að vísa málinu til siðfræðinefndar spítalans, taka upp samskipti við vísindasiðanefnd varðandi ábendingar skýrslunnar, m.a. um mun á gagna- og sjúklingarannsóknum sem og að taka afstöðu til tillögu skýrslunnar um bætur til ekkju sjúklingsins. Að öðru leyti mun spítalinn taka sér tíma til að rýna skýrsluna gaumgæfilega og bregðast við frekari ábendingum og málum sem upp kunna að koma í þeirri rýni.“ 

Í niðurstöðum íslensku rannsóknarnefndarinnar sem Landspítali og Háskóli Íslands settu á stofn og kynntar voru í gær kom fram að lífi þriggja einstaklinga hafi verið kerfisbundið stofnað í hættu vegna plastbarkaígræðslu á Karolinska-sjúkrahúsinu og að allir hafi þeir átt undir högg að sækja í samfélaginu. Þetta hafi verið gert á grundvelli áforma stofnunarinnar um uppbyggingu miðstöðvar fyrir háþróaðar aðgerðir á öndunarvegi og er að mati nefndarinnar ekki hægt að útiloka að með þessu hafi 2. gr. mannréttindasáttmála Evrópu verið brotinn.

Fram kom einnig að ekki verði annað séð en að Tómasi Guðbjartssyni, lækni Andemariam Beyene, sem fyrstur gekkst undir plastbarkaígræðslu í júní 2011, hafi gengið gott til með plastbarkaígræðslunni en að hann hafi látið blekkjast af Maccharini og breytt tilvísun en það varði lög um lækna, 11. gr., sem þá voru í gildi um vönduð vinnubrögð og jafnframt að ákvarðanataka í aðdraganda aðgerðarinnar hafi verið ómarkviss.  

Tómas vildi ekki tjá sig að svo stöddu þegar blaðamaður Kjarnans leitaði eftir viðtali. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent