Flokkur fólksins sagður opinn fyrir stjórn frá miðju til vinstri

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu í dag. Logi segir Vinstri græn nú eiga leik.

Logi Einarsson og Inga Sæland
Auglýsing

Flokkur fólks­ins er opinn fyrir því að ræða stjórn­ar­myndun frá miðju til vinstri. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Þar segir hann frá því að hann og Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, hafi átt gott sam­tal um brýn verk­efni næstu ára, og birtir mynd af þeim sam­an. „Við eigum bæði rætur í jafn­að­ar­hug­sjón­inni og rennur til rifja fátækt, mis­skipt­ing og veik almanna­þjón­usta.

F væri opinn fyrir því að ræða stjórn­ar­myndun frá miðju til vinstri.

Þetta væri óvenju­legt en ég er sann­færður um að það er rétta svarið til að koma hér á félags­legum og póli­tískum stöð­ug­leika.

Auglýsing

Saman hefðu VBSPCF 40 þing­menn en þeir væru 32 án B.

Eins og sagt er í skák­inni; VG á leik!“

Nú standa yfir óform­legar við­ræður milli Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks um myndun rík­is­stjórn­ar. For­svars­menn flokk­anna virð­ast sam­mála um að þær gangi vel. Í dag munu þeir funda með þing­flokkum sínum og bak­landi til að gera grein fyrir stöð­unni. Ef vel verður tekið í hana er talið lík­legt að form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna þriggja hefj­ist í byrjun kom­andi viku.

Mikið er þó reynt að fá Katrínu Jak­obs­dóttur til að skipta um skoðun og halla sér í aðra átt. Á föstu­dags­morgun birtu til að mynda for­svars­menn Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata mynd af Loga Ein­ars­syni með Píröt­unum Þór­hildi Sunnu Ævars­dóttur og Helga Hrafni Gunn­ars­syni, og Við­reisn­ar­fólk­inu Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur og Þor­steini Víglunds­syni, þar sem þau fund­uðu um helstu mál sem flokk­arnir þrír gætu unnið saman að, annað hvort innan rík­is­stjórnar eða í stjórn­ar­and­stöðu. Skila­boðin voru þau að þessir þrír flokkar væru til­búnir til að taka þátt í ann­ars konar stjórn með Katrínu Jak­obs­dóttur og Vinstri græn­um, með eða án Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Ef Flokki fólks­ins er bætt við þann hóp þá er hann með 21 þing­mann sem myndi þýða að ell­efu þing­menn Vinstri grænna myndu duga til að mynda fimm flokka meiri­hluta­stjórn. Í stjórn­ar­and­stöðu yrðu þá Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.

Við Inga áttum gott sam­tal um brýn verk­efni næstu ára. Við eigum bæði rætur í jafnaðarhugsjóninni og rennur til rifja fá...

Posted by Logi Ein­ars­son on Sunday, Novem­ber 12, 2017


„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent