Efnameiri hluti þjóðarinnar fær nánast allar vaxtabætur

Vaxtabætur nýtast síst efnaminnstu Íslendingunum og ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. af 4,6 milljörðum sem greiddir voru í vaxtabætur í fyrra fóru 4,1 milljarðar til efnameiri helmings þjóðarinnar.

7DM_3128_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Alls fóru 90 pró­­sent þeirra vaxta­­bóta sem greiddar voru út í fyrra til efna­­meiri helm­ings þjóð­­ar­inn­­ar. Alls voru 4,6 millj­­arðar króna greiddir út í vaxta­bætur á því ári og því fór um 4,1 millj­­arður króna af því fé til efna­­meiri hluta þjóð­­ar­inn­­ar. Þetta kemur fram nýrri úttekt Íbúða­lána­­sjóðs.

Þar kemur einnig fram að 70 pró­­sent vaxta­­bóta fari til fólks sem sé eldri en 36 ára. Því eru vaxta­bætur ekki að hjálpa fyrstu kaup­endum að koma þaki yfir höf­uðið og nýt­­ast síst efna­minnstu ein­stak­l­ing­unum á hús­næð­is­­mark­aði.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Íbúða­lána­­sjóði segir að úttektin sýni að ýmsir nei­­kvæðir hvatar séu inn­­­byggðir í vaxta­­bóta­­kerf­ið. Þá þurfi að bæta. „Til dæmis getur það í  sumum til­­­fellum haft nei­­kvæð nettó­á­hrif að greiða inn á hús­næð­is­lán. Þó að lækkun höf­uð­stóls leiði vissu­­lega til lægri vaxta­greiðslna þá dugir það ekki alltaf upp á móti skerð­ingum sem fólk verður um leið fyrir á fjár­­hæð vaxta­­bóta.“

Auglýsing

Hærra hús­næð­is­verð étur upp vaxta­bætur en eykur skatt­­byrði

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna greiðslu vaxta­­bóta hafi lækkað um 16,8 pró­­sent á síð­­asta ári. Alls fengu 26.107 þiggj­endur vaxta­bætur á síð­­asta ári, eða 12,1 pró­­sent færri en árið áður. Vaxta­bætur hafa sam­tals lækkað um 7,7 millj­­arða króna síðan árið 2010 og þeim fjöl­­skyldum sem fá þær hefur fækkað um rúm­­lega 30 þús­und á saman tíma.

Á sama tíma og sífellt færri fá vaxta­bætur vegna íbúð­­ar­hús­næðis þá hafa fast­­eigna­­gjöld, sem sveit­­ar­­fé­lög leggja á, hækkað um 50 pró­­sent vegna gríð­­ar­­legra hækk­­ana á hús­næð­is­verði. Sam­an­­dregið hafa því bóta­greiðslur til hús­næð­is­eig­enda hríð­­lækkað og skattar á hús­næð­is­eig­endur hækkað umtals­vert.

Frá því í des­em­ber 2010 hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, á öllu hús­næði, hækkað um 94 pró­­­sent. Hækk­­­unin hefur verið drifin áfram af skorti á fram­­­boði, sem hefur verið miklu minna en eft­ir­­­spurn. Sam­hliða hafa efna­hags­að­­­stæður batnað og kaup­máttur auk­ist og geta íbúa til að kaupa sér hús­næði þar af leið­andi meiri.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent