Efnameiri hluti þjóðarinnar fær nánast allar vaxtabætur

Vaxtabætur nýtast síst efnaminnstu Íslendingunum og ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. af 4,6 milljörðum sem greiddir voru í vaxtabætur í fyrra fóru 4,1 milljarðar til efnameiri helmings þjóðarinnar.

7DM_3128_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Alls fóru 90 pró­­sent þeirra vaxta­­bóta sem greiddar voru út í fyrra til efna­­meiri helm­ings þjóð­­ar­inn­­ar. Alls voru 4,6 millj­­arðar króna greiddir út í vaxta­bætur á því ári og því fór um 4,1 millj­­arður króna af því fé til efna­­meiri hluta þjóð­­ar­inn­­ar. Þetta kemur fram nýrri úttekt Íbúða­lána­­sjóðs.

Þar kemur einnig fram að 70 pró­­sent vaxta­­bóta fari til fólks sem sé eldri en 36 ára. Því eru vaxta­bætur ekki að hjálpa fyrstu kaup­endum að koma þaki yfir höf­uðið og nýt­­ast síst efna­minnstu ein­stak­l­ing­unum á hús­næð­is­­mark­aði.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Íbúða­lána­­sjóði segir að úttektin sýni að ýmsir nei­­kvæðir hvatar séu inn­­­byggðir í vaxta­­bóta­­kerf­ið. Þá þurfi að bæta. „Til dæmis getur það í  sumum til­­­fellum haft nei­­kvæð nettó­á­hrif að greiða inn á hús­næð­is­lán. Þó að lækkun höf­uð­stóls leiði vissu­­lega til lægri vaxta­greiðslna þá dugir það ekki alltaf upp á móti skerð­ingum sem fólk verður um leið fyrir á fjár­­hæð vaxta­­bóta.“

Auglýsing

Hærra hús­næð­is­verð étur upp vaxta­bætur en eykur skatt­­byrði

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna greiðslu vaxta­­bóta hafi lækkað um 16,8 pró­­sent á síð­­asta ári. Alls fengu 26.107 þiggj­endur vaxta­bætur á síð­­asta ári, eða 12,1 pró­­sent færri en árið áður. Vaxta­bætur hafa sam­tals lækkað um 7,7 millj­­arða króna síðan árið 2010 og þeim fjöl­­skyldum sem fá þær hefur fækkað um rúm­­lega 30 þús­und á saman tíma.

Á sama tíma og sífellt færri fá vaxta­bætur vegna íbúð­­ar­hús­næðis þá hafa fast­­eigna­­gjöld, sem sveit­­ar­­fé­lög leggja á, hækkað um 50 pró­­sent vegna gríð­­ar­­legra hækk­­ana á hús­næð­is­verði. Sam­an­­dregið hafa því bóta­greiðslur til hús­næð­is­eig­enda hríð­­lækkað og skattar á hús­næð­is­eig­endur hækkað umtals­vert.

Frá því í des­em­ber 2010 hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, á öllu hús­næði, hækkað um 94 pró­­­sent. Hækk­­­unin hefur verið drifin áfram af skorti á fram­­­boði, sem hefur verið miklu minna en eft­ir­­­spurn. Sam­hliða hafa efna­hags­að­­­stæður batnað og kaup­máttur auk­ist og geta íbúa til að kaupa sér hús­næði þar af leið­andi meiri.

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent