Segir Sjálfstæðisflokk stunda hundaflautupólitík gegn útlendingum

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir að málflutningur einstaklinga innan Flokks fólksins um útlendinga hafi ekki verið verri en málflutningur einstaklinga innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í sjónvarpsþætti Kjarnans í kvöld.

Auglýsing

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata segir að flokkur hennar hafi verið opinn fyrir því að skoða aðkomu Flokks fólksins að ríkisstjórnarmyndun. Eftir að hafa átt samskipti við þingmenn hans þá sýnist henni að það væri vel talandi við flokkinn. Það sem Píratar hafi sett helst fyrir sig voru útlendingamál.

Þetta kemur fram í sjón­varps­þætti Kjarn­ans sem sýndur er klukkan 21 á Hring­braut í kvöld. Þar eru Þór­hildur Sunna og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, við­mæl­endur Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans. Umræðu­efnið er verð­andi rík­is­stjórn, þær stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður sem strönd­uðu í byrjun síð­ustu viku og kjör­tíma­bilið fram undan.

Þórhildur Sunna segir að sér hafi stundum orðið um og ó við málflutning einstaklinga innan Flokks fólksins gagnvart útlendingum og fundist það erfiðasti hjallinn til að klífa gagnvart þeim. „En ef ég ber það saman við Sjálfstæðisflokkinn sem hefur haldið á dómsmálaráðuneytinu í 30 ár og rekið mjög harða stefnu gagnvart útlendingum, og á ekki í erfiðleikum með að tala niður til þeirra heldur og að nota það sem kallast hundaflautupólitík gegn útlendingum hérna, þótt sumir séu berorðari en aðrir eins og til dæmis Ásmundur Friðriksson og Óli Björn Kárason, sem hefur talað um að nota stálhnefann gegn útlendingum og hælisleitendum, þá finnst mér það ekki vera verra í samanburði.“

Auglýsing
Hún og Logi eru sammála um að útlendingamál verði fyrirferðamikil á komandi kjörtímabili. „Okkur vantar vinnuafl. Okkur vantar fólk til að byggja upp meðal annars húsnæði. Og við þurfum líka að taka ábyrgð meðal þjóða. Það er gríðarlega stór hópur af fólki á flótta sem stendur. Við, vegna okkar landfræðilegu stöðu, höfum verið frjáls frá því að taka ábyrgð í þessum málaflokki,“ segir Þórhildur Sunna.

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu við Þórhildi Sunnu í spilaranum hér að ofan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent