Tímaritið Ey hefur göngu sína

Út er komið nýtt tímarit á vegum Vestmannaeyjabæjar en fyrsta tölublaðið kom út um síðustu helgi.

Tímaritið Ey
Auglýsing

Ey er nýtt tíma­rit sem gefið var út í fyrsta skiptið 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um verk­efnið segir að það sé á vegum Vest­manna­eyja­bæj­ar. „Undir það fellur veftíma­rit sem fjallar um skemmti­lega hluti sem eru í gangi í bæn­um, sem og áhuga­verða hluti sem Vest­manna­ey­ingar eru að gera utan Eyja,“ segir í svar­in­u. 

Þau stefni einnig á að halda við­burði tengda átak­inu, t.d. mat­ar­markað í anda þess sem hefur sést í Reykja­vík og víðar á liðnum árum. „Við erum opin fyrir hvers kyns umfjöll­un­ar­efni, svo lengi sem það teng­ist Vest­manna­eyjum að ein­hverju leyt­i.“

Elliði VignissonElliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, byrjar á því að ávarpa Eyja­menn í leið­ara tíma­rits­ins. Hann segir það ekki ein­falt að lýsa fyrir öðrum hvernig það sé að vera Vest­manna­ey­ing­ur. Eig­in­lega alveg ómögu­legt. Enda ekk­ert skrýt­ið, hvernig eigi sá sem er alinn upp ann­ars staðar að geta sett sig í spor mann­eskju sem finnst full­kom­lega eðli­legt að leggja allt til hliðar og ein­henda sér í það að bjarga ófleygum lunda­pysjum dag eftir dag? „Hvernig á maður líka að geta lýst í orðum þess­ari næstum áþreif­an­legu, stíg­andi eft­ir­vænt­ingu sem fylgir Þjóð­há­tíð? Gleð­inni sem fylgir Þrett­ánd­an­um?“ spyr hann. 

Auglýsing

„Hvernig það er að búa á virku eld­fjalli og finn­ast Heima­klettur vera hluti af fjöl­skyld­unni? Ólýs­an­legt.

Það er þetta og svo ótal­margt annað sem sam­einar okkur og gerir okkur að Vest­manna­ey­ing­um. Þú veist hvað ég meina,“ segir hann. 

Elliði bætir því við að svo sé líka bara svo gott að búa í Eyjum og það sé mikil upp­bygg­ing í bæn­um. Íbúðir rísi, fyr­ir­tæki styrkist, von sé á nýjum Herj­ólfi, verið sé að byggja hús­næði fyrir fatl­aða og aldr­aða og leik­skólar stækka. Eins og sjá­ist á öfl­ugu starfi leik­fé­lags, kóra, lúðra­sveit­ar, mynd­list­ar­manna og ann­arra, þá sé menn­ingin einnig sterk. Bíóið sé þar frá­bær við­bót, gróska í veit­inga­rekstri sé með ólík­indum og söfnin þeirra hafi vakið eft­ir­tekt víða um heim. Hann segir að nýtt sædýra­safn, með hvali sem aðal­að­drátt­arafl, komi til með að auka hróður safn­anna enn frekar, enda afar metn­að­ar­fullt verk­efni þar á ferð. Svo sé það ÍBV. Frá­bært starf hjá yngri flokkum og bik­ar­meist­arar karla og kvenna 2017. Því­líkt ár, því­líkt félag, segir hann. 

„Þessi árangur er engin til­viljun og er vitn­is­burður um styrk Eyja­manna. Elju­semi, dugn­aður og ósér­hlífni hefur skilað okkur þangað sem við erum. Heimir okkar Hall­gríms­son getur sagt okkur allt um það. Við erum alltaf til í að gera þetta „extra“ sem þarf,“ segir hann. 

Af þessum ástæðum ræðst bær­inn í átakið Ey, að sögn Elliða. Það sé hluti af þeirra „extra“. „Með því viljum við horfa aðeins inn á við, hlúa vel að bænum okkar og fólk­inu sem í honum býr. Með átak­inu ætlum við að brydda upp á alls kyns nýj­ung­um, standa fyrir skemmti­legum upp­á­komum og minna okkur á að það er ástæða fyrir því að við veljum að búa í Vest­manna­eyj­um. Minna okkur á að við getum alltaf gert bet­ur,“ bætir hann við. 

Þau vilji gera íbúa jafn­vel enn stolt­ari af því að búa í Eyj­um. Þannig búi þau ekki bara til betra sam­fé­lag, heldur geri Vest­manna­eyjar að enn ákjós­an­legri áfanga­stað gesta. Reynslan hafi nefni­lega sýnt að lífs­gleði þeirra Eyja­manna sé smit­andi og hrífi þá sem þangað koma.

„Við viljum auka á jákvæðni meðal Vest­manna­ey­inga og virkja bæði bæj­ar­búa og fyr­ir­tæki í bænum til góðra verka. Við skulum standa saman um að deila gleð­inni því þannig hlúum við best að því sem okkur er kærast,“ segir hann að lok­um. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent