Börn eiga rétt á öruggu skjóli - Evrópudagur um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun í dag

Á árunum 2012 til 2015 unnu innanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið saman að vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum.

Samfélagið í heild sinni verður að sporna gegn kynferðislegri misnotkun og ofbeldi.
Samfélagið í heild sinni verður að sporna gegn kynferðislegri misnotkun og ofbeldi.
Auglýsing

Laug­ar­dag­ur­inn 18. nóv­em­ber er árlegur Evr­ópu­dagur um vernd barna gegn kyn­ferð­is­legri mis­notkun í sam­ræmi við ákvörðun Evr­ópu­ráðs­ins. 

Á árunum 2012 til 2015 unnu inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið og vel­ferð­ar­ráðu­neytið saman að vit­und­ar­vakn­ingu um kyn­ferð­is­legt, and­legt og lík­am­legt ofbeldi gegn börn­um. 

Sett var á fót vef­svæði þar sem eru aðgengi­legar marg­vís­legar upp­lýs­ingar og fræðslu­efni fyrir þá sem vinna með börnum eða koma að mál­efnum þeirra á ein­hvern hátt.

Auglýsing

#endchild­sexa­buseday

Kyn­ferð­is­leg mis­notkun og ofbeldi gagn­vart börnum getur átt sér stað á net­inu, í gegnum síma, úti á götu eða í gegnum vef­mynda­vél heima eða í skól­an­um. 

Ger­and­inn getur verið ein­hver sem barnið treystir eða ókunn­ugur og getur hann valdið var­an­legum lík­am­legum og and­legum skaða. 

Þetta kemur fram á vef­síðu Evr­ópu­ráðs­ins en á henni er mælt með því að sam­fé­lagið í heild sinni sporni gegn ofbeldi af þessu tagi og að ekki eigi að forð­ast þessi vanda­mál. Átakið eða vit­und­ar­vakn­ingin var fyrst sett fram á þessum degi árið 2015 og er til­gang­ur­inn að opna á umræð­una og minna á Evr­ópu­ráðs­samn­ing sem gerður var árið 2007 til að koma í veg fyrir kyn­ferð­is­lega mis­neyt­ingu á börn­um. 

Myllu­merk­ið #endchild­sexa­buseday er notað til að vekja athygli á vit­und­ar­vakn­ing­unn­i. 

Kyn­ferð­is­leg mis­neyt­ing skað­leg heilsu

Í Evr­ópu­ráðs­samn­ingnum um varnir gegn kyn­ferð­is­legri mis­neyt­ingu og kyn­ferð­is­legri mis­notkun á börnum frá árinu 2007 segir að aðild­ar­ríki ráðs­ins líti svo á að sér­hvert barn eigi rétt á vernd fjöl­skyldu sinn­ar, sam­fé­lags og ríkis sem það þarfn­ast vegna stöðu sinnar sem ólög­ráða barn.  

Jafn­framt er bent á að kyn­ferð­is­leg mis­neyt­ing á börn­um, einkum barnaklám og barna­vændi, og kyn­ferð­is­leg mis­notkun á börnum í öllum mynd­um, þar með talin brot sem eru framin erlend­is, séu skað­leg heilsu barna og sál­rænum og félags­legum þroska þeirra. 

Þörf á alþjóð­legri sam­vinnu

Enn fremur segir í samn­ingnum að kyn­ferð­is­leg mis­neyt­ing og kyn­ferð­is­leg mis­notkun á börnum hafi auk­ist ugg­væn­lega, bæði innan hvers lands og á alþjóða­vísu, einkum að því er varðar aukna notkun bæði barna og brota­manna á upp­lýs­inga- og fjar­skipta­tækni.

Til að koma í veg fyrir og berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri mis­neyt­ingu og kyn­ferð­is­legri mis­notkun á börnum sé þörf á alþjóð­legri sam­vinnu og á að líta til þess að vel­ferð og hags­munir barna séu grund­vall­ar­gildi, sem eru sam­eig­in­leg öllum aðild­ar­ríkj­un­um, og að þau verði að efla án nokk­urrar mis­mun­un­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent