Efnameiri hluti þjóðarinnar fær nánast allar vaxtabætur

Vaxtabætur nýtast síst efnaminnstu Íslendingunum og ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. af 4,6 milljörðum sem greiddir voru í vaxtabætur í fyrra fóru 4,1 milljarðar til efnameiri helmings þjóðarinnar.

7DM_3128_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Alls fóru 90 pró­­sent þeirra vaxta­­bóta sem greiddar voru út í fyrra til efna­­meiri helm­ings þjóð­­ar­inn­­ar. Alls voru 4,6 millj­­arðar króna greiddir út í vaxta­bætur á því ári og því fór um 4,1 millj­­arður króna af því fé til efna­­meiri hluta þjóð­­ar­inn­­ar. Þetta kemur fram nýrri úttekt Íbúða­lána­­sjóðs.

Þar kemur einnig fram að 70 pró­­sent vaxta­­bóta fari til fólks sem sé eldri en 36 ára. Því eru vaxta­bætur ekki að hjálpa fyrstu kaup­endum að koma þaki yfir höf­uðið og nýt­­ast síst efna­minnstu ein­stak­l­ing­unum á hús­næð­is­­mark­aði.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Íbúða­lána­­sjóði segir að úttektin sýni að ýmsir nei­­kvæðir hvatar séu inn­­­byggðir í vaxta­­bóta­­kerf­ið. Þá þurfi að bæta. „Til dæmis getur það í  sumum til­­­fellum haft nei­­kvæð nettó­á­hrif að greiða inn á hús­næð­is­lán. Þó að lækkun höf­uð­stóls leiði vissu­­lega til lægri vaxta­greiðslna þá dugir það ekki alltaf upp á móti skerð­ingum sem fólk verður um leið fyrir á fjár­­hæð vaxta­­bóta.“

Auglýsing

Hærra hús­næð­is­verð étur upp vaxta­bætur en eykur skatt­­byrði

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna greiðslu vaxta­­bóta hafi lækkað um 16,8 pró­­sent á síð­­asta ári. Alls fengu 26.107 þiggj­endur vaxta­bætur á síð­­asta ári, eða 12,1 pró­­sent færri en árið áður. Vaxta­bætur hafa sam­tals lækkað um 7,7 millj­­arða króna síðan árið 2010 og þeim fjöl­­skyldum sem fá þær hefur fækkað um rúm­­lega 30 þús­und á saman tíma.

Á sama tíma og sífellt færri fá vaxta­bætur vegna íbúð­­ar­hús­næðis þá hafa fast­­eigna­­gjöld, sem sveit­­ar­­fé­lög leggja á, hækkað um 50 pró­­sent vegna gríð­­ar­­legra hækk­­ana á hús­næð­is­verði. Sam­an­­dregið hafa því bóta­greiðslur til hús­næð­is­eig­enda hríð­­lækkað og skattar á hús­næð­is­eig­endur hækkað umtals­vert.

Frá því í des­em­ber 2010 hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, á öllu hús­næði, hækkað um 94 pró­­­sent. Hækk­­­unin hefur verið drifin áfram af skorti á fram­­­boði, sem hefur verið miklu minna en eft­ir­­­spurn. Sam­hliða hafa efna­hags­að­­­stæður batnað og kaup­máttur auk­ist og geta íbúa til að kaupa sér hús­næði þar af leið­andi meiri.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi
Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.
Kjarninn 22. maí 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.
Kjarninn 22. maí 2019
Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði
Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.
Kjarninn 22. maí 2019
Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent