Ekki bjartsýnn á að næsta ríkisstjórn muni jafna lífskjör í landinu

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhyggju, frændhygli og sérhagsmunagæslu hafa einkennt Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár. Það sé pólitískt verkefni að gera atlögu að því. Þetta kemur fram í sjónvarpsþætti Kjarnans í kvöld.

Auglýsing

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að sú ríkisstjórn sem er í pípunum, skipuð Vinstri grænum, Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki, eigi eftir að gera margt gott. „Hún mun ná fram málum sem við hefðum líka getað gert í hinni ríkisstjórninni, sem eru þessi brýnu verkefni sem lúta að félagslegum stöðugleika, byggja hér undir gott samfélag. Ég er því miður ekki bjartsýnn á að hún muni jafna lífskjör landsmanna.“

Þetta kemur fram í sjónvarpsþætti Kjarnans sem sýndur er klukkan 21 á Hringbraut í kvöld. Þar eru Logi og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, viðmælendur Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans. Umræðuefnið er verðandi ríkisstjórn, þær stjórnarmyndunarviðræður sem strönduðu í byrjun síðustu viku og kjörtímabilið framundan.

Logi segir það bara annan hluta þess verkefnis sem Íslendingar standi frammi fyrir, að ráðast í stórtæka innviðafjárfestingu og sókn í málaflokkum sem setið hafi á hakanum. Hinn hlutinn sé að gera atlögu að því að eignarmenn geti komist hjá því að sýna samfélagslega ábyrgð, Hvernig hægt sé að taka hagsmuni flokks fram yfir hagsmuni fólksins og hvernig sé hægti að moka undir sína stuðningsmenn og frændur. Allt þetta tengir Logi við Sjálfstæðisflokkinn. 

Auglýsing

„Mér finnst hin seinni ár ýmislegt hafa einkennt þennan flokk sem er vont fyrir Íslenskt samfélag. Það er rekið spillingarmál hvert á fætur öðru. Leyndarhyggja, frændhygli og ýmislegt sem þarf að gera atlögu að í stjórnmálum.“

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu við Loga hér að ofan.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent