Flokkur fólksins sagður opinn fyrir stjórn frá miðju til vinstri

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu í dag. Logi segir Vinstri græn nú eiga leik.

Logi Einarsson og Inga Sæland
Auglýsing

Flokkur fólks­ins er opinn fyrir því að ræða stjórn­ar­myndun frá miðju til vinstri. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Þar segir hann frá því að hann og Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, hafi átt gott sam­tal um brýn verk­efni næstu ára, og birtir mynd af þeim sam­an. „Við eigum bæði rætur í jafn­að­ar­hug­sjón­inni og rennur til rifja fátækt, mis­skipt­ing og veik almanna­þjón­usta.

F væri opinn fyrir því að ræða stjórn­ar­myndun frá miðju til vinstri.

Þetta væri óvenju­legt en ég er sann­færður um að það er rétta svarið til að koma hér á félags­legum og póli­tískum stöð­ug­leika.

Auglýsing

Saman hefðu VBSPCF 40 þing­menn en þeir væru 32 án B.

Eins og sagt er í skák­inni; VG á leik!“

Nú standa yfir óform­legar við­ræður milli Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks um myndun rík­is­stjórn­ar. For­svars­menn flokk­anna virð­ast sam­mála um að þær gangi vel. Í dag munu þeir funda með þing­flokkum sínum og bak­landi til að gera grein fyrir stöð­unni. Ef vel verður tekið í hana er talið lík­legt að form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna þriggja hefj­ist í byrjun kom­andi viku.

Mikið er þó reynt að fá Katrínu Jak­obs­dóttur til að skipta um skoðun og halla sér í aðra átt. Á föstu­dags­morgun birtu til að mynda for­svars­menn Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata mynd af Loga Ein­ars­syni með Píröt­unum Þór­hildi Sunnu Ævars­dóttur og Helga Hrafni Gunn­ars­syni, og Við­reisn­ar­fólk­inu Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur og Þor­steini Víglunds­syni, þar sem þau fund­uðu um helstu mál sem flokk­arnir þrír gætu unnið saman að, annað hvort innan rík­is­stjórnar eða í stjórn­ar­and­stöðu. Skila­boðin voru þau að þessir þrír flokkar væru til­búnir til að taka þátt í ann­ars konar stjórn með Katrínu Jak­obs­dóttur og Vinstri græn­um, með eða án Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Ef Flokki fólks­ins er bætt við þann hóp þá er hann með 21 þing­mann sem myndi þýða að ell­efu þing­menn Vinstri grænna myndu duga til að mynda fimm flokka meiri­hluta­stjórn. Í stjórn­ar­and­stöðu yrðu þá Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.

Við Inga áttum gott sam­tal um brýn verk­efni næstu ára. Við eigum bæði rætur í jafnaðarhugsjóninni og rennur til rifja fá...

Posted by Logi Ein­ars­son on Sunday, Novem­ber 12, 2017


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent