Efnameiri hluti þjóðarinnar fær nánast allar vaxtabætur

Vaxtabætur nýtast síst efnaminnstu Íslendingunum og ungu fólki sem er að kaupa sína fyrstu fasteign. af 4,6 milljörðum sem greiddir voru í vaxtabætur í fyrra fóru 4,1 milljarðar til efnameiri helmings þjóðarinnar.

7DM_3128_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Alls fóru 90 pró­­sent þeirra vaxta­­bóta sem greiddar voru út í fyrra til efna­­meiri helm­ings þjóð­­ar­inn­­ar. Alls voru 4,6 millj­­arðar króna greiddir út í vaxta­bætur á því ári og því fór um 4,1 millj­­arður króna af því fé til efna­­meiri hluta þjóð­­ar­inn­­ar. Þetta kemur fram nýrri úttekt Íbúða­lána­­sjóðs.

Þar kemur einnig fram að 70 pró­­sent vaxta­­bóta fari til fólks sem sé eldri en 36 ára. Því eru vaxta­bætur ekki að hjálpa fyrstu kaup­endum að koma þaki yfir höf­uðið og nýt­­ast síst efna­minnstu ein­stak­l­ing­unum á hús­næð­is­­mark­aði.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Íbúða­lána­­sjóði segir að úttektin sýni að ýmsir nei­­kvæðir hvatar séu inn­­­byggðir í vaxta­­bóta­­kerf­ið. Þá þurfi að bæta. „Til dæmis getur það í  sumum til­­­fellum haft nei­­kvæð nettó­á­hrif að greiða inn á hús­næð­is­lán. Þó að lækkun höf­uð­stóls leiði vissu­­lega til lægri vaxta­greiðslna þá dugir það ekki alltaf upp á móti skerð­ingum sem fólk verður um leið fyrir á fjár­­hæð vaxta­­bóta.“

Auglýsing

Hærra hús­næð­is­verð étur upp vaxta­bætur en eykur skatt­­byrði

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að kostn­aður rík­­is­­sjóðs vegna greiðslu vaxta­­bóta hafi lækkað um 16,8 pró­­sent á síð­­asta ári. Alls fengu 26.107 þiggj­endur vaxta­bætur á síð­­asta ári, eða 12,1 pró­­sent færri en árið áður. Vaxta­bætur hafa sam­tals lækkað um 7,7 millj­­arða króna síðan árið 2010 og þeim fjöl­­skyldum sem fá þær hefur fækkað um rúm­­lega 30 þús­und á saman tíma.

Á sama tíma og sífellt færri fá vaxta­bætur vegna íbúð­­ar­hús­næðis þá hafa fast­­eigna­­gjöld, sem sveit­­ar­­fé­lög leggja á, hækkað um 50 pró­­sent vegna gríð­­ar­­legra hækk­­ana á hús­næð­is­verði. Sam­an­­dregið hafa því bóta­greiðslur til hús­næð­is­eig­enda hríð­­lækkað og skattar á hús­næð­is­eig­endur hækkað umtals­vert.

Frá því í des­em­ber 2010 hefur hús­næð­is­verð á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, á öllu hús­næði, hækkað um 94 pró­­­sent. Hækk­­­unin hefur verið drifin áfram af skorti á fram­­­boði, sem hefur verið miklu minna en eft­ir­­­spurn. Sam­hliða hafa efna­hags­að­­­stæður batnað og kaup­máttur auk­ist og geta íbúa til að kaupa sér hús­næði þar af leið­andi meiri.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið ða stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fiskar sá sem rær
Kjarninn 14. nóvember 2019
Miðflokkurinn fékk 81 milljón króna í ríkisframlög
Miðflokkurinn er búinn að hreinsa upp skuldir sem hann stofnaði til þegar hann tók þátt í þingkosningunum 2017. Eigið fé flokksins fór úr því að vera verulega neikvætt 2017 í að vera jákvætt í fyrra, að uppistöðu vegna ríkisframlaga.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent