Stuðningur við Vinstri græn hefur dalað um 3,6 prósentustig frá kosningum í lok október og mælist nú 13 prósent. Á sama tíma hefur stuðningur við Samfylkingu aukist úr 12,1 í 16,0 prósent, samkvæmt nýrri könnun MMR.
Þá kemur fram í könnuninni að meirihluti kjósenda Vinstri grænna vill síst sjá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn, eða 57 prósent.
Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist 24,4 prósent, og er flokkurinn áfram stærstur flokk, líkt og hann var í kosningunum. Fylgi við Viðreisn mælist nú 6,5 prósent og Miðflokkurinn mælist með 6,5 prósent. Framsóknarflokkurinn er með 9,5 prósent fylgi og Píratar 9,9
Upplýsingar um framkvæmd: Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR Svarfjöldi: 944 einstaklingar Dagsetning framkvæmdar: 14.-17. nóvember 2017. Vikmörk geta verið allt að 3,1 prósent, að því er fram kemur í tilkynningu MMR.