Hvatt til endurskoðunar á grænni stefnu

Ríkisendurskoðun hvetur fjármála- og efnahagsráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti til að ljúka sem fyrst vinnu við nýja stefnu um vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur. Mikilvægt er að í stefnunni sé hvatt til aukinnar þátttöku ráðuneyta.

DSC00658_vatn.jpg Mynd: Bára Huld
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun hvetur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti til að ljúka sem fyrst vinnu við nýja stefnu um vist­væn inn­kaup og grænan rík­is­rekst­ur. Mik­il­vægt er að í stefn­unni sé hvatt til auk­innar þátt­töku ráðu­neyta og stofn­ana. Frá þessu er greint á vef­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar

Einnig þarf, sam­kvæmt frétt­inni, að kanna hvort rétt sé að skylda rík­is­að­ila til að stunda vist­væn inn­kaup í skil­greindum vöru­flokk­um. Loks þarf að tengja stefn­una við önnur mark­mið stjórn­valda í umhverf­is­mál­um, svo sem lofts­lags­mál. 

Skýrsla til Alþingis var lögð fram núna í nóv­em­ber þar sem úttektin á vist­vænum inn­kaupum og grænum rík­is­rekstri er kynnt. Hún hófst í sept­em­ber 2017 og er unnin með vísan í lög um rík­is­end­ur­skoð­anda og end­ur­skoðun rík­is­reikn­inga.

Auglýsing

Skylda rík­is­að­ila til að færa grænt bók­hald

Rík­is­end­ur­skoðun telur mik­il­vægt að stjórn­völd tryggi betri yfir­sýn um inn­kaup rík­is­ins til að auð­velda árang­urs­mat. Nýtt raf­rænt inn­kaupa­kerfi sem er nú á til­rauna­stigi sé góð leið til að ná slíkri yfir­sýn. Stofn­unin hvetur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti jafn­framt til að skoða mögu­leik­ann á því að skylda rík­is­að­ila til að færa grænt bók­hald sem bæði getur leitt til hag­kvæm­ari rík­is­rekstrar og veitt betri upp­lýs­ingar um umhverf­is­á­hrif hans.

Í skýrsl­unni kemur fram að frá árinu 1998 hafi stjórn­völd haft umhverf­is­stefnu að leið­ar­ljósi í rík­is­rekstri og frá árinu 2009 hafi verið í gildi stefna um vist­væn inn­kaup rík­is­ins. Árið 2013 var aftur á móti sett fram ný og end­ur­skoðuð stefna, Vist­væn inn­kaup og grænn rík­is­rekst­ur, stefna rík­is­ins 2013 til 2016. 

„Sú fram­tíð­ar­sýn sem birt­ist í stefn­unni fyrir árið 2016 var á þá leið að stjórn­völd settu skýrar kröfur um vist­vænar áherslur við inn­kaup sem væru drif­kraftur í nýsköpun og grænu hag­kerfi. Árangur yrði mældur og hann kynntur fyrir almenn­ingi og birgj­um. Stofn­anir hefðu greiðan aðgang að ítar­legum leið­bein­ingum um vist­væn inn­kaup og góða þekk­ingu á mál­efn­inu. Einnig yrðu fyrir hendi góðar fyr­ir­myndir um grænan rekstur í rík­is­kerf­inu. Til að ná fram þessu tak­marki var lögð fram aðgerða­á­ætlun með átta mark­miðum og skýrum aðgerðum við hvert mark­mið þar sem til­greindir voru ábyrgð­ar­að­ilar og tíma­frest­ir,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Við lok árs 2016 vann ráð­gjafa­fyr­ir­tækið Alta ehf. skýrslu fyrir umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti um mat á stöðu inn­leið­ingar stefn­unnar á árunum 2013 til 2016. Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að sú sýn sem sett var fram í stefn­unni fyrir árið 2016 hafi aðeins náð fram að ganga að hluta. 

Fram til þessa hafi stefnan verið í hvatn­ing­ar­formi en til að ná lengra þyrfti að leggja auknar kröfur á rík­is­að­ila í umhverf­is­mál­um. Þá þyrfti að skýra ábyrgð, yfir­sýn og eft­ir­fylgni, auka fræðslu og mark­aðs­setn­ingu og nýta tæki­færi til að tengja stefn­una við aðrar stefnur og mark­mið, sem sagt í lofts­lags­mál­u­m. 

Margt áunnist 

Engu að síður hefði margt áunnist, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um. Lagður hefði verið góður fag­legur grunn­ur, fræðslu­efni verið útbúið og verk­færi eins og umhverf­is­skil­yrði, Grænt bók­hald og Græn skref í rík­is­rekstri útfærð og gerð aðgengi­leg á vefn­um. Þá hefðu komið fram góð dæmi um metn­að­ar­fullar stofn­anir sem hefðu inn­leitt vist­væn inn­kaup og umhverf­is­starf sem skilar góðum árangri. Eins hefði fram­boð á umhverf­is­vænum vörum og þjón­ustu auk­ist með meiri eft­ir­spurn. 

Alta ehf. bendir á ýmis tæki­færi til umbóta í skýrslu sinni. Meðal ann­ars er lagt til að skipta stefn­unni um vist­væn inn­kaup og grænan rík­is­rekstur í tvo þætti. Ann­ars vegar yrðu vist­væn inn­kaup látin heyra form­lega undir fjár­málaog efna­hags­ráðu­neyti og sam­þætt við inn­kaupa­stefnu rík­is­ins. Þá fengju Rík­is­kaup það hlut­verk að sjá um inn­leið­ingu vist­vænna inn­kaupa, vinna að fag­legri upp­bygg­ingu á sviði græns rík­is­rekstrar í sam­vinnu við umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti og Umhverf­is­stofn­un, hafa yfir­sýn um stöðu inn­kaupa­mála hjá rík­is­að­ilum og sjá um heima­síðu vist­vænna inn­kaupa www.vinn.­is. Hins vegar yrðu verk­efni um Græn skref og Grænt bók­hald sjálf­stæð og á for­ræði Umhverf­is­stofn­unar í umboði umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is. Stofn­unin bæri ábyrgð á því að veita rík­is­að­ilum ráð­gjöf og hvatn­ing­u. 

Ekk­ert minnst á grænan rík­is­rekstur í fjár­mála­á­ætlun rík­is­ins 2018-22

Í sam­tölum Rík­is­end­ur­skoð­unar við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti kom fram að verið væri að fara yfir nið­ur­stöður mats­ins og und­ir­búa end­ur­skoðun stefn­unn­ar. Fram kom hjá báðum aðilum að mat Alta ehf. og nið­ur­stöður þess yrðu notuð sem grunnur að þeirri vinnu og telur Rík­is­end­ur­skoðun það jákvætt. Þess má þó geta að ekk­ert er minnst á vist­væn inn­kaup og grænan rík­is­rekstur í fjár­mála­á­ætlun rík­is­ins 2018 til 2022. Hins vegar er fjallað um vist­væn inn­kaup í stefnu­mótun Rík­is­kaupa til næstu þriggja ára sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti hefur sam­þykkt. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur ráðu­neytin til að ljúka sem fyrst fyr­ir­hug­aðri end­ur­skoðun á stefnu um vist­væn inn­kaup og grænan rík­is­rekst­ur. 

Verk­efnið Græn skref í rík­is­rekstri fór form­lega af stað í nóv­em­ber 2014. Verk­efnið var sett á lagg­irnar af stýri­hópi vist­vænna inn­kaupa (VINN) og var það mótað eftir Grænum skrefum Reykja­vík­ur­borg­ar. Í nóv­em­ber 2017 höfðu 50 rík­is­að­ilar skráð sig til þátt­töku. Umhverf­is­stofnun var falið að inn­leiða Grænu skrefin og gerði umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyti sér­stakan samn­ing við stofn­un­ina í því skyni. Núver­andi samn­ingur gildir út árið 2017 en að sögn ráðu­neyt­is­ins stendur til að fram­lengja hann til nokk­urra ára. 

Grænt bók­hald gefur stofn­unum og ráðu­neytum yfir­lit um hvað vist­væn inn­kaup og grænar áherslur í rekstri geta skilað bæði í hag­kvæmni og auknum umhverf­is­legum ávinn­ingi. Verk­efni um grænt bók­hald rík­is­að­ila hófst að frum­kvæði stýri­hóps VINN árið 2011 en Umhverf­is­stofnun heldur nú utan um verk­efn­ið. Enn færa aðeins um 30 stofn­anir og þrjú ráðu­neyti grænt bók­hald með nokkuð reglu­bundnum hætti og skila nið­ur­stöðum til Umhverf­is­stofn­un­ar. Fjölga þarf þessum aðilum svo að unnt sé að fylgj­ast með hverju vist­væn inn­kaup og grænn rík­is­rekstur skila rík­inu í auk­inni hag­ræð­ingu og minnk­andi umhverf­is­á­hrif­um. Í skýrslu Alta ehf. um mat á stefnu um vist­væn inn­kaup og grænan rík­is­rekstur er lagt til að skylda rík­is­að­ila til að færa grænt bók­hald sam­hliða gerð árs­reikn­inga. Rík­is­end­ur­skoðun hvetur ráðu­neytin til að skoða kosti þess. 

Yfir­sýn um inn­kaup lítil sem engin

Inn­kaup rík­is­ins eru umtals­verður hluti af hag­kerf­inu og því skiptir máli hvernig þeim er hag­að. Áætlað er að ríkið kaupi vörur og þjón­ustu fyrir um 150 til 200 ma.kr. á ári. Ný lög um opin­ber inn­kaup tóku gildi 29. októ­ber 2016. Þau taka mið af til­skipun Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins um inn­kaup opin­berra aðila á vörum, verkum og þjón­ustu. Í grein­ar­gerð við lögin kemur fram að í þeim sé lögð enn frek­ari áhersla á vist­væn inn­kaup en var í eldri lög­um. Birt­ist það fyrst og fremst í því að verð er ekki lengur meg­in­for­senda við inn­kaup heldur er mögu­legt að horfa í auknum mæli til gæða, umhverf­is­vernd­ar, félags­legra mark­miða og nýsköp­un­ar. Um leið er áhersla lögð á vist­fer­ils­kostnað þess sem keypt er. 

Rík­is­end­ur­skoðun hefur í fyrri úttektum sínum um inn­kaupa­stefnu rík­is­ins bent á að yfir­sýn um inn­kaup hjá rík­is­að­ilum sé lítil sem eng­in. Það þýðir m.a. að ekki er hægt að fylgj­ast með hvort vist­væn inn­kaup eða umhverf­is­skil­yrði í ramma­samn­ingum sem Rík­is­kaup hafa gert séu nýtt. Einnig skorti við­mið um árangur af inn­leið­ingu vist­vænna inn­kaupa. Til stendur að bæta úr þessu með auknum áherslum á raf­ræn inn­kaup og inn­leið­ingu á raf­rænu inn­kaupa­kerfi. Nýlega var sam­þykkt í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti að fara í til­rauna­verk­efni til inn­leið­ingar á slíku kerfi. Rík­is­end­ur­skoðun fagnar því að verk­efni um raf­rænt inn­kaupa­kerfi sé loks komið af stað



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent