Sátt að nást um „breiðu línurnar“

Stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa gengið vel og hratt í þessari viku.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig að und­an­förnu og er nú komin sátt um „breiðu lín­urn­ar“ eins og einn við­mæl­andi komst að orð­i. 

Innan þess mengis má telja til sátt um að auka fjár­fram­lög til heil­brigð­is- og mennta­mála, auk sóknar í inn­viða­fjár­fest­ing­um, svo sem í sam­göngu­verk­efni. Ekk­ert er enn byrjað að ræða um ráð­herra­skipt­ingu af alvöru, en fyrir liggur að rík­is­stjórnin verður með Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna, sem for­sæt­is­ráð­herra. 

Í við­tali við mbl.is segir Katrín að ljóst sé að langt sé á milli flokk­anna á ýmsum sviðum og sam­starf flokk­anna muni taka mið af því.

Auglýsing

Í dag var fundað með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins, meðal ann­ars til að glöggva sig á stöðu mála í kjara­við­ræð­um. Samn­ingar hafa verið lausir hjá aðild­ar­fé­lögum BHM frá því í haust en lít­ill gangur hefur verið í samn­inga­við­ræðum við rík­ið. „Það ligg­ur fyr­ir að eitt af stærstu verk­efn­um þeirr­ar rík­­is­­stjórn­­ar sem tek­ur við er að ná ein­hverri sátt á vinn­u­­mark­aði. Við vild­um hlýða á þeirra sjón­­­ar­mið, bæði um það hvernig sé hægt að við­halda efna­hags­­leg­um stöðug­­leika og skapa fé­lags­­leg­an stöðug­­leika á Íslandi. Það er eitt af því sem verka­lýðs­hreyf­­ing­in hef­ur verið að setja á odd­inn,“ segir Katrín í við­tali við mbl.­is.

Vinna við hinn eig­in­lega stjórn­ar­sátt­mála er unnin jafn­óðum í við­ræðum flokk­anna, en gert er ráð fyrir að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna klárist í þess­ari viku. Eins og mál standa nú er ólík­legt að upp úr slitni, þar sem sátt virð­ist vera um það hjá öllum flokk­unum að slá veru­lega af ítr­ustu kröfum og vinna út frá sam­eig­in­legum áherslu­mál­um.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent