Samningur gerður um birtingu Jafnlaunastaðals

Mark­mið stað­als­ins er að auð­velda atvinnu­rek­endum að koma á og við­halda launa­jafn­rétti kynja á sínum vinnu­stað. Stað­all­inn á að nýtast öllum fyr­ir­tækjum og stofn­unum óháð stærð, starf­semi, hlut­verki og kynja­hlut­falli.

Jafnlaunamerkið
Jafnlaunamerkið
Auglýsing

Velferðarráðuneytið og Staðlaráð Íslands hafa gert með sér samstarfssamning sem tryggir almennan aðgang að Jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Með samningnum er brugðist við áliti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í aðdraganda lagasetningar um skyldu til vottunar jafnlaunakerfa.

Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu Velferðarráðuneytisins. 

Með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla á kvenna sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor var kveðið á um lögfestingu skyldu til vottunar jafnlaunakerfa hjá stofnunum og fyrirtækjum þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri. Meginmarkmið er að eyða kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Samkvæmt lögunum sem öðlast gildi 1. janúar næstkomandi skal jafnlaunavottun byggjast á staðlinum ÍST 85 en Staðlaráð Íslands fer með höfundarrétt staðalsins.

Auglýsing

Guðrún Rögnvaldardóttir og Þorsteinn Víglundsson Mynd: Velferðarráðuneytið

Í áliti allsherjar- og menntamálanefndar, þann 30. maí 2017, var lögð áhersla á að þar sem verið væri að lögfesta skyldu fyrirtækja og stofnana til að nota jafnlaunastaðalinn yrði að tryggja aðgengi að staðlinum en gæta jafnframt að því að höfundarréttur Staðlaráðs Íslands að staðlinum væri virtur. Var því beint til velferðarráðuneytisins, í samráði við Staðlaráð Íslands, að semja um aðgang að honum.

Markmið staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á sínum vinnustað. Staðallinn á að nýtast öllum fyrirtækjum og stofnunum óháð stærð, starfsemi, hlutverki og kynjahlutfalli. Hann á einnig að tryggja fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.

Samkvæmt samningnum sem Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra og Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands undirrituðu í dag mun Staðlaráð Íslands setja upp kerfi á sérstakri vefsíðu sem tryggir lesaðgang að staðlinum ÍST 85 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar, notendum að kostnaðarlausu.

Samningurinn tryggir með þessu móti notendum aðgang að staðlinum um leið og höfundarréttur Staðlaráðs er virtur en Staðlaráði Íslands er jafnframt bætt áætlað tekjutap af sölu staðalsins sem leiðir af birtingu hans.

Samningurinn gildir til fjögurra ára með möguleika á framlengingu í allt að fjögur ár til viðbótar, segir í frétt Velferðarráðuneytisins. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent