Svandís hvetur flokksmenn til að yfirgefa ekki Vinstri græn

Mikill titringur er í baklandi Vinstri grænna vegna stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, hvetur flokks­menn Vinstri grænna til að yfir­gefa ekki flokk­inn þrátt fyrir að nú séu í ganga form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður milli Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins. 

Þetta kemur fram í skrifum Svan­dísar inn á Face­book síðu flokks­manna. Það sem hvatti hana til skrifa var úrsögn Drífu Snæ­dal úr Vinstri græn­um, en hún hefur lengi verið félagi í flokkn­um, vara­þing­maður og gegnir auk þess stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Starfs­greina­sam­bandi Íslands. 

Drífa sagði í pistli að stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokknum væri „eins og að éta skít“. Það væri ekki hægt að sætta sig við það. 

Auglýsing

Svan­dís biður fólk um að fara ekki. „Þið hljótið að sjá að við Katrín erum ekki að sinna þessum verk­efnum sól­ar­hringum saman okkur til skemmt­un­ar, en nið­ur­staðan gæti orðið til þess að gleðja það fólk sem við eigum sam­leið með. - Sjáum hvað set­ur,“ segir Svan­dís. 

Eins og greint hefur verið frá á vef Kjarn­ans, þá hafa stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður flokk­anna þriggja gengið nokkuð hratt fyrir sigu síð­ustu daga, og hefa flokk­arnir einkum rætt um mál sem hægt væri að ná mál­efna­legri sam­stöðu um, en lagt önnur mál til hliðar þar sem ágrein­ing­ur­inn er mest­ur. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra­efni í stjórn­inni, hefur talað fyrir því að flokk­arnir ein­blíni á að ná sátt um aukna sókn í styrk­ingu inn­viða sam­fé­lags­ins, einkum á sviði mennta- og heil­brigð­is­mála, en einnig á fleiri sviðum sem telja má til inn­viða sam­fé­lags­ins, svo sem á sviði sam­göngu- og umhverf­is­mála. 

Svan­dís segir flokks­mönnum að gefa for­ystu Vinstri grænna tíma til að vinna úr mál­un­um. „Gefið okk­ur, kæru vinur og félag­ar, nokkra daga. Við erum að fara yfir málin sem við berum öll fyrir brjósti. Ég er að tala um þessi mál en líka þau mál sem leiddu til þess að síð­ustu tvær rík­is­stjórnir sögðu af sér og gáfust upp. Kven­frels­is­mál, umhverf­is­mál, öll málin okk­ar. Ekki fara,“ segir Svan­dís meðal ann­ars í pistli sín­um.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent