Árni Páll: Íslensk fyrirtæki verða að gera áætlanir vegna Brexit

Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, skrifar ítarlega í Vísbendingu um Brexit.

Auglýsing
Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason

Árni Páll Árna­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, þing­maður og for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem nú starfar sem ráð­gjafi, segir að íslensk fyr­ir­tæki þurfi að fylgj­ast grannt með álita­málum og hags­munum er varða Brexit og samn­inga­við­ræður Breta við Evr­ópu­sam­band­ið. 

Ekki sé á vísan að róa um að aðgengi að breskum mörk­uðum muni hald­ast jafn gott og það hefur verið með aðild að EES. Þó vonir standi til þess að svo verði, þá séu margir óvissufletir í samn­inga­við­ræðum Breta og ESB sem varði mikla hags­muni fyrir íslenskt efna­hags­líf. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítar­legri grein sem Árni Páll skrifar í Vís­bend­ingu. Hann hóf birt­ingu á greina­flokki um Brexit í síð­ustu viku, og víkur í þess­ari útgáfu að þeim álita­málum sem snerta íslenskt efna­hags­líf beint.

Auglýsing

Hann hrósar utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni, fyrir að halda hags­munum Íslands á loftið í sam­skiptum við Breta. Þetta skipti miklu máli, og mik­il­vægt sé að halda áfram vel á spil­un­um.

„Við þessar aðstæður þurfa íslensk fyr­ir­tæki auð­vitað að hugsa sinn gang og gera við­bragðs­á­ætl­an­ir. Það er var­huga­vert að halda Brexit hljóti að fara vel og engar for­sendur fyrir slíkri bjart­sýni. Ef allt fer á versta veg í samn­ingum Breta og ESB þurfum við að freista þess að gera sér­staka tví­hliða samn­inga við Breta. En á sama tíma er ekki margt sem íslensk stjórn­völd geta nú gert nema bíða átekta. Sú afstaða sem núver­andi utan­rík­is­ráð­herra, Guð­laugur Þór Þórð­ars­son, hefur markað í þessu efni er skyn­sam­leg. Hann hefur nýtt hvert tæki­færi til að ræða við breska ráða­menn og gætt þess að við gleym­umst í það minnsta ekki og freistað þess að tryggja okkur í það minnsta sömu við­skipta­kjör áfram,“ segir meðal ann­ars í grein Árna Páls.

Ger­ast má áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent