Flokkur fólksins sagður opinn fyrir stjórn frá miðju til vinstri

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, funduðu í dag. Logi segir Vinstri græn nú eiga leik.

Logi Einarsson og Inga Sæland
Auglýsing

Flokkur fólks­ins er opinn fyrir því að ræða stjórn­ar­myndun frá miðju til vinstri. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Þar segir hann frá því að hann og Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, hafi átt gott sam­tal um brýn verk­efni næstu ára, og birtir mynd af þeim sam­an. „Við eigum bæði rætur í jafn­að­ar­hug­sjón­inni og rennur til rifja fátækt, mis­skipt­ing og veik almanna­þjón­usta.

F væri opinn fyrir því að ræða stjórn­ar­myndun frá miðju til vinstri.

Þetta væri óvenju­legt en ég er sann­færður um að það er rétta svarið til að koma hér á félags­legum og póli­tískum stöð­ug­leika.

Auglýsing

Saman hefðu VBSPCF 40 þing­menn en þeir væru 32 án B.

Eins og sagt er í skák­inni; VG á leik!“

Nú standa yfir óform­legar við­ræður milli Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks um myndun rík­is­stjórn­ar. For­svars­menn flokk­anna virð­ast sam­mála um að þær gangi vel. Í dag munu þeir funda með þing­flokkum sínum og bak­landi til að gera grein fyrir stöð­unni. Ef vel verður tekið í hana er talið lík­legt að form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna þriggja hefj­ist í byrjun kom­andi viku.

Mikið er þó reynt að fá Katrínu Jak­obs­dóttur til að skipta um skoðun og halla sér í aðra átt. Á föstu­dags­morgun birtu til að mynda for­svars­menn Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata mynd af Loga Ein­ars­syni með Píröt­unum Þór­hildi Sunnu Ævars­dóttur og Helga Hrafni Gunn­ars­syni, og Við­reisn­ar­fólk­inu Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur og Þor­steini Víglunds­syni, þar sem þau fund­uðu um helstu mál sem flokk­arnir þrír gætu unnið saman að, annað hvort innan rík­is­stjórnar eða í stjórn­ar­and­stöðu. Skila­boðin voru þau að þessir þrír flokkar væru til­búnir til að taka þátt í ann­ars konar stjórn með Katrínu Jak­obs­dóttur og Vinstri græn­um, með eða án Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Ef Flokki fólks­ins er bætt við þann hóp þá er hann með 21 þing­mann sem myndi þýða að ell­efu þing­menn Vinstri grænna myndu duga til að mynda fimm flokka meiri­hluta­stjórn. Í stjórn­ar­and­stöðu yrðu þá Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.

Við Inga áttum gott sam­tal um brýn verk­efni næstu ára. Við eigum bæði rætur í jafnaðarhugsjóninni og rennur til rifja fá...

Posted by Logi Ein­ars­son on Sunday, Novem­ber 12, 2017


Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent